Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Side 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.07.1997, Side 12
 Miðvikudagur ló.júlí 1997 Veðrið í dag þurrkari Þurrkari, 5 kg. Snýst í báðar áttir, tvö hitastig Verð kr. 33.155 Gæði, gáð þjónusta. QKAUPLAND KAUPANOI Sfmi 462 3565 • Fax 461 1829 Línuritin sýna ijögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Hæg norðlæg eða breytileg átt. Yfírleitt skýjað en að mestu þurrt. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast sunnanlands. Knattspyrna Taugaveiklun Guðni Þ. Ölversson skrifar Sigurður Grétarsson rek- inn! Sú ákvörðun stjórn- ar knattspyrnudeildar Vals kom flestum á óvart og engum meira en Sigurði sjálf- um. Uppgefin ástæða fyrir brottrekstrinum er hefðbund- in, óviðunandi árangur í Sjó- vár-Almennradeildinni. Fjórir reknir það sem af er Sigurður er ekki fyrsti þjálfar- inn sem rekinn er úr starfl í sumar. Fyrstur fauk Lúkas Kostic frá KR, þá Þórður Lárus- son frá Stjörnunni, Logi Ólafs- son var rekinn úr sæti lands- liðsþjálfara og í fyrradag fékk svo Sigurður Grétarsson reisu- passann frá Val. Valsmenn hafa reyndar verið nokkuð iðnir að losa sig við þjálfara undanfarin ár. Eftir að Ingi Björn Albertsson hafði þjálfað liðið í þrjú ár og skilað því þremur bikartitlum var ekki endurnýjaður samningur við hann. Þá tók Kristinn Björnsson við og var með liðið í tvö ár. Á seinna árinu var orðið mjög heitt undir Kristni og Guð- mundur Þorbjörnsson var beð- inn að taka við liðinu. Hann neitaði og studdi Kristinn sem stjórnin vildi svo ekki endur- ráða. Þá, árið 1995, tók síðan Hörður Hilmarsson við liðinu en var sagt upp störfum þegar sjö leikir voru eftir og Kristinn Björnsson fenginn til að bjarga málunum. Hann vildi síðan ekki taka liðið að sér aftur fyrir tímabilið 1996 þó honum stæði það til boða. Þá kom Sigurður Grétarsson til sögunnar. Á framanrituðu sést að stöð- ugleikinn hefur ekki verið mik- ill undanfarin ár hjá hinu forna stórveldi að Hlíðarenda. Sjálf- sagt eru ástæður þess margar en ljóst er að félagið hefur átt erfitt uppdráttar í Ijármálum og samstaða hefur ekki verið mikil milli stjórnar, þjálfara og leik- manna á undanförnum árum. Fyrrum þjálfari Vals sagði við Dag-Tímann að þraut- arganga félagsins væri orðin býsna löng og lítil samstaða hafi verið innan knattspyrnu- deildarinnar síðan Ian Ross var með liðið síðast á blómaskeiði þess. Lúkas Kostic. „Auðveldara að reka einn en tuttugu og tvo“ Að sögn formanns knattspyrnu- deildarinnar, Þorleifs Valdimarssonar, var tapið gegn Grindavík kornið sem fyllti mælinn. Eftir þann leik var ljóst að „eitthvað" þurfti að gera. Þegar Þorleifur var spurður hvort stjórnin hafi verið óánægð með starf Sigurðar var svarið: „Við höfum verið ánægðir með Sigga og allt gott um hann að segja. Hann er góður drengur og allt það. En við vorum óánægðir með gengi liðsins og teljum að hægt sé að fá meira út úr þeim mannskap sem við höfum. Það er auðveld- ara að reka einn en tuttugu og tvo.“ ............ Svarið er nokkuð hefð- bundið hjá for- manninum. Vinnubrögð stjórnarinnar eru það einnig, að því er sýnist. Ekkert virðist hafa verið rætt við Sigurð um hvað væri að og hverju væri hægt að breyta, áður en til brottreksturs- ■ ins kom. Fyrsta hálmstráið var gripið og þjálfarinn rekinn. Fyr- irliði liðsins var eini leikmaður- inn sem hafður var með í ráð- um og aðrir leikmenn mættu síðan á fund með hinum nýja þjálfara og fengu þá tíðindin. Veikara Valslið nú en áður Sigurður Grétarsson afsakar „meintan" slakan árangur liðs- Það færist nú mjög í vöxt að knattspyrnulið reki þjáifara sína. Fjórir á einu sumri er íslands- met. Spurningin er hvort taugaveiklun stjórnarmanna eða slæ- leg vinnubrögð þjálfara ráða slíkum ákvörðunum. Sigurður Grétarsson. ins með því að leikmannahóp- urinn hafi þynnst frá síðasta ári. Liðið hafi misst fleiri góða leikmenn en það fékk. Þessu er formaðurinn ekki sammála. „Við höfum fengið Hörð Magn- ússon, Arnar Hrafn Jóhannsson og Atla Helgason,“ sagði Þor- leifur og heldur því fram að hægt sé að ná betri árangri með nýjum þjálfara. Hvað það er sem raunveru- lega er að hjá Valsliðinu er ekki auðvelt að útskýra í stuttu máli. Eitt er þó víst, að staða Vals væri öllu verri í dag ef ekki nyti liðið Lárusar Sigurðssonar, markvarðar síns. Hann hefur sýnt snilldartakta í sumar og forðaði liðinu frá mun stærra tapi í Grindavík á dögunum. _______________ Meðan aðrir leikmenn liðs- ins eru aðeins áhorfendur og fara í engu eft- ir fyrirmælum þjálfara síns, eins og gerðist í Grindavík, er trauðla hægt að kenna þjálf- aranum um slakt gengi. Einhvern veg- inn lítur brott- rekstur Sigurð- _______________ ar út eins og menn, sem eiga að axla ábyrgð ekki síður en þjálfarinn, séu að velja sér auðveldustu leiðina út úr ógöngunum. Enda kom það fram hjá formanninum að menn höfðu mismunandi skoð- anir á því hvaða breytingar ætti að gera þó svo stjórnin hafi staðið einhuga að brottrekstrin- um þegar sú ákvörðun var tek- in. Leikmenn liðsins eru nokkr- ir ágætir en ekkert betri en Þórður Lárusson. leikmenn liðanna í næstu sæt- um fyrir ofan Val í deildinni. Liðið er nú með 10 stig í 7. sæti þegar mótið er rétt hálí'nað og staðan langt frá því að vera vandræðaleg. Því verður að álíta að mikil taugaveiklun Hlíðarendabænda hafi ráðið mestu um brottrekstur Sigurð- ar. Þorlákur Árnason Hinn nýi þjálfari meistara- flokks, Þorlákur Árnason, hefur verið starfsmaður Vals í þrjú ár, sem íþróttafulltrúi og þjálfari 2. flokks. Þó ekki hafi hann enn unnið titla með flokki sínum er árangurinn ágætur og flokkur- inn á mikilli uppleið, að sögn Þorleifs, hann hefur góða for- ystu í íslandsmótinu og kominn í 8 - liða úrslit bikarkeppninnar. Þegar Dagur-Tíminn ræddi við Þorlák var hann hress og sagði að starfið legðist vel í sig. Hann vissi ekkert um breyting- arnar fyrr en búið var að reka Sigurð og hann beðinn að taka við og sagði að það hefði komið sér á óvart. Á fundi með leik- mönnum Vals setti enginn sig á móti breytingunni. Sú afstaða leikmanna ætti að auðvelda hinum nýja þjálfara starfið. Um það hvort hann treysti sér til að ná betri árangri með liðið en Sigurður sagðist Þor- lákur ekki vilja bera sig neitt saman við Sigurð. Hann sagði jafnframt að það væri ekki upp- stilling liðsins eða Ieikkerfin sem væri vandamálið. Það væru leikmennirnir inni á vellinum. Hvers vegna var Sigurður þá rekinn?

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.