Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Side 2
14 - Miðvikudagur 23. júlí 1997 ^agur-'Œantrat STEFÁNSDÓTTIR VILTU SPYRJA EÐA LEITA RÁÐA? VILTU SKIPTA, GEFA, ERTU AÐ SAFNA EINHVERJU? FLÓAMARKAÐURINN ER FYRIR þlG. VILTU KOMA EINHVERJU Á FRAMFÆRI? VIGDÍS ER VIÐ SÍMANN MILLI KL. 9 OG 10 þRIÐJUDAGA- FIMMTUDAGA OG SÍMINN ER 563 1629, FAX 551 6270, NETFANG vigdis@itn.is Maður getur alltaf á sig blómum bætt... Geitur í verkalýðsfélagi! IOakland Kaliforníu er háskóli sem heitir Mills College, sem er eingöngu ætlaður konum. Skólinn á 135 ekru landsvæði, þar sem gróðurinn er að mestu leyti samsettur úr þyrnirunnum og öðrum slíkum jurtum. Sem sagt ekki beint fýsilegur til útivista, alla vega ekki fyrir berfætta. Nemendur og kennarar í skólanum brugðu á það heillaráð að fá til liðs við sig 500 geitur, sem koma á sumrin í 2 vikur í senn. Konurnar kærðu sig nefni- lega ekkert um mengandi vélar á landareigninni,- Geiturnar troða gróðurinn niður og eta og skilja landið eftir betra til ræktunar en áður. Sem sagt, umhverfis- væn og góð lausn. En svo kom babb í bátinn. Verkalýðsfélagið á staðnum uppgötvaði nefnilega geitur- nar og komst að þeirri at- hyglisverðu niðurstöðu að þær væru að taka vinnu frá mannfólki. Það væri hreint ekki gott og verkalýðsfélagið yrði af talsverðu fé, sem annars myndi renna í sjóði þess. Konurnar leystu vanda- málið með glans. Þær ein- faldlega innrituðu geiturnar í verkalýðsfélagið! ’ Vatnsvörn og þvottefni Kona hafði samband við blaðið og sagði farir sín- ar ekki sléttar. Hún hafði keypt forláta úlpu, með vatns- vörn og fengið í hana blettj. Til þess að vera viss um að skemma ekki vatnsvörnina, þvoði hún úlpuna í höndunum, mjög varlega og notaði eitt af nýju þvottaefnunum sem mikið eru auglýst og eiga að henta hverskonar þvotti. Þegar úlpan þornaði, kom í ljós að vatnsvörnin var ónýt. Þvottaefnið hafði eyðilagt hana. Konan hafði samband við selj- anda úlpunnar og kvað hann þetta ekki óalgengt. En það nær ekki nokkurri átt, að fiíkur sem ekki eru merktar sérstaklega, megi ekki þvo og að þvottaefni skemmi vatnsvörn án þess að þess sé getið í notkunarleið- beiningum. Ef fleiri lesendur hafa slíka reynslu, þá væri gott að heyra frá þeim og athuga hvort um sama þvottaefni er að ræða í mörgum tilfellum. Frá lesendum • • • Heimilisfengið <-n Dogur-Tímiim, Stirandgölu 31, pósthóif 58, 602 Akurcyri cða I*vcrholti 14 Rcykjacik. Nctfeng; ritstjoriíi’dagur.is, feur. 460 6171 í fólskulegum greipum forsendna Berglind Steinsdóttir skrifar Þannig er, að eftir 17. júní birtist í DV frétt um frið- sæla þjóðhátíðarnótt í miðborg Reykjavíkur. Einhverjum á Degi-Tímanum fannst þessi frétt bera vott um fátæklegan ritstjórnarfund Þverhyltinga, dró fyrirsögnina út úr og setti á hana nýja: Gúrka? Illuga, pistlahöfundi Dags- Tímans og RÚV, (sem sjálfur er reykvískur mið- bæingur) varð öðruvísi við enda hafði hann aðra sögu að segja en sá blaðamaður DV sem leið hafði átt um mið- borgina þessa nótt. Allir þessir pennar snertu mig með sama hætti sem fyrr- um miðborgar- búa. Hefði ég verið búin að gleyma því hefðu þannig téðir blaðamenn riljað upp fyrir mér marga svefnlausa helgarnóttina í friðsælli Reykja- vficurborg þegar skemmtistað- urinn í götunni fyrir neðan hús- ið mitt úðaði yfir hverfið allra- handa heyrnarmengun langt fram yfir leyfilegan opnunar- tíma sinn og gerði ekki aðeins Aðeins hjá borgar- stjóra fékk ég þau svör að einhvers staðar yrðu vondir að vera og ég hefði vessgú valið mér þetta hlutskipti. mig brjálaða heldur alla sem ég umgekkst, rændi ekki aðeins mig og aðra fullorðna næturró og -svefni heldur varð þess valdandi að foreldrar gáfu ungu barni sínu svefntöflur. Hátalarar vörpuðu tónlist- inni út á götu og brutu þannig gegn lögreglusamþykktum svefnfriði margra Reykjavíkur- búa. Ég bar mig upp við ýmsa embættismenn sem velflestir skildu mig svo vel, jaáh, hjá fé- lagsmálaráði, heilbrigðiseftirlit- inu, lögreglustjóraembættinu og þróunarfélaginu. Aðeins hjá borgarstjóra fékk ég þau svör að einhvers staðar yrðu vondir að vera og ég hefði vessgú valið mér þetta hlutskipti, og einn nætursímavörð- ur hjá lögregl- unni bað mig þess lengstra orða að hætta þessu væli, loka glugganum og fara að sofa (nema hann var ekki alveg svona kurteis). Ég er vissulega þungamiðjan í eigin lífi en ég taldi mig samt líta aðeins fram fyrir naflann á mér. Upplifun fólks á hlutunum getur verið svona misjöfn. Vinir mínir sögðu mér að ganga í lið með ljendum mínum fyrst ég gæti ekki sigrast á þeim - en einhvern veginn vildi ég sjálf ráða því hvar og hvenær ég drollaði úti á næturnar. Og ég þraukaði þangað til kaupandi aumkaði sig yfir mig. Ég myndi þakka mínum sæla ef ég héldi að hann hefði átt einhvern hlut að máli en ég held að ég verði bara helst að prísa sjálfa mig og kannski miskunnsama kaup- andann. Nú undrar mig stundum enn hvað veldur þessu áhugaleysi borgaryfirvalda og annarra á böli miðbæinga. Varla getur það verið peningavonin því að ég fæ ekki betur séð en að markaðurinn sé mjög hverfull og fúlsi við vinsælum stað upp úr þurru ef því er að skipta. Þannig hefur meindýrið í lífi mínu sem miðborgara trúlega skipt árlega um nafn, útlit og eigendur um leið og það sekkur í botnlaust hyldýpi minnkandi aðsóknar, vaxandi skulda og yfirvofandi gjaldþrots. (Ég túlka og met út frá mínum bæjardyr- um, mér er ekki sýnt út um aðrar.) Hér er ég aðeins að tala um óhljóðin, ég nefni ekki einu sinni óþrifin. Þess vegna hefði ég fegin viljað sjá meiri umræðu og gjarnan einhverjar aðgerðir í kjölfar þjóðhátíðarnæturinnar, sjá blaðamenn klífa aðra sjón- arhóla en sína eigin, víðsýna og margátta, og annað hvort færa mér heim sanninn um gildi kvartana minna eða bera á það sannfærandi brigður. Þessa forsendu flótta míns úr miðbænum getur að líta frá mínum bæjardyrum. Vegna skoðana Brynjólfs á forsjárdeilu ✓ Degi-Tímanum lét Brynjólf- ur í ljós skoðun sína á for- sjárdeilu Sophiu Hansen. Honum finnst ríkið eigi að bera kostnað af málaferlunum og greiða henni ýmis konar bætur. Ég get að nokkru leyti verið sammála Brynjólfi um ýmis at- riði, en skoðun hans vekur upp spurningar um öll þessi mál. T.d manninn sem þurfti að greiða allan kostnað til að sanna að hann væri ekki faðir af barni. Sýslumaður kvað láta dæma hann föðurinn á veikum grunni ef undirskrift hans lægi ekki fyrir. Þetta var opinber starfsmaður sem hótaði honum og ungi maðurinn hafði ekki efni á að standa í málaferlum. Á hann ekki allan rétt á að fá skaðabætur, ranglega greitt meðlag og málskostnað greidd- an frá rflcinu, Brynjólfur? Feður sem þurfa að punga út milljón- um í lögfræðinga, sálfræðinga og dómstóla til þess eins að fá manneskjulega umgengni við börn sín, eiga þeir ekki rétt á greiðslu frá rflcinu? Stjórnvöld ota karlmönnum út í forsjár- deilur vegna aldagamalla hefða í þessum málaflokki. Margir feður hafa ekki fjármagn til að standa í málaferlum, tapi þeir málinu (sem þeir gera nær allt- af) lendir allur málskostnaður- inn á þeim. Mæður valda börn- um sínum, feðrum þeirra og oft heilu íjölskyldunum ómældum skaða með framferði sínu í um- gengnis- og forsjármálum. Drífa í Dómsmálaráðuneytinu kallar það að feður vilja ekki skipta sér af börnum sínum. Eru þessar konur ekki skaða- bótaskyldar? Eins og þú sérð Brynjólfur er ekki ein báran stök í þessum málum. Ég vona svo sannarlega að þér finnist ekki Sophia Hansen ein og sér eiga kröfurétt á íslenska rflcið. Við erum margir sem stöndum í sömu sporum og hún, en hér á íslandi! Einu löglegu lagabrjót- arnir í íslensku þjóðfélagi eru konur sem telja börn einkaeign sína. Hvaða skoðun hefur þú á þessu, Brynjólfur. Sigurður Guðmundsson Akureyri

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.