Dagur - Tíminn Akureyri - 26.07.1997, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 26. júlí 1997
IDagur-Htmirax
F R E T T I R
Tölvur
2000 vandamál
Nýútkomin skýrsla
ríkisendurskoðunar
um ártalið 2000 segir
rekstraröryggi fjöl-
margra stofnanna
geta verið í hættu
verði ekki brugðist
við vandanum sem
fyrst.
s
t er kominn skýrsla ríkis-
endurskoðunar um ártal-
ið 2000 og endurskoðun
upplýsingakerfa en fyrirsjáan-
legt er að ýmis vandamál munu
koma upp þegar nota þarf ár-
talið 2000 í tölvuvinnslu. í
skýrslunni segir að vandamálið
sé ekki eingöngu bundið við
stórtölvur heldur sé þetta þekkt
vandamál í mörgum nýrri teg-
undum tölvuumhverfa. Vanda-
máhð er heldur ekki bundið við
hugbúnaðarkerfi sem skrifuð
hafa verið fyrir einstakar stofn-
anir. Það nær og tU almenns
notendahugbúnaðar, kerfishug-
búnaðar og vélbúnaðar.
Þá er í þeim kerfum sem
vinna með dagsetningar fram í
tímann ekki nægUegt að búið sé
að leysa þetta vandamál 31.
desember 1999 heldur er loka-
fresturinn í sumum tilvikum 31.
desember 1998 eða jafnvel fyrr.
Þetta vandamál er ekki bundið
við upplýsingakerfi, það nær og
til annarra kerfa sem byggja á
tölvum, svo sem símkerfa, sjálf-
stýringa ýmiss konar og jafnvel
tölvuúra. Vandamál tengd hug-
búnaði eru tvenns konar: Ann-
ars vegar viðurkennir hugbún-
aður „00“ ekki sem ártal og
hins vegar, þegar reikna þarf út
tíma mUli tveggja dagsetninga,
þar sem annað ártalið er t.d.
1997 og hitt 2011, verður nið-
urstaðan ekki 14 heldur 86 ár.
Ástæðan er sú að hugbúnaður-
inn vinnur aðeins með tvo stafi
sem ártal þ.e. 97 og 11.
Rekstraröryggi í
hættu
Þá segir í skýrslu rUdsend-
urskoðunnar að vandamálið
virðist einfalt úrlausnar í fyrstu
þar sem hér er ekki um tækni-
legt vandamál að ræða heldur
lýtur það einungis að fram-
kvæmd, þ.e. með hvaða hætti
forritarar hafa hagað vinnu
sinni. En ef ekki er brugðist við
í tíma, getur rekstraröryggi
þeirra stofnanna sem byggja
starfsemi sína á slíkum kerfum
verið í hættu. Hið raunverulega
vandamál felst í því hve tölvu-
vinnsla er orðin umfangsmikil.
Afleiðingar þess að leiðrétting-
um á upplýsingakerfum ríkisins
verði ekki lokið fyrir árið 2000
geta verið allt frá því að valda
smávægis óþægindum til þess
að upplýsingakerfin verði ónot-
Ekki auravonin
ein sem ræður
Endurvinnsla
Forritarar verða að hafa snör handtök ef ekki eiga að hljótast af veruleg vandræði í tölvukerfum árið 2000.
hæf. Einnig getur þetta valdið
því að niðurstöður úr tölvukerf-
um séu óáreiðanlegar eða ónot-
hæfar og því óendurskoðunar-
hæfar og vera kann að endur-
vinna þurfi mikið magn upplýs-
inga eftir öðrum leiðum. Talið
er að vandamálið á heimsvísu
komi til með að verða dýrasta
vandamálið í sögu mannkyns.
rm
Nýr og fullkominn
miöstöðvarketill fró CTC
♦ Allt að 25% sparnaður frá eldri gerðum (m.v. olíu).
♦ Oflug álagsstýring á rafmagni.
♦ Skiptir sjálfvirkt á milli olíu og rafmagns.
♦ Varmaskiptir fyrir neysluvatn.
♦ Stillanlegt hitastig á miðstöðvarvatni óháð hita ketils-
ins (sparar mikla orku).
♦ Þægilegur í uppsetningu, er á stærð við þvottavél.
Ennfremur mikið úrval af hitadunkum á lager.
CTC Regent
Fjölnota miðstöðvarketill fyrir rafmagn,
olíu og viðarbrennslu
Okkar mat:
Frábær miðstöðvarketill.
Hentar öllum heimilum þar sem orka, sparnaður og
rekstraröryggi þurfa að fara saman.
Flmm fælrl I einu!
1. Kraftmiklar rafmagnstúpur. Rafmagnsketill
2. Brennsluhólf fyrir olíubruna. Olíuketill
3. Brennsluhólf fyrir við eða kol. Viöarketill
4. InnbyggSur neysluvatnskútur. Neysluvatnskútur
5. Álagsstýring. Sparar orkukaup
Ljósgjafinn hf.
Alls 1.560 tonn af
plasti og áli úr
umbúðum öls og
gosdrykkja flutt út
árlega.
Skil íslendinga á öl- og gos-
drykkjaumbúðum til end-
urvinnslu er hlutfallslega
með því hæsta sem þekkist í
heiminum, að sögn umhverfis-
ráðherra. Og þar virðist langt í
frá auravonin ein sem þessu
ræður, ef marka má þúsunda
tonna skil á gömlum dagblöð-
um í gáma.
Um 85% allra öl- og gosum-
búða skilaði sér í fyrra. Endur-
vinnslan tók við um 3.500 tonn-
um (rúmum 50 kg. á fjölskyldu)
af plast-, ál- og glerumbúðum á
ári. Um 1.130 tonn af plasti og
430 tonn af áli úr þessum um-
búðum eru flutt út árlega og
seld erlendum endurvinnslufyr-
irtækjum.
Greiðslur eru greinilega ekki
eina ástæðan fyrir þessari
skilasemi landsmanna. Því
landsmenn skiluðu 3.000 tonn-
um af dagblöðum til endur-
vinnslu í gáma á síðasta ári, án
þess að fólk fengi nokkra aðra
umbun fyrir en að leggja sitt af
mörkum til umhverfisverndar.
Þetta svarar til 40-45% af öllum
þeim dagblaðapappír sem fiutt-
ur er til landsins. Skil á dag-
blaðapappír halda áfram að
aukast jafnt og þétt og voru um
íjórðungi meiri á fyrri hluta
þessa árs en í fyrra.
Skil á pappafernum til end-
urvinnslu virðast stefna í sömu
átt, en móttaka á fernum hófst
fyrst í fyrra. Um 45 tonn af
fernum var skilað á fyrstu 6
mánuðum þessa árs. - HEI
Norðurland vestra
Skorað á
stjómvöld
Héraðsráð Skagfirðinga
Qallaði um vanda lands-
byggðarsjúkrahúsanna á
fundi sínum nýlega og sam-
þykkti þá eftirfarandi ályktun:
„Að undanförnu hefur mikið
verið rætt um góðæri í þjóðar-
búskap íslendinga og lýsti for-
sætisráðherra þeirri skoðun
sinni í fréttum nú nýlega, að
það svigrúm sem nú skapist,
verið nýtt til að styrkja heil-
brigðis- og menntakerfi lands-
manna. í ljósi þessa skorar
Héraðsráð Skagfirðinga á
stjórnvöld að hætta við áform
um 160 milljóna króna niður-
skurð á ijárveitingum til lands-
byggðarsjúkrahúsa á næstu
þremur árum.“