Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Blaðsíða 13
C_7 '
Laugardagur 21. maí 1997 - 25
Hrísgijón meö
ávöxtum og karrý
200 g basmati hrísgrjón
soðin í 400 ml af vatni
50 g smjör
500 g svína- eða kjúklingakjöt
2 mandarínur eða 2 grœn epli
1 dós ananasbitar
1 laukur
100 g kókosmjólk
karrý, gott að nota austur
landakarrý
salt og pipar
1. Hrísgrjónin eru soðin í 20
mínútur.
2. Kjötið skorið í bita, steikt á
pönnu og brúnað, kryddað
með salti og pipar og laukur-
inn brytjaður og steiktur
með.
3. Mandarínurnar eða eplin
sett saman við og aðeins lát-
ið malla. Ananas bætt út í,
þar á eftir hrísgrjónunum og
kryddað með karrýinu og
kókosmjólkinni hellt yfír. Lát-
ið malla í 15 mínútur.
Mexíkóskur
hrísgijónapottur
200 g jasmín hrísgrjón
400 g vel kryddað kjúklinga-
soð
125 g beikon
2 laukar
2 hvítlauksrif
8 tómatar
3 tsk. ólívuolía
4 egg
4 tsk. sýrður rjómi
4 roast beef sneiðar
salt, svartur pipar, chillipipar
1. Sjóða hrísgrjónin.
2. Skera lauk, hvítlauk og
beikon í bita. Skera tómatana í
báta. Steikt saman í beikonfeit-
inni. Kryddað með cliillipiparn-
um og hrísgrjónunum bætt
saman við. Sett í góða skál eða
á pönnu.
3. Eggin hrærð með sýrða
rjómanum, kryddað með salti
og pipar og hellt yfir hrísgi'jón-
in. Þarna þarf að hita blönduna
örlítið til að vökvinn fari saman
við grjónin.
4. Roast beef sneiðunum
rúllað upp og settar ofan á.
5. Gott að bera fram með
réttinum salat og brauð.
• •
Oðruvísi eftirréttnr með hrísgijómm
200 g grautargrjón
500 g mjólk
örlítið salt
safi og börkur úr hálfri sítrónu
65 g smjör
2 bananar
3 egg
150 g sykur
250 g mascarpone rjómaostur
nokkur kirsuber
1. Hrísgrjónin eru soðin í
mjólkinni sem er söltuð og
sítrónubörkurinn settur
saman við. Soðin í 30 mínút-
ur.
2. Bananarnir skornir í kross,
settir í eldfast mót og sí-
trónusafanum hellt yfir þá.
3. Eggjahvítur úr 3 eggjum
hrærðar ásamt nokkrum
dropum úr sítrónunni og ör-
litlu salti þar til þær verða
stífar. 100 g af sykrinum
bætt út í.
4. Eggjarauður og ostur hrært
saman, þeirri blöndu ásamt
hrísgrjónunum bætt í hvít-
urnar en einunigs lítið magn
í einu. Helmingnum af þeirri
blöndu helt yfir bananana.
5. Berin eru skorin í bita og
hellt yfir blönduna ásamt
safanum úr þeim. Síðan er
afgangurinn af blöndunni
settur ofan á berin. Brætt
smjör smurt lauslega ofan á
allt og bakað í ofni á 200°C í
45 mínútur.
6. Hægt er að taka safann af
berjunum, þykkja hann með
vatni og kartöflumjöli,
krydda með kanil og vanillu
og bera fram með réttinum.
\ 1 1 \l
J J f J
helgina 21.-22. júní
H Aodi Reynsluakstur
Opið: Laugardag kl. 12-17 og sunnudag kl. 13-17
IHI Möldurehf.
HEKLA Tryggvabraut 22 • Sími 461 3000 ■ Akureyri