Dagur - Tíminn Akureyri - 26.07.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 26.07.1997, Blaðsíða 5
lUigm-mtnmtn Laugardagur 26. júlí 1997 - 5 É F R E T T I R Skattar Skattaglaðningur á næstu dögum Það bíða sjálfsagt margir spenntir eftir að komast í bækurnar sem þessir menn eru að glugga í. Álagningarseðlar landsmanna fara í póst á næstu dögum og síðan munu skattskrárnar liggja frammi á skattstofunum. Ríkissjóður sendir 6.000 milljónir til ein- staklinga í ágúst. Álagning ársins skilar 400-500 milljónum umfram áætlun fjár- laga. / = Alagning einstaklings- skatta er nokkurn veginn í takt við áætlun Ijárlaga, en greiðslur barnabótaauka eru þó heldur (10%) lægri en búist var við, sem rekja má til meiri tekjubreytinga 1996 en reiknað var með, segir í greinargerð tjármálaráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda 1997. Heildarálagning tekju- skatts (af tekjum síðasta árs) nemur 36 milljörðum króna, sem er 4,5 milljörðum (14%) hækkun milli ára. Einstaklingar mega búast við samtals um 6 milljarða greiðslum frá ríkis- sjóði um mánaðamótin júli/ágúst. Þarna er um að ræða 3,5 milljarða vaxtabætur, 2,8 milljarða endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum (aðallega , vegna hlutabréfakaupa, bxla- styrkja og dagpemnga) og 1,3 milljarða í barnabætur og barnabótaauka. Til frádráttar kemur 1,5 milljarðar til skulda- jöfnunar upp í eldri skatta- og meðlagsskuldir, en 6 milljarðar verða greiddir út. Tekjuskattur fyrirtækja er nær 6,1 milljarður, sem er tölu-. vert, eða nær 500 milljónum, hærri en áætlað var og nær 900 milljónum (17%) hærri upphæð en á síðasta ári. Skýringin er batnandi afkoma fyrirtækja. í heildina litið áætlar fjár- málaráðuneytið að álagning ársins bæti afkomu ríkissjóðs um 400—500 milljónir m.v. áætlun ijárlaga. Sá fyrirvari er samt gerður að óvenjulega mik- ið var um skattaáætlanir í ár, bæði hjá einstaklingum og fyr- irtækjum. Af tekjuskatti einstaklinga innheimtust 30 milljarðar (84%) í staðgreiðslu á síðasta ári, þanmg að 6 milljarðar eru enn- þá ógreiddir. Sjómannaafsláttur kostar ríkissjóð um 1.550 millj- ónir á árinu, sem skiptist á 10.400 sjómenn, um 149.000 kr. að meðaltali á hvern þeirra. Álagður hátekjuskattur (5%) nemur nær 460 milljónum sem er talsvert (11%) hærra en áætlað var, sem fyrst og fremst er skýrt með þriðjungs fjölgun greiðenda. Um 3.800 hjón og 3.200 einstalingar greiða há- tekjuskatt í ár. - HEI Hafnarfjörður Refsidómur ekkihús óhann Bergþórsson og Ellert Borgar berja í bresti meirihlutasamstarfs með- an Alþýðuflokkur skoðar sfn mál. Jóhann G. Bergþórsson og Ell- ert B. Þorvaldsson bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hafa sent frá sér yfirlýsingu, um- ræðu um slit meirihlutans í Hafnarfirði. Þar vísa þeir á bug þeim sögusögnum að Verkfræði- stofa Jóhanns hafi keppt um kaup húseignarinnar að Strand- götu 28 við Hafnarfjarðarbæ. Segja þeir húsið margsinnis hafa verið boðið Hafnarfjarðarbæ til kaups á síðustu 6 árum, en aldrei staðið til að bærinn keypti húsið.Þeir segja meirihlutann standa óhaggaðan enda hafi bæj- arfulltrúarnir Tryggvi Harðarson og Valgerður Guðmundsdótúr lýst yfir fullu trausti á bæjar- stjórann Ingvar Viktorsson. Þeir telja því að þrátt fyrir að nokkur trúnaðarbrestur hafi orðið í kjöl- far yfirlýsingar Tryggva og Val- gerðar um að samstarfið væri óheppúegt fyrir Alþýðuflokkinn, þá vúji þeir berja í brestina og halda samstarfinu áfram. Alþýðuflokkurinn hefur meiri- hlutasamstarfið til skoðunar og Tryggvi hefur greint frá því að Strandgötumálið sé ekki ástæða yfirlýsingar þeirra Valgerðar, heldur refsidóm Jóhanns Bergþórssonar. HH Hlutabréf Mikill áhugi var á hlutabréfum Samvinnuferða-Landsýnar sem seld voru í morgun. Fólk var mætt í biðröð klukkan sjö í morgun og seldust bréfin á hálftíma. Er ekki að efa að margir líta á bréfin sem farmiða til landa auðlegðar og allsnægta. Bolungarvík Yfírlýsing frá Bakka Fyrirtækið Bakki í Bolungarvík vill ekki kannast við óánægju með tölvueftirlitskerfi þess, en Dagur Tím- inn stendur við sína frétt. Yfirmenn Bakka í Bolung- arvík, trúnarmenn starfs- fólksins og Verkalýðs og sjómannafélagið á staðnum hafa sent frá sér yfirlýsingar, þar sem segir að enginn kann- ist við að starfsfólk sé óánægt með fyrirkomulag á upplýsing- um fyrirtækisins um fram- leiðslu starfsfólks. Fram kom í Degi Tímanum í gær að tölvu- kerfi fiæðilínu skráir vinnslu- hraða einstakra kvenna, nýt- ingu og ljölda galla oíl. Þessar upplýsingar hafa síðan oft verið hengdar upp á vegg í fyrirtæk- inu. Iljá Bakka vilja menn ekki kannast við óánægju yfir þessu, en Dagur Tíminn stendur við sína frétt. - vj Landsvirkjun Óvissa um uppgræðslu Uppblástur í islenskri náttúru. Landsvirkjun metur stöðuna í Ijósi þess að samningsdögum um stækkun Laxár- stífiu var hafnað. Veiðifélag Krákár og Laxár hafnaði samningsdrögum við Landsvirkjun um hækkun stíflu í Laxá, með 19 atkvæðum gegn 17, á fundi miðvikudaginn 23. júh', en mikl- ar deilur hafa verið um málið meðal heimamanna. f blaðinu í gær sagði Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunnar nið- urstöðu fundarins vonbrigði. Stjórn Landsvirkjunnar hélt fund um málið í gær og sendi frá sér tilkynningu til íjölmiðla. í tilkynningunni lýsir sjórn Landsvirkjunar því yfir að fyrir- tækið hafi allt síðan 1983 tekið þátt í kostnaði við uppgræðslu í Krákárbotni og muni verja til þess fjórum milljónum á þessu ári. Af fréttatilkynningu stjórn- arinnar má ráða að ekki verði á vísan að róa um slíkt samstarf í ljósi þess að samningsdrögun- um var hafnað. Stjórnin segir að henni þyki miður að samn- ingsdrögin skyldu ekki hljóta brautargengi og hyggst kanna betur stöðu þessara mála með hliðsjón af því sem á undan er gengið og ráðgast við fyrrnefnd félög um framhald þeirra. IIH Samvörður 97 Finn skjálfti etta gengur fínt. Nú eru úti á vettvangi milli 200 og 300 manns. í morgun var varpað út sjúkrahúsi úr flutningavél skammt norðan við Eyrarbakka og fyrir klukkutíma var tilkynnt um stórt slys í litlu íbúðarhverfi við Saltvík á Kjal- arnesi. Þar eru vegir í sundur og ekkert flugveður en fyrir ut- an hggur norskt varðskip," seg- ir Arni Birgisson, skipulags- stjóri Samvarðar 97, þegar blaðið forvitnaðist um gang mála um hádegisbilið í gær. Á æfingunni er líkt eftir af- leiðingum öflugs jarðskjálfta en Árni segir að tilkynnt sé um verkefnin smám saman. „Þetta er ekki einhver ákveðin stærð af jarðskjálfta því þá þyrfti að fara fram mjög umfangsmikil áhættugreining sem er mjög kostnaðarsöm og tímafrek. Því má segja að við spilum ekki allt leikritið heldur tökum við ákveðna kafla og æfum þá sér- staklega," segir Árni. Æfingunni lýkur síðdegis á morgun. AI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.