Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Side 3
^DagurÁEmnmt
Miðvikudagur 16. júlí 1997 - 3
Akureyri
BuUandi óánægja með launakjör
Guðmundur Stefánsson og Gfsli Bragi Hjartarson ræða málin á bæjarstjórnarfundi. Launamál bæjarstarfsmanna voru m.a. til um-
ræðu á fundi í gær. Mynd: gs
Óánægja með launa-
kjör meðal embættis-
manna Akureyrarbæj-
ar. Röðun í launa-
flokka og ósamræmi
milli stofnana er
meðal þess sem
óánægjan beinist
gegn.
Megn óánægja virðist
vera meðal embættis-
manna á Akureyri með
launakjör og starfsmannastefnu
bæjarins. Illa hefur gengið að
manna auglýstar stöður hjá Ak-
ureyrarbæ og fáar umsóknir
verið um þær stöður sem á
annað borð hefur verið sótt um.
Margir hafa af því áhyggjur að
nú þegar efnahagslífið réttir úr
kútnum þá bresti á atgervis-
flótti úr bænum.
Enginn hefur sótt um starf
tölvufræðings sem auglýst var
og ekki hefur tekist að manna
stöður sálfræðinga og félags-
ráðgjafa. Aðeins ein umsókn
hefur borist um stöðu deildar-
stjóra leikskóladeildar og til
þess var tekið hve fáir sóttu um
lausar skólastjórastöður í bæn-
um nú í vor.
Launum haldið niðri
Samkvæmt heimildum blaðsins
hafa nýir starfsmenn bæjarins
átt í erfiðleikum með að semja
um ásættanleg kjör og vitað er
um að embættismaður hafi sagt
starfi sfnu lausu, einkum vegna
óánægju með kjör sín. Einn við-
mælenda blaðsins, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, gagn-
rýndi starfsmannastjóra harð-
lega og sagði að svo virtist sem
starfsmannastjórinn liti á það
sem skyldu sína að halda laun-
um starfsmanna niðri.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins hefur óánægjan bæði beinst
að röðun í launaflokka, svo og
að ósamræmi er í bílastyrk og
fastri yíirvinnu. Einnig telja
menn að mikið ósamræmi sé
milli bæjarstofnana varðandi
launakjör starfsmanna. Dagur-
Tíminn hefur rætt við fjölmarga
starfsmenn bæjarins þar sem
þetta hefur komið fram, en
enginn starfsmaður bæjarins
hefur viljað koma opinberlega
fram með sitt mál. Aflir hafa
þeir þó Iýst áhyggjum sínum af
þróun mála og óttast að skortur
verði í framtíðinni á hæfu fólki
ef svo heldur fram sem horflr.
Þeir hafa þó tekið fram að Ak-
ureyrarbær sé ekki eini staður-
inn sem svo sé ástatt fyrir, held-
ur séu lág laun á vinnustöðum
bæjarins að verða stórkostlegt
vandamál fyrir bæinn í heild
sinni.
Menntun eða kyn?
Launamál starfsmanna komu
til umræðu á bæjarstjórnar-
fundi í gær í tengslum við bréf
jafnréttis- og fræðslufulltrúa til
kjaranefndar. í bréfinu er þess
óskað að kannað verði hvort
kjör jafnréttisfulltrúans brjóti í
bága við jafnréttislög. Sigríður
Stefánsdóttir lýsti því að dapur-
legt væri að Akureyrarbær, sem
fyrstur hefði fengið viðurkenn-
ingu fyrir jafnréttisáætlun, skuli
fá kæru frá jafnréttisfulltrúa.
Sigríður benti á að í mörg ár
hefðu konur í stjórnunarstöðum
hjá bænum verið óánægðar
með kjör sín m.a. vegna fast-
heldni bæjarins á að gefa upp-
lýsingar, en litið hefur verið á
laun einstakra starfsmanna
sem trúnaðarmál. Bréf jafnrétt-
isfulltrúa gefi því ágætis ástæðu
til að farið verði yfir þessi mál.
Guðmundur Stefánsson sagði
hinsvegar litla ástæðu til að
hrökkva við þar sem launa-
munur hjá bænum byggðist
ekki upp á kynjamismun heldur
mismunandi mennvun. „Þetta
endurspeglar launamun í þjóð-
félaginu þar sem raungreina-
störf eru yfirleitt betur launuð,"
sagði hann.
Bláa lónið
Öryggið uppmálað
inna lón, flot-
bryggjur, girðingar
og vegatálmar. Sí-
menntun starfsfólks í við-
bragðsáætlun.
Það kemur ekki til þess
að Bláa lóninu verði lokað
miðað við það sem búið er
að gera í öryggismálum og
því sem unnið er að í þeim
efnum,“ segir Ómar Hauks-
son starfsmaður heilbrigðis-
eftirlits Suðurnesja.
I gær rann út sá frestur
sem heilbrigðiseftirlitið
hafði gefið til að efla öryggi
baðgesta í framhaldi af
sviplegu dauðaslysi sem
varð í lóninu sl. vor. Upp-
haflega var fresturinn til 1.
júní sl. en hann var síðan
framlengdur til 15. júlí.
Fulltrúar heilbrigðiseftirlits-
ins munu formlega taka ör-
yggisatriðin út í dag eða á
morgun, en þeir hafa á und-
anförnum vikum fylgst náið
með því sem unnið hefur
verið að í öryggismálum
þessa sívinsæla baðstaðar
við Svartsengi.
Meðal annars hefur lónið
verið minnkað með varnar-
garði og eins verður fólki
gert erfiðara um vik að
komast að lóninu eftir lokun
með vegatálmum. Þá hefur
Iónið verið girt og unnið
hefur verið að smíði flot-
bryggja sem verða staðsett-
ar þar sem lónið er dýpst. Á
þessum bryggjum verða
m.a. bæði kaðlar og stigar
sem baðgestir geta stuðst
við til að koma sér upp úr
vatninu ef eitthvað bjátar á.
Síðast en ekki síst hefur við-
bragðsáætlun starfsmanna
verið efld og gerður samn-
ingur um síendurmenntun
þess í öryggismálum. -grh
Sjávarútvegur
Bolungarvík fjarstýrt
frá Grindavík
Þorbjörn og Bakki
sameinast. Öflugt fyr-
irtæki með 11.500
tonna kvóta og 3
milljarða kr. áruveltu.
s
Akveðið hefur verið að
sameina sjávarútvegsfyr-
irtækin Þorbjörn hf. í
Grindavík og Bakka hf. í Bol-
ungarvík. Hið sameinaða fyrir-
tæki mun bera nafn Þorbjarnar
og verða höfuðstöðvar þess sem
fyrr í Grindavík. Stefnt er að því
að fá hlutabréf fyrirtækisins
skráð á Verðbréfaþingi fslands í
haust.
Sameiningin er gerð undir
formerkjum hagræðingar, bæði
í nýtingu kvóta og vinnslu. Hið
sama átti sér stað fyrir tveimur
árum þegar Bakki var stofnað-
ur við samruna fimm sjávarút-
vegsfyrirtækja í Bolungarvík og
Hnífsdal. Eftir sameininguna
verður nýja fyrirtækið með
þeim stærstu á landinu, eða
með 11.500 tonna kvóta á
næsta fiskveiðiári. Áætluð árs-
velta er um 3 milljarðar króna.
Við samrunann munu hluthafar
Bakka eiga 29% í nýja fyrirtæk-
inu en hluthafar Þorbjarnar
71%.
„Við teljum að staðsetning
Bakka hf. í Bolungarvík sé
áhugaverð og m.a. út frá rækj-
unni,“ segir Eiríkur Tómasson
framkvæmdastjóri Þorbjarnar
hf. í Grindavík. Ilann bendir á
að Þorbjörn sé með jafnmikinn
rækjukvóta og Bakki en hefur
ekki getað nýtt hann á undan-
förnum árum nema til þess að
fá kvóta í öðrum tegundum.
Eiríkur segir að eftir samein-
inguna verði rækjuvinnsla rekin
sem fyrr fyrir vestan og þorskur
verkaður í salt í Grindavík. Þá
verður bolfiskvinnsla áfram í
frystihúsi Bakka í Bolungarvík
þar sem framleiddir verða fisk-
bitar í neytendapakkningar.
llann segir stefnt að því að
sameiningin hafi sem minnsta
röskim í för með sér fyrir
starfsfólk. -grh
Færeyingar
Sækjast eftir lunda
s
tilefni heimsfrumsýningar á
kvikmyndinni Barböru í
Norræna húsinu í Þórshöfn
eru öll flugsæti að verða upp-
seld, hótelin að búa sig undir
óvenjulegan gestafjölda og veit-
ingahúsin í Þórshöfn „panta nú
extra marga lunda frá íslandi,
þar sem lundastofninn er á
hraðri niðurleið í Færeyjum,"
sagði nýlega í Jótlandspóstin-
um.
Þórarinn Sigurðsson, Elliða-
eyingur, kvaðst kannast við það
að Færeyingar hafi nú í nokkur
ár sóst eftir að kaupa lunda frá
Eyjum. í hve miklu magni það
sé, eða hvort það er nú meira
en áður sé hins vegar ekki gott
að segja. Því þarna sé ekki um
neinn skipulagðan útflutning að
ræða, heldur einungis bein við-
skipti manna á milli. Færeying-
ar virðist naskir á að finna út
hverjir vilji hugsanlega selja.
Þótt lundaveiði í Vestmanna-
eyjum skipti mörgum tugum
þúsunda á hverju ári segir Þór-
arinn ekkert bera á því að
lundastofninn sé þar á neinu
undanhaldi, eins og í Færeyj-
um. - HEI