Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Page 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.07.1997, Page 12
jDttgur-®inmm Miðvikudagur 23. júlí 1997 Venjulegir og demantsskomir tnilofunarhringar Afgnreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 I rigningu sem sól geta vegfarendur í miðbœnum átt von á að hittafyrir ungt fólk sem hefur skellt sér úr galla- jakkanum ogfelu- litabuxunum og brugðið sér í nœlon- sloppa og litfagra búninga - og er þó hvorki steggur né gœs... Götuleikhús Hins hússins hefur í fjögur ár gert sitt til að brjöta upp Laugavegsrápið og miðbæjarröltið með góðum árangri. Þar sem við stormum ábúðarfull með geysimikilvægt erindi í bankann að borga gíróseðilinn frá stöðumæla- verðinum, eða kaupa nærjur í Kjör- garði, er léttir að horfa upp á stráka og stelpur leggjast á götu, sofna á bekkjum, sletta fótum eða blaðra ein- hverja vitleysu. Kolbrún Erna Pétursdóttir hefur þjálfað hópinn, sem samanstendur af skólafólki og krökkum í starfsnámi, í sumar. Leikhópurinn þjálfar á morgnana og svo hoppa þau út eftir hádegi svona þegar veður og skapið leyfir. Fyrirtæki og stofnanir hafa líka verið dugleg við að panta sýningar frá hópnum og eru margir krakkarn- ir orðnir ansi flinkir, segir Kolbrún, eftir sumarið. Lúrir hún á steinkantinum. Gagga og Kristín sátu við að lakka neglur og kynntu sig góðfúslega með Lólóarhreim ellegar -Bibbu. Kvaðst önnur vera frá „Grundó" og sjá hana Göggu sína alltof sjaldan en svo vildi svo óheppilega til að „við læstum okk- ur úti, sjáðu til, vorum að redda gúrkum á augun..." Þær báru sig aumlega vinkonurnar, fundu enda engan stiga þrátt fyrir mikla leit, né neina björgunarkarla. „Þessir karlar eru allir í einhverjum björgunarliðsæfingum," sögðu þær og dæstu. GAGGA: Við höfum sem sagt bara „bjútímeiköppið" hérna í sólinni. Annars er þessi maski búinn að vera ansi lengi en það hlýtur að vera gott fyrir húðina, maður hlýtur bara að verða fjallmyndarlegur." Hver hefur ekki alltaf þráð að faðma Ijósastaur - en aldrei látið það eftir sér? Fengu sér kaffipásu á Austurvelli, Af Hirerju elcki? Ertu að leita að bifreiðaverkstæði, bókabúð, bólstrun eða... Af hverju kíkirðu ekki í Gulu bókina? Þjónustuskráin kemur þér skemmtilega á óvart. Gula bókin sími 520 2000

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.