Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Page 3
—!l-:- Jlagur-'2Itmmn LIFIÐ I LANDINU írarnir eru mœttir og nú sennilega fjölmennari en nokkru sinnifrá landnámsöld. Þá voru þeir fluttir hingað nauðugir en nú koma þeir sjálf- viljugir og glaðir í bragði. Á annað þúsund íra á völlinn Pað eru ekki bara 20 knatt- spyrnumenn, þjálfarar og far- arstjórar sem hingað eru komnir frá írlandi vegna þessa mikilvæga landsleiks frænd- þjóðanna, íslands og írlands. Vel á annað þúsund stuðnings- manna írska liðsins eru á land- inu. Til að stemmningin í hópn- um verði sem „írskust" kom hljómsveitin frábæra, The Merry Ploughboys, með hópn- um og leikur undir klyngjandi bjórkönnum og írskum fótbolta- húmor. Guðjón krefst sigurs Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari, krefst sigurs og einskis annars af okkar mönnum. „Við erum í þessu til að vinna,“ hef- ur Guðjón marg sagt. Nú er stóra tækifærið komið. Eftir frekar dapurt gengi undanfarið getur íslenska landsliðið, með heimasigri, risið úr öskustónni. Bestu úrslit liðsins til þessa í HM-kepninni er jafntellið við íra í Dublin. Nú er ætlast til að þeirri frammistöðu verði fylgt eftir með sigri. íslenska lands- liðið á enn möguleika að klára þessa keppni með sæmd. Dennis Irwin í annað sinn á íslandi Blaðamaður Dags-Tímans hitti Dennis Irwin og fleiri írska landsliðsmenn um síðustu páska á írlandi. Þá voru írarnir að búa sig undir útileikinn við Makedoníu. Undirbúningurinn það kvöldið fór fram á hinum geysi vinsæla pub á Burlington hótelinu í Dublin. Þá létu vinir vorir og frændur vel af sér og þrátt fyrir jafnteflið við íslend- inga í Dublin töldu þeir sig með mun betra lið og færu með sig- ur af hólmi í næsta leik, þ.e. í dag. Það var ekki fyrr en Irwin var minntur á þetta spjall sem hann var tilbúinn í stutt spjall við blaðið. Denis Irwin var fyrst spurður um veðrið hér og hvort það mundi trufla hann og fé- laga hans. „Nei. Það held ég ekki. Þetta er ekkert ósvipað veðrinu heima og á Englandi. Við erum vanir svolitlum kulda svo þetta ætti ekki að trufla okkur mikið.“ Síðasti leikur landanna í Dablin var ykkur erfiður. Var ekki súrt að ná aðeins jafntefli á heimavelli? „Það er rétt. Sá leikur var mjög erfiður. íslendingarnir lóku þá mjög góðan varnarleik. Þeir gáfu okkur engin svæði þannig að við sköpuðum okkur engin færi. Ég býst við að ís- lendingarnir hafi gert nákvæm- lega það sem fyrir þá var lagt og það er það sem allir eiga að gera. Nú verðum að snúa dæm- inu við því við verðum að vinna.“ Hvernig áttu von á að mót- staðan verði í dag? „Ég veit að þetta verður mjög erfiður leikur. íslending- arnir eru stórir og sterkir. Varnarlega er liðið mjög gott og þeir eiga eftir að reynast okkur óþægur ljár í þúfu. Ég vona bara að þeir reyni að sækja eitthvað á okkur þannig að við fáum möguleika á sóknarfær- um. Við eigum enn möguleika á að komast í lokakeppnina ef við vinnum tvo næstu leiki okkar og það er sú krafa sem þjálfarinn gerir. Það er alltaf erfitt að vera undir svoleiðis pressu en ég hef fulla trú á mínu liði.“ Dennis Irwin sagði blaða- manni Dags-Tímans að lokum að hann hefði komið hér áður með unglingalandsliði írlands. Það hefði verið mjög gaman og þeir unnið 0-1 eða hvort það Dennis Erwin í búningi bresku meistaranna frá Manchester var 1-2. Nú er ætlunin að þessi ferð verði ekki síður ánægjuleg og árangursrík. Blaðamaður tók undir það með knattspyrnu- kappanum en taldi það þó hræsni af sinni hálfu að óska honum og hans liði velfarnaðar á laugardaginn. En eftir þessa keppni má vegur íra vaxa sem mest íslendingum að meina- lausu. gþö laugardagur 6. september 1997 -15 n n %£& > \ Helgarpotturinn Mest selda tímarit í heimi er Hello sem sérhæfir sig í já- kvæðum fréttum af ríka og fræga fólkinu. Nokkurn dráttur hefur orðið á útkomu Hello þessa vikuna og lesendur blaðsins hér á landi eru ekki í vafa um að orsökin sé sviplegt Díana prinsessa andlát Díönu prinsessu og að ritstjórn blaðsins hafi lagt nótt við dag til að koma út veglegu minn- ingarblaði um hana. Mikil eftirspurn er hér á landi eftir þessu væntanlega blaði og hefur fólk látið skrifa sig á sérstaka lista í bókabúðum til að tryggja sér eintak. Sjaldan lýgur almannarómur, er stundum sagt. Á Akureyri virðist það ekki gilda í öllum til- fellum, a.m.k. var þessi frægi al- mannarómur búinn að láta Ak- ureyrarbæ kaupa íbúðarhús Al- freðs Gíslasonar við Þingvalla- stræti á uppsprengdu verði án Aifreð Gísiason þess að fyrir því væri flugufótur. Miklar breytingar hafa farið fram á lóðinni og húsið málað, en í því býr nú leigjandi Alfreðs, Daníel Þorsteins- son píanóieikari. r Agústa Johnson tekur á fullu þátt í samkeppninni í lík- amsræktinni - en - samkeppnin er ekki svo mikil að hún reyni ekki að ná samstöðu um eitt: að halda niðri launum kennara á stöðvunum. Hún boðaði til fundar meðal eigenda stöðv- Ágústa Johnson anna og reyndi að fá samstöðu til að sporna gegn „stjörnustæl- um“ eftirsóttra kennara. Við vit- um ekki niðurstöðuna, en veit Sam- keppnisstofnun þetta? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er meðal þeirra sem fagna 850 ára afmæli Moskvu um helgina. f gær átti hún hádegisverð með starfs- bróður sínum þar í bæ og bar margt á góma: einangrun húsa og hitaveita svo nokkuð sé nefnt. Alltaf fjör þar sem borgar- stjórar hittast! Að auki er ekkert til sparað, 50 milljónir dollara kostar veislan. Þrjú þúsund og fimm hundruð milljónir króna. Jón Baldvin Hannibalsson dvelst þessa helgi í Litháen á miklu málþingi um sambúð þjóða og grannasættir. Það eru engir aukvisar sem taka til máls á þinginu. Meðal ræðumanna eru Chernomyrdin, forsætisráð- herra Rússlands, Kwasniewski, forseti Póllands, Kuchina, for- seti Úkraínu, Constantinescu, forseti Rúmeníu, Stojanov, for- seti Búlgaríu, forsetar Eystrasaltsríkj- anna þriggja, Ulmanis, Brazauskas og Meri, einkavinur Jóns. Eru þá einungis fáein stórmenni upp talin, en í Helgar- pottinum telja menn víst að engir þeirra muni slá Jóni Baldvin við í ræðusnilld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sn Baldvin Hannibalsson

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.