Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Síða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Síða 9
LaugardafötíP W.' sepíer^berl $9$ - Ífí jOixgnr-'íTínniut LÍFIÐ í LANDINU „Nei, við vorum það ekki. Við vorum ólíkir menn með gjör- ólíka reynslu. Sigfús var að mínu mati fyrst og fremst skáld og heimspekingur, og sem slík- ur var hann óendanleg náma visku og þekkingar. Ég held að það hafi verið harmleikur fyrir hann að þurfa að sýsla við bók- hald og taka ákvarðanir sem áttu að skila gróða. hað var ekki hlutverk við hans hæfi. Magnús Kjartansson bað mig að taka að mér að gera ráðstaf- anir til að forða Mál og menn- ingu frá yfirvofandi gjaldþroti. hað tókst. Eftir það greindi okk- ur Sigfús á um framtíðarstefnu fyrirtækisins. Ég dró bók- menntasmekk hans aldrei í efa, hann var langt umfram minn smekk. Sigfús hataðist við allan popúlisma og fyrirleit allan af- slátt af gæðum. Hann var ósátt- ur við að ég vildi gefa út bækur, sem flokkuðust ekki allar undir hágæða fagurbókmenntir, en voru hins vegar góðar sölubæk- ur. hessi ágreiningur olli því að hann yfirgaf Mál og menningu og fyrirtækið fór í þann farveg sem það er í nú. í þessi átök blandaðist einnig póhtík í Al- þýðubandalaginu, en það er nú önnur saga.“ Sigfús orti eitt sinn Ijóð þar sem hann nefndi í kuldalegum tón mann sem vœri aðstoðar- maður utanríkisráðherra og átti þar greinilega við þig. Lastu þetta Ijóð? „Nei.“ Fréttirðu af því? „Nei, en ég bjóst alltaf við því að hann mundi einhvers staðar minnast á þessi ár, því þau voru honum ábyggilega mjög sárs- aukafuh.“ Hann hefur líklega aldrei fyrirgefið þér? „Ég geri ekki ráð fyrir því. Hann var alltaf þurr á manninn þegar við mættumst, en í síð- asta sinn sem ég hitti hann tók hann undir kveðju mína og við tókum saman tal í fyrsta skipti eftir þessa löngu Uðnu atburði. Ég veit ekki hvort það var vís- bending um sættir af hans hálfu.“ Meðganga þjóðarsátt- arinnar Þú varst á sínum tíma stjórnar- formaður Kron og fram- kvœmdastjóri Miklagarðs. Allt hrundi það með miklum látum. Hefði verið hœgt að forða því? „Kron starfrækti þó nokkuð mikið af verslunum, en veltan var lítil. hað var mat manna að annað hvort yrði að taka stórt stökk fram á við eða einfaldlega hætta starfseminni. hað var ákveðið að fara út í íjárfesting- ar. í þeirri ákvörðun fólst tölu- verð áhætta. Svo fór að Ijárfcst- ingarnar skiluðu sér illa. Sam- hliða þessu „stóra stökki" okkar í Kron fóru fram hatrömm og óvægin átök innan Sambands- ins sem við vorum aðilar að og áttum sameiginlega Miklagarð h/f, og viðskipti Kron við Sam- bandið voru umfangsmikil. Ég var í stjórn Sambandsins á þeim örlaga árum, auk þess sem við Guðjón B. vorum góðir vinir. hessi átök gerðu mark- vissar ákvarðanir erfiðar á báð- um stöðum og svo fór að báðir aðilar hættu störfum og voru í reynd gjaldþrota. Seinna spurði ég mig þeirrar spurningar hvort átökin, vinnan og lætin hefðu borgað sig. Ég veit það ekki.“ Starfsferill þinn hefur verið afar fjölbreyttur. Þú varst um tíma aðstoðarmaður Ragnars Arnalds í fjármálaráðuneytinu. Voru það erfið ár? „hau voru ansi erfið. hað urðu mikil átök við heilbrigðis- stéttir. har beitti ég mér mjög, en það tók langan tíma að ná lausn í þeim deilum. Ýmsir urðu sárir eftir þau viðskipti en „Sonur minn veiktist afhvít- blœði og lést sautj- án ára gamall. Eg fékk ekki leyfi til að heimscekja hann nema einu sinni. Ncest varð ég að stelast inn í sjúkrahúsið. Móðir hans hafði lofað lceknunum að láta mig vita þegar hann dó. Hún gerði það ekki.(< þegar ég lét af störfum fékk ég blómakörfur frá íjölda félaga innan heilbrigðisstéttarinnar með þakklæti fyrir samstarfið, og stærstu félögin tilkynntu mér að kjaramál þeirra hefðu aldrei staðið betur en eftir samninga við mig. hegar ég lauk starfi sem að- stoðarmaður íjármálaráðherra varð ég framkvæmdaastjóri Dagsbrúnar. Reynsla mín í fjár- málaráðuneytinu hafði fært mér skilning á því að hin hefð- bundna aðferð að fara í verkfall til að fá hærri laun skilaði ekki kjarabótum. Ég hafði orð á því að það yrði að leita nýrra leiða. Ég held að óg sé kannski fyrsti maðurinn innan verkalýðs- hreyfingarinnar sem hélt því fram opinberlega að nauðsyn- legt væri að semja um kaup- mátt en ekki prósentur. Guð- mundur jaki hreifst mjög af þessari hugmynd. Meðgöngu- tími þessarar hugmyndar var fjögur ár, hún var fyrst reynd 1986 en varð að veruleika með þjóðarsáttinni 1990.“ Byltingarsinninn Jón Baldvin Þú hefur í mörg ár verið ná- inn samstarfsmaður Jóns Bald- vins og varst um tíma aðstoðar- maður hans í utanríkisráðu- neytinu. Hverjir eru kostir Jóns Baldvins og hvaða veikleika hefur hann? „Kostir Jóns eru yfirburða greind og mjög góð yfirsýn. Hann er óhemjumikill baráttu- maður, gefst aldrei upp og hefur vinnuþrek meira en nokkur annar maður sem ég þekki. har að auki hefur Jón mjög mikla leiðtogahæfileika. Ilann er bylt- ingarsinni og pólitískt séð er það sennilega mesti veikleiki hans. Hann hefur róttækar skoðanir á samfélaginu, ögrar því mönnum og raskar ró þeirra. íslendingum stendur ógn af breytingum og Jón Baldvin er maður breytinga, enda hefur honum tekist að breyta heil- miklu. Sem einstaklingur hefur hann eiginleika sem eru fólgnir í ákveðnum bóhemískum lífs- háttum sem íslendingum falla ekki, og allra síst hjá stjórn- málamönnum." Hvað finnst þér um það uppátœki hans að snúa sér frá stjórnmálum? „hað er mikil eftirsjá að hon- um. íslensk stjórnmál verða ekki söm og jöfn í alllangan tíma á eftir. hað var happdrætt- isvinningur fyrir Alþýðuflokkinn að eignast mann eins og Jón Baldvin. hað er einstakt að svo lítill flokkur geti kallað fram svo sterkan leiðtoga." Af hverju varðst þú aldrei þingmaður? „Ég hef aldrei lagt mig eftir því að tala eins og ég held að menn vilji að þingmannsefni tali. Ég segi hug minn og er kannski alltof hreinskilinn. Ég hafði ekki löngun til að hags- munatengja hugsun mína. Ég varð að vera hlutlægur og obj- ektívur, jafnvel þótt það væri andstætt stefnu flokks. Ég vildi ekki læra þetta póhtíska hand- verk. Karakter minn bannaði mér það. Ég held að þessir eig- inleikar mínir hafi verið þess valdandi að ég bauð mig aldrei fram. Ég hefði hins vegar orðið góður þingmaður." Þú hefðir sem sagt gjarnan viljað verða þingmaður? „hað er alveg ljóst að á ákveðnu tímabih hefði ég ekki slegið hendinni á móti því. Allt frá því ég kom frá námi og þar til ég lét af störfum sem aðstoð- armaður Jóns Baldvins var ég í miðri póUtískri hringiðu. Ég get ekki kvartað undan því að hafa ekki haft póUtísk völd, því þau störf sem ég hef unnið hafa fal- ið í sér ansi mikil völd og meiri en hjá venjulegum alþingis- manni.“ Varstu beðinn um það á dög- unum að sœkja um stöðu fram- kvœmdastjóra Alþýðuflokksins? „Eftir að umsóknarfrestur var útrunninn var ég beðinn um að taka að mér í hálfu starfi að vera framkvæmdastjóri með einn umsækjandann sem skrif- stofustjóra. Ég féllst á þetta, enda sagðist ég ekki ráða mig til langs tíma og um þetta yrði að vera algjör samstaða. hegar til kom reyndist sú samstaða sem mér var talin trú um að væri fyrir hendi ekki til staðar. MáUð féll því sjálfkrafa niður.“ Varstu ekki blekktur, og mis- líkar þér ekki við þá menn sem blekktu þig? „Mér þótti vissulega miður að ekki skyldi hafa verið búið að ganga úr skugga um stuðn- ing við þessa beiðni forystu- mannanna áður en málið var formlega tekið upp í fram- kvæmdastjórn. Mér sárnaði framsetning málsins í íjölmiöl- um.“ Áföll og sorg Það hefur gengið á ýmsu í lífi þínu. Hefurðu komið þér upp þykkum skráp? „Ég fékk hann snemma. En það er dálítið skrítið að þótt skrápurinn væri orðinn nokkuð harður þá titraði aUt þar fyrir innan. hað er engin óskastaða mín að eiga í átökum, en það leiddi samt aldrei til þess að ég hætti við að taka ákvarðanir sem mér fannst vera réttar. En rógur- inn var oft mikill og það var reyndar ótrúlegt hvað fólk leyfði sér að ganga langt í þeim efnum, einkum í skjóli nafnleyndar. Á þeim tíma er ég var aðstoðar- maður Jóns Baldvins hótaði nafn- laus símamaður mér til dæmis lífláti og sagði að ég skyldi gæta barnanna minna vel.“ Þú ert tvígiftur, var fyrra hjónabandið mjög erfitt? „Ég kynntist fyrri konu minni þegar ég var við nám í hýska- landi. Móðir hennar var með- limur í Ilitlers æskunni. Faðir hennar var Austurríkismaður sem hún aldrei sá. Ilún ólst upp í sárri fátækt hjá pólskri ömmu sinni, sem var alltaf ósátt við eiginmann sinn sem var þó löngu látinn. Allt gerði þetta persónuleika hennar flókiim og mjög viðkvæman. Samband okkar varð ekki erfitt fyrr en eftir að sonur okk- ar fæddist. Hún neitaði að hafa hann hjá sér og sendi hann heim til móður minnar sem tók hann að sér. Næstu árin dvaldi drengurinn hér heima eða heimsótti hýskaland. hegar hann var tíu ára fékk móðir hans að fara með hann til hýskalands gegn því að Iofa honum að hann fengi að koma heim tU að fara í skóla. Hún stóð ekki við það loforð sitt og innritaði hann nauðugan í skóla í hýskalandi. Hann vildi ekki vera hjá henni, bað mig að taka sig heim og ég sótti hann til Berlínar. Móðir hans kom hing- að og við gerðum sátt, sem ég sé alltaf eftir að hafa gert og fólst í því að hún fékk að fara með drenginn til hýskalands gegn því að hann dveldi í sum- arfríum hér heima. Hún stóð ekki við þann samning, né aðra samninga sem við gerðum síð- ar. Sonur minn veiktist af hvít- blæði og lést sautján ára gam- all. Ég fékk ekki leyfi tU að heimsækja hann nema einu sinni. Næst varð ég að stelast iim í sjúkrahúsið. Móðir hans hafði lofað læknunum að láta mig vita þegar hann dó. Hún gerði það ekki.“ Það er sagt að mesta sorg sem geti hent manneskju sé að missa barn, hvernig vinnur fólk bug á þeirri sorg? „Sorgin hverfur ekki, en tím- inn gerir manni bærUegra að bera hana.“ Þú ert í hamingjusömu seinna hjónabandi, hvað er mikilvœgast til að halda hjóna- bandi íjafnvœgi? „Ég er ekki gefinn fyrir al- hæfingar. Eina almenna skýr- ingin sem ég þekki er að hjón- um þyki vænt hvort um annað og séu því reiðubúin til að um- bera og gera gott úr þeim eðh- legu hnökrum sem óhjákvæmi- lega koma í svo nánu samlífi tveggja einstaklinga. hað hefur okkur hjónunum tekist og erum við þó ekkert óskapleg lík.“ í nafni vináttunnar Þegar horft er yfir œvi þína þá er áberandi að þú hefur nokkr- um sinnum verið kallaður til ábyrgðar fyrir hluti sem virðist alls ekki hafa verið á þínu valdi að breyta. „hegar menn taka að sér verkefni vegna vináttu við aðra þá spyrja þeir ekki þeirra spurninga sem þeir myndu spyrja ef einhver óviðkomandi kæmi til þeirra með verkefni. Ég fékk oft tUboð um að taka að mér eitt og annað og þegar ég skoðaði verkefnið kalt áttaði ég mig á því að ég ætti ekki að koma nálægt því. hegar nánir pólitískir samherjar eða vinir báðu um svipaðan greiða þá horfði málið öðruvísi við. há tók ég að mér verkefnið án þess að velta því fyrir mér hvort það væri vonlaust að vinna það.“ Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá er niðurstað- an sennilega sú að þú er meiri tilfinningamaður en rökhyggju- maður. „Ég afneita ekki tilfinninga- manninum. Hann er hluti af mér. Sá hluti sem ég fór með að heiman." „Reynsla mín í fjármálaráðuneytinuf ærði mér skilning á því að hin hefð- bundna aðferð að fara í verkfall til að fá hærri laun skilaði ekki kjarabót- um.“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.