Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Page 8
8 - Fimmtudagur 17. júlí 1997 PJÓÐMÁL |Dagur-'3Kmmn Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. heigarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Góðir punktar í fyrsta lagi Loksins góðar fréttir úr umferðinni. Nýja punktakerfið sem kynnt hefur verið mun veita ökumönnum aðhald, gott aðliald. í viðtölum við Dag-Tímann lýsa almennir ökumenn yfir ánægju sinni með nýja kerfið og óánægju með ástand mála í umferðinni. Nú munu menn hugsa sig um áður en þeir gerast lífshættulegir í umferðinni. Ungir ökumenn þurfa sérstaklega á áminningu að halda. Blaðið birti frétt frá Slysavarnafélagi fslands þar sem fram kom að 2/3 þeirra sem láta lífið í umferðar- slysum eru ungir vegfarendur. Glannaskapur og gal- gopaháttur fara nú á syndaseðilinn og safnast saman. Rétt eins og önnur brot. öðru iagi Loksins verður hægt að taka á vandamáli sem hingað til hefur verið látið nánast átölulaust: lítil notkun öryggis- belta. í viðtali við blaðið í dag, sem vert er að vekja sér- staka athygli á, segir Margrét Sæmundsdóttir hjá Um- ferðarráði að einungis 70-80% spenni belti. Þá eru 30% barna laus í bflum. Margrét segir að rekja megi nýleg dauðaslys til þess að börn séu ekki varin með öryggis- búnaði. Nú gefst tækifæri til að taka á svona málum. Löggæslan á ekki að fara fram með offorsi fyrstu punktamánuðina, en nota þá til að minna á yfirvofandi refsistig. Og síðan beita þeim. J í þriðja lagi En fleiri úrbóta er þörf. Engin ástæða er til þess að draga lengur að leyfa hægri beygju á móti rauöu ljósi á flestum gatnamótum. Álagið á umferðarmannvirki er slíkt. Þá er alveg óhætt að skilgreina hættur í umferð- inni í víðara samhengi en nú er. „Sunnudagabflstjórar" sem aka til að njóta útsýnis í garða bæjarbúa eða inn- um stofuglugga þeirra eru stórhættulegir. Og af einhverjum ástæðum fer sérlega slæmt orð af „köllum með hatt“. Þeir aka hægt og ruglingslega, koma óorði á tilteknar bflategundir, eru óútreiknanlegir og skapa mikla hættu án þess að veita þvi' minnstu athygli. Eini kosturinn við þá er sá að þeir eru auðþekkjanlegir. Löggan á lflca að taka á þeim sem gera öðrum lífið óbærilegt í umferðinni - þó í rétti séu. Stefán Jón Hafstein. SpuHttlng dxigöinA Er Þjóðkirkjan orðin of frjálslynd, einsog Ungt fólk með hlutverk rökstyður úrsagnir sínar úr henni með? Sr. Baldur Kristjánsson biskupsritari S Islenska þjóðkirkjan er x' eðli sínu uraburðarlynd og kærleiksrík, almenn og breið og vill vera skjól sem flestum kristnum mönnum. Þeir sem ekki geta látið sér lynda að Þjóðkirkjan sé með þessum hætti verða að eiga við sjálfa sig hvort þeir finni sér þá annan stað í trúarlegu tilliti. En ég hef þó ekki orðið var við neinar hópúrsagnir úr Þjóðkirkjunni að undan- foi-nu. Satt að segjast efast ég um að skoðanir Friðriks Schram endurspegli skoðanir Ungs fólks með hlutverk. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson Jv. sóknarprestur Þjóðkirkjan er of frjáls- lynd fyrir suma af prestum hennar. Kirkj- an er klofin í fylkingar - vegna þess að núverandi biskup hefur lagt áherslu á að auka safnaðarstarf. Undir það voru klerkar óundirbún- ir, og margir telja stól nú sín- unx ógnað. En hafi fólk ekk- ert að sækja til boðunar klerksins, skil ég ekki hvers vegna kirkjur eru byggðar yfirleitt. Með auknu safnað- arstarfi hefur myndast gjá milli presta og safnaðar og þess hefur biskupinn goldið. ♦ Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur á Siglufirði * Eg hef ekki kynnt mér málflutning Ungs fólks með hlutverk ítarlega, en almennt er ég ósammála. Kirkjan á að opna faðm sinn gagnvart samkynhneigðum einsog öðru fólki. Samkyn- hneigðir eru fæddir einsog þeir eru og við verðum að láta af fordómum gagnvart þeim. Samkynhneigð er ekki lifsstíU sem hægt er að breyta - og það á Þjóðkirkjan að við- urkenna með skírskotun til kærleiksboðskapar Krists. Sr. Flóki Kristinsson Evrópuprestur S Islenska þjóðkirkjan er frjálslynd á mörgum svið- um, til dæmis hvað varðar helgihald, en líka mjög lin siðferðilega. Hættulega lin. Það hefur lengi staðið til hjá Ungu fólki með hlutverk að stofna sinn eigin söfnuð, enda hefur þetta fólk ekki náð fótfestu innan Þjóðkirkj- unnar. 1 — 1 S, TWi WSÆk Gengur ekki lengur „Skilnaðir meðal presta virðast vera orðnir algengir og þeir gifta sig aftur með pompi og prakt í höf- uðkirkjum landsins. Þetta er meðal annars ástæða þess að við getum ekki starfað lengur innan kirkjunn- ar. Á síðustu árum hefur orðið það sem ég vil kalla hnignun, innan kirkjunnar. Það hafa orðið fráhvörf frá því sem áður var haft í heiðri.“ - Friðrik Schram, talsmaður Ungs fólks með hlutverk, í Alþýðublaðinu í gær. Einnota glópur „Mér og öðrum vinum Framsókn- arflokksins er afar mikill ami af því Páll minn, að „einnota" glóp- ur á þínum snærum hafi þvælt þér inn í þessa endemis heimsku og rýrt þannig verulega það sem gott er við þitt rykti." - Birgir Dýríjörð í opnu bréfi til félags- málaráðherra í Alþýðublaðinu í gær. Linnulaust diskódúndur „Það eru ekki ópin og skrækirnir í tívolígestum sem valda mér og öðrum íbúum hugarangri og heldur ekki flautið og ýlfrið í tækjunum. Það er fyrst og fremst linnulaust diskódúndrið, sem stendur klukkustundum saman." - Lesendabréf í Morgunblaðinu. Ekki íkór „Mér finnst öll umræða, bæði í fjölmiðlum og á almannafæri, vera á þeim nótum að þarna sé verið að taka saklaus ungmenni, setja þau í fangelsi og láta þau játa. Það er einfaldlega ekki málið. Þetta voru ekki saklausir kórdrengir.“ - Ragnar Hall, settur saksóknari í Geir- fínnsmálinu, í DV í gær. Hlutabréf í sólarlaginu Hlutabréf er lausnarorðið í dag. Hlutabróf eru vegabréf að himnaríki kapítalismans. Hluta- bréf eru syndakvittun aumingjanna sem ekki hafa döngun í sér til að stofna eigin fyrirtæki. Enginn er mað- ur með mönnum nema hann eigi hlutabréf. fsland er að verða háeff. Ekkert fyr- irtæki eða fyrirbæri er svo aumt að ekki sé hægt að stofna um það hlutafé- lag og gefa út hlutabréf. Stofnuð eru hlutafélög um stóðhesta og golfleikara. Og það er örugglega hægt að selja hlutabréf í efnilegum fótboltapilti, feykiöflugri varphænu og óviðjafnan- lega og gröðum og frjósömum hrúti. Og nú stendur til að fara að selja hlutabréf í menningunni. íslensk menningarbylting hf. Fyrsta eintak hins stórmerkilega og góða blaðs Fjölnis leit dagsins ljós á þjóðhátíðardegi USA. Þar er sagt frá áformum nokkurra menningarvita um að stofna í haust íslenska menningar- byltingu hf. og bjóða út hlutafé fyrir 300 milljónir króna. Höfuðmarkmið fó- lagsins er að blása nýju lífi í íslenska menningu. Þetta er að sjálfsögðu góð hugmynd en ekki ýkja frumleg, því eins og áður sagði er þegar búið að gera bróður- part íslands að há eff, meira að segja kaupfélögin eru að feta sig yfir í hluta- bréfaformið og er þá fokið í flest skjólin í þeim efnum. Vinsældir og gæði En það verður vísast nokkrum vand- kvæðum bundið að selja hlutabróf í ís- lenskri menningu þar sem eðli hluta- bréfakaupenda er að vilja græða á sín- um hlutabréfum. Þeir vilja því væntan- lega ráðskast með það í hvað hlutafé þeirra er varið. Ég er t.d. viss um að það er auðveldara að selja hlutabréf í Björku Guðmundsdóttur en mér, þó ég hafi gefið út ljóðabók fyrir rúmum 20 árum, eigi mikinn skúffukveðskap og sé því ómótmælanlega hluti af íslenskri menningu. Vissulega stendur margt í íslenskri menningu undir útlögðum kostnaði og skilar arði. En sennilega eru fleiri þættir hennar sem ekki standa undir sér, ef beinharðir peningar eru eini mælikvarðinn. Hlutabréfakaup- endur munu því væntanlega krefjast þess að þeirra fé verði lagt í metsölu- höfunda, tónlistarmenn sem trekkja og málara sem selja. Hlutafé í íslenskri menningu mun því óhjákvæmilega renna í þá menningarþætti sem þegar ganga vel, þegar skila arði. En þeir að- ilar sem e.t.v. þurfa mest á fjármagni að halda, fá minnst í sinn hlut. Og listamenn og menningarforkólf- ar sem stefna að stofnun íslenskrar menningarbyltingar hf., vita það ör- ugglega manna best að það vinsælasta og söluvænlegasta í menningunni á hverjum tíma er ekki alltaf mesta og besta listin. Það segir sagan okkur. Að styrkja þá sterku Málið er því nokkuð snúið. En auðvitað er allt fé sem inn kemur til menning- armála af hinu góða, jafnvel þó það fari fyrst og fremst í styrki til þeirra sem sterkastir eru fyrir og þeir veiku, sem hugsanlega eru þó vaxtarbroddur þeirrar menningar sem koma skal, verði að láta sér nægja molana sem hrjóta af borði þeirra betur settu. En svona hefur þetta auðvitað alltaf verið og verður væntanlega áfram. Stofnun íslenskrar menningarbyltingar hf. mun því væntanlega ekki valda neinni byltingu í menningarlífinu. En kannski mun hún auðvelda einhverjum að skapa meiri og betri list og þá er betur af stað farið en heima setið. Jóhannes Sigurjónsson. fáAatmeó

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.