Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Qupperneq 2
2 - Miðvikudagur 16. júlí 1997 ÍDagur-®tnráttt F R É T T I R I Danmörku hefur verið meira um lús en nokkru sinni síðan um 1940 þrátt fyrir metsölu lúsameðala. Hérlendis er ástandið ekki svo slæmt þó heldur sé meira um hana í vetur en áður. Lúsin ónæm fyrir lúsasj ampóinu Heiti Potturinn Sparkfræðingar í sund- laugum um land allt undruðust mjög uppákom- una hjá Val í fyrrakvöld þegar Sigurður Grétarsson þjálfari var látinn taka pokann sinn. Flestum fannst sem flaust- urslega hefði verið staðið að brottrekstrinum. Slíkt ætti ekki að þurfa að koma fyrir að Hlíðarenda, hjá eina íþróttafélagi landsins sem hefur yfir kapellu að ráða. Nær hefði verið að leita fyrst á náðir séra Friðriks. í stað þess að hlusta á messu þjálfarans í hálfleik hefði liðið getað átt kyrrðarstund í kap- ellunni og komið svo vel andlega nært til leiks í seinnihálfleik. Einnig hefði stjórnin getað sótt sér áfalla- hjálp í guðshúsið og beðið fyrir betra gengi við fætur föður Vals. Framsóknarmenn í heita pottinum eru farnir að óttast borgarstjórnarkosn- ingarnar sem fram fara næsta vor. Þeir segjast ekki óttast það að Reykjavíkur- listinn tapi fyrir Sjálfstæðis- flokknum og skipti þá engu hver muni fara fyrir honum. Hræddari eru Frammarar við að átök um röðun á fram- boðslista Reykjavíkurlistans kosti hann meirihlutann. Kratar eru sagðir þrýsta á galopið prófkjör, en það segja Frammarar að komi ekki til greina. Þeim þykir það líka sumum skrýtin pólit- ík að vilja endilega breyta uppskriftinni að lista, sem færði flokkunum fjórum lyklavöldin að borginni. Höfuðlúsin verður ónæm gegn eiturefnum ekki síður en trjálúsin. s næmi lúsar gagnvart lyfj- um er vel þekkt vanda- mál. Við erum á verði gagnvart þessu, enda hljótum við að lenda í því eins og aðrir, að efnin hætti að virka,“ sagði Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík. Hann segist hafa kannað ástandið í öllum skól- unum sl. vetur. „Pað var svolítið um lús í vetur, en ekkert yllr- gengilegt eða neitt sem við get- um kallað sérstakt vandamál vegna lúsafaraldurs. Efnin sem við höfum notað hafa reynst ágætlega. Það hefur tekist að drepa lúsina niður, en kannski gekk það þó heldur verr í vetur en áður.“ Lúðvík var spurður um ástandið í lúsamálum hjá okkur vegna frétta frá Danmörku (í Politiken), að meira sé nú um lús þar í landi heldur en nokkru sinni síðan um 1940, þrátt fyrir metsölu lúsameðala, eða fyrir um 100 milljónir króna í fyrra. En þau virðist hins vegar í mörgum tilfellum hætt að vinna á lúsinni, sem gerir heldur eng- an mannamun. Lúðvík segir vandamálið það sama með mannalús, eins og aðra lús, trjálús t.d., að þessi kvikindi verði ónæm fyrir efn- unum sem notuð eru gegn þeim. Þau eiturefni sem Danir nota aðallega í baráttunni við höfuðlúsina segir Lúðvík t.d. einnig vel þekkt í garðaúðun- inni. Aðgerðir gagnvart lúsinni þurfi að vera samræmdar, bæði hvaða efni eru notuð og eins geti verið nauðsynlegt að skipta um efni á nokkurra ára fresti. Lúðvík segir Iíka mikilvægt að forðast alla fyrirbyggjandi lúsaþvotta. Því slíkt sé ekki að- eins gagnslaust, heldur auki þeir beinlínis hættuna á ónæmi lúsarinnar gegn eiturefnunum. Fyrst eigi fólk að greina lúsina og grípa síðan til ráðstafana. Þá sé líka áríðandi að forðast allt hálfkák. Menn verði að kaupa nóg af efnunum, alls ekki að reyna að drýgja skammtinn á fleiri einstaklinga, því það skapi einnig ákveðna hættu á ónæmi. Að sögn héraðslæknis kemur lúsin, af einhverjum ástæðum, venjulega upp í skólunum á haustin. Yfirleitt sé búið að út- rýma henni vel fyrir jól, þótt kannski komi fyrir eitt og eitt tilfelli eftir það. - HEI Orri Hauksson. Forsætisráðuneytiö Davíð fær aðstoð Orri Hauks- son, 26 ára gamall véla- verkfræðing- ur, hefur ver- ið ráðinn að- stoðarmaður Davíðs Odds- sonar forsæt- isráðherra. Hann kemur til starfa í ráðuneytinu miðjan næsta mánuð. Þessi nýi aðstoðarmaður for- sætisráðherra kemur úr röðum starfsmanna Eimskips þar sem hann hefur starfað frá 1995. Hann var stúdent frá MR 1991 og lauk námi í véla- og iðnaðar- verkfræði frá Háskóla íslands 1995. Á námsárum sínum vann hann sem fararstjóri hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn. Orri hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í félagsmálum og var m.a. formaður Framtíð- arinnar og oddviti Vöku í stúd- entaráði HÍ. Síðast en ekki síst var hann varaformaður Heim- dallar 1996-1997. -grh um Járnblendið Bjami tekinn við Bjarni Bjarnason tók formlega við stöðu framkvæmdastjóra íslenska járnblendifélagsins hf. í gær. Fráfarandi framkvæmda- stjóri, Jón Sigurðsson, verður fé- laginu til ráðgjafar um sinn, eða eftir efni og ástæðum. Ekki hefur enn verið ráðinn eftirmaður Bjarna í stöðu fram- kvæmdastjóra Kísiliðjunnar hf. við Mývatn. Á meðan stjórn verksmiðjunnar liggur undir feldi er daglegur rekstur hennar í höndum þeirra Pálma Vil- hjálmssonar fjármálastjóra og Gústavs Nilssonar framleiðslu- stjóra. -grh FRETTAVIÐTALIÐ Askell Kárason forst.m. meðferðarheimilisins Stuðla Starfsfólk Stuðla hefur ekki treyst sér til þess að taka á móti ung- lingum í neyðarmóttöku meðferð- arheimilisins eftir ummœli um- boðsmanns barna um að þar séu hugsanlega brotin mannréttindi og lög á börnum. Engar yfirhylmingar „Ég skrifaði yfirvöldum bréf fyrir nokkru og sagðist ekki telja rétt að taka á móti unglingum í neyðarmóttök- una við þessar aðstæður sem nú hafa skapast. En við höfum ekki lokað neyð- armóttökunni og okkur er skylt sam- kvæmt lögum að halda uppi þessari þjónustu. Ef það kemur beiðni um neyðarvistun þá skoðum við það og reynum auðvitað að tryggja að við get- um veitt einhverja þjónustu án þess að fá yfir okkur ásakanir um mannrétt- indabrot. Þetta eru mjög viðkvæm mál og erfitt að vinna í þessu með einhvern hasar í loftinu." - Það var óskað eftir neyðarvistun fyrir 14 ára ungling um síðustu helgi, sem ekki fékk inni að Stuðlum. Er það eina dœmið? „Já. Við fórum fram á að það yrði fundin önnur Iausn á því máli.“ - Eru þessi viðbrögð ekki merki um að þið séuð að hefna ykkar eða farin í fýlu vegna þeirrar gagnrýni sem Stuðlar hafa orðið fyrir? „Við erum hvorki að hefna okkar né í fýlu. Það er lögð fram álitsgerð frá umboðsmanni barna þar sem er bein- línis sagt að allar líkur séu á að verið sé að brjóta mannréttindasáttmála, stjórnarskrána og hegningarlög með þessari starfsemi sem er í neyðarvist- uninni á Stuðlum. Það er ekkert hægt að vinna við þær aðstæður. Við erum beðin fyrir þessi börn og ef einhver vafi leikur á um vinnubrögðin þá verð- ur að eyða honum. Mitt starfsfólk er mjög slegið yfir þessu og mér fannst ég ekki geta lagt það á það að halda áfram án þess að þetta væri skoðað og reynt að eyða þessari óvissu. Mér finnst þetta fullkomlega eðlileg við- brögð og þau hafa ekkert með ein- hverjar tilfinningasveiflur að gera.“ - Á ekki ýmislegt í gagnrýni um- boðsmanns barna rétt á sér? „Það geta verið ýmis atriði í svona starfi sem orka tvívmælis og ekkert að því að þau séu könnuð. En eins og þetta er uppbyggt hjá umboðsmanni barna er nánast búið að sakfella okkur og það gerir embættismaður sem ekki hafði fyrir því að kynna sér málið. Ilún sendi mér bréf með þremur spurning- um, sem aðeins var hægt að svara já eða nei. Það eru ekki nokkur vinnu- brögð. En við erum ekki að reyna að hylma yfir neinum óhæfuverkum. Okk- ur finnst að það sé alveg sjálfsagt að fela óháðum aðila að skoða þessi mál. Það verður gert og við erum bara fegin því.“ Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fela óháðum aðila að kanna hvað hœft sé í gagnrýni um- boðsmanns barna. Er sú vinna hafin? „Nei ég veit ekki til þess. Það liggur fyrir yfirlýsing ráðuneytisins um að það ætli að láta gera þessa könnun, en hún hefur ekki verið sett af stað.“ -vj

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.