Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Blaðsíða 19

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Blaðsíða 19
^Dagur-'ðKiramt Laugardagur 21. júní 1997 - 31 LIFIÐ I LANDINU CjeMÍ litíi - í atiH Herra minn trúr... Hreyflng getur verið með ýmsu móti. Fyrir jólin kom út hin ágæta bók, Herra forseti, sem lýsir nánast hverri hreyfingu herra Ólafs Ragnars Grímssonar frá barns- aldri og þar til hann var kjörinn forseti. Þær voru ýmsar hreyfingarn- ar sem Ólafur tók þátt í, Fram- sóknarflokkurinn, Mistök frjáls- lyndra og vinstri manna og loks Alþýðubandalagið. Ekki urðu þessar hreyfingar þó til að grenna Ófaf. Af myndum í bók- inni má glöggt sjá að eftir því sem árin líða fer Ólafur að þykkna undir belti. Svo gerði hann bragarbót á og fór að skokka. Skokkið bar strax augljósan árangur og segja má að allt frá fyrsta degi kosningabaráttunnar hafi hann hlaupið fram úr öðrum fram- bjóðendum. Hreinlega stungið þá af. Nýtt starf hlýtur þó óneitan- lega að hafa áhrif á lífshætti Ól- afs, en þrátt fyrir að hafa flutt af einu nesinu á annað, heldur hann áfram að skokka - vitandi að hugsun, hreyfing og hollt mataræði er undirstaða vellíð- unar. Einhverjir hafa þó haft áhyggjur af því að setur hans í blikkbeljum séu að gerast full miklar. Til þess var tekið að hann þurfti tvisvar sama dag- inn að aka alla leið til Keflavík- ur, að taka á móti handbolta- hetjum og klifurköppum. Akst- ur er - þrátt fyrir ferðalagið - í eðli sínu kyrrstaða og því aug- ljós ástæða fyrir okkur að hafa auga með vaxtarlagi og heilsu forseta vors. Annars þarf herra Ólafur ekki að skammast sín fyrir að aka veginn til Keflavíkur (ætli hann hafi nokkurn tíma gengið þaðan?) þennan veg hefur margt stórmennið ekið. Skemmst er að minnast fundar þeirra Reagans og Gorbastjoffs í Höfða hás. Fund- ar sem sagan segir að Ólafur hafi átt drjúgan þátt í að koma á. Þegar Reagan kom til fund- arins lenti hann í Keflavík og ók þaðan til Reykjavíkur. íslenskir fylgdarmenn í bíla- lest hins ameríska forseta tóku eftir því að alla leiðina frá Keflavík veifaði Reagan út um gluggann, en þess má geta að þá var nótt og myrkur úti. Uppástóðu íslendingarnir að þessi gamli leikari væri forrit- aður þannig að alltaf þegar hann settist upp í limmósínu færi höndin ósjálfrátt að veifa til ímyndaðs manníjölda. Þetta er auðvitað misskiln- ingur. Reagan hefur eingöngu verið að nýta þetta tækifæri til að hreyfa sig svo sem hann gat. Það er nefnilega hægt að ná drjúgri hreyfingu í hinu daglega lífi með því að nýta tækifærin sem gefast. Nota stigann - ekki lyftuna. Ganga út í búð - ekki aka og svo framvegis. Rann- sóknir hafa sýnt að með því að nota svona tækifæri að jafnaði er hægt að brenna jafn miklu og á mörgum klukkustundum í líkamsræktarstöð. Og nú vil ég gefa lesendum Dags-Tímans heillaráð mitt númer tvö; stattu upp og gakktu í næstu bókabúð og berðu heim bókina Herra for- seti. Hún er vönduð lesning um mann með hugsjón um sérstaka hreyfingu. Svo er nú það. Gaui litli. BRIDGE Björn Þorláksson skrifar Þegar þetta er skrifað er rúmur þriðjungur liðinn af Evrópumótinu sem fram fer á Ítalíu með þátttöku íslands í báðum flokkum. í opn- um flokki hefur árangurinn verið frábær, ísland í þriðja sæti og ljóslega raunhæft að gæla við vonina að ísland endi í hópi fimm efstu þjóðlandanna, sem myndi veita okkur þátttökurétt um Bermúdaskálina í Túnis í haust. Það væri kærkominn ár- angur eftir 6 ára hvíld frá þeirri keppni en í eina skiptið sem ís- lendingar komust í úrslita- keppnina, gerðu þeir sér lítið fyrir og urðu heimsmeistarar eins og hvert innlent manns- barn veit. Fjórir af heimsmeisturunum okkar sex eru enn að gera garðinn frægan í landsliðinu, þeir Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Arnarson. Fyr- irliði án spilamennsku er Björn Eysteinsson og það var einnig hann sem gerði ísland að heimsmeisturum í Yokohama árið 1991. Sannarlega glæsileg- ur árangur hjá Birni. Guðmundur Páll var ekki allt of bjartsýnn þegar Dagur-Tím- inn spjallaði við hann rétt fyrir keppnina og enn er engin ástæða til að reikna með að úr- slitasæti sé í höfn. Ekki þarf nema örfá feilspor til að detta niður um mörg sæti og úthald fslendinganna er óráðið. Það hlýtur að vega nokkuð að ís- lenskir spilararar taka þátt í mun færri alþjóðlegum keppn- um en gengur og gerist hjá helstu keppinautum okkar í Evrópu. Má leiða að því getum hvort stuðningur við bridge- íþóttina sé ekki of lítill miðað við þá staðreynd að á engu sviði keppnisíþrótta standa íslend- ingar sig betur. En Guðmundur Páll sagði líka að nú væru þrjú nokkuð jafnvíg pör að spila í liðinu og er það gleðiefni. Leikreynslan er afar miklvæg en hitt er sýnt að ungir menn eru farnir að banka á dyr landsliðsins. Hér þyrfti að auka breiddina með því að halda uppi e.k. A- og B- landsliði en slíkt kostar peninga og þeir eru af skornum skammti. Umsjónarmaður hvet- ur íslendinga til að styðja vel við bakið á bridgehreyfingunni. Um kvennalandslið Islands er fátt að segja en liðið virðist nú sækja í sig veðrið eftir vonda byrjun. Áfram ísland. 170 fengið bronsstig 170 spilarar hafa fengið brons- stig í sumarbridge til þessa. Stigahæstur er Vilhjálmur Sig- urðsson jr. með 198 bronsstig, í öðru sæti er Halldór Már Sverr- isson með 181 stig en Guðlaug- ur Sveinsson skipar þriðja sætið með 167 stig. Ilalldór Már varð stigahæstur vikuna 9.-15. júm og fékk í verðlaun matarvinn- ing á Þrem frökkum hjá Úlfari. Þannig hafa úrslit síðustu keppnisdaga verið: 12. júní NS 1. Sverrir Ármannsson- Sigurður B. Þorsteinsson 366 2. Brynjar Valdimarsson- Friðrik Steingrímsson 360 3. Snorri Karlsson- Aron Þorfinnsson 345 AV 1. Arngunnur Jónsdóttir- Björn Blöndal 401 2. Guðmundur Magnússon- Ólafur Þ. Jóhannsson 362 3. Jón St. Ingólfsson- Árrnann J. Lárusson 329 Karlalandsliðið gerir það gott í opnum flokki í bridge á Evrópumótinu á Italíu. Konurnar eru á uppleið eftir vonda byrjun. 13. júní NS 1. Sigurjón Tryggvason- Guðlaugur Sveinsson 249 2. Erla Sigurjónsdóttir- Cöcil Haraldsson 234 3. Geirlaug Magnúsdóttir- Torfi Axelsson 234 AV 1. Jóhann Guðnason- Nicolai Þorsteinsson 252 2. Sigfús Þórðarson- Gunnar Þórðarson 257 3. Ilalldór Guðjónsson- Sverrir Kristinsson 242 Miðnæturkeppnina sigraði sveit Fúsa Þórðar en með honum spiluðu Gunnar, Ólafur Steina- son og Guðmundur Gunnars- son. 15. júní NS 1. Páll Þór Bergsson- Júllíus Snorrason 423 2. Guðbjörn Þórðarson- Gunnlaugur Sævarsson 404 3. Arnar Geir Hinriksson- Guðmundur M. Jónsson 388 16. júní NS 1. Hallgrímur Hallgrímsson- Sigmundur Stefánsson 491 2. Þórður Björnsson- Þröstur Ingimarsson 451 3. Ilermann Friðriksson- Helgi Bogason 4Í6 AV 1. Jón St. Ingólfsson- Erlendur Jónsson 436 2. Dröfn Guðmundsdóttir- Ásgeir Ásbjörnsson 406 3. Guðbjörn Þórðarson- Guðmundur Grétarsson 388 Miðnætursveitakeppni sigr- aði sveit Þórðar Björnssonar. Með honum spiluðu Þröstur Ingimarsson, Ragnar Magnús- son og Páll Valdimarsson. Spilað er í sumarbridge öll kvöld nema laugardaga kl. 19.00 og eru allir spilarar vel- komnir.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.