Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Side 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Side 11
íOttgur-Œímírat Laugardagur 6. september 1997 - 23 Löng matreiðsluhefð í Grikklandi Grísk matarhefö er undir sterkum áhrifum fráfortíð Grikklands en hefur jafnframt eigin stíl. Arabísk, tyrknesk og ítölsk áhrif eru ríkjandi í grískri matarhefð og er grískur matur einfaldur, litríkur og ber sterkan bragðkeim. Grikkir eiga sér langa og góða matreiðsluhefð og hafa skapað sér stfl í matargerðinni sem lít- ið hefur breyst í tímans rás. Lítið um unnin matvæli Einkenni grískrar matargerðar eru svipuð þeim sem gerist í öðrum löndum við Miðjarðar- hafið. Lítið er um unnin mat- væh og dýrafitu og mikið bygg- ist á því sem framleitt er heimafyrir. Kjötmeti er ekki jafn mikið notað í Grikklandi og annars staðar í Evrópu enda hefur gjarnan verið htið á það sem n.k. munaðarvöru. Það er aðal- lega kjöt af sauðfé og geitiun sem hefur verið notað í matar- gerðina og þá af mikilli hug- myndaauðgi. Fuglakjöt er einnig notað. Allt kjöt er eldað hægt og lengi þannig að það verður vel meyrt. Fiskur gegnir mikilvægu hlutverki í grískri matargerð. Vinsælt er að glóða fisk en hann er mikið eldaður og soðinn í tómatsósum. Fiskisúpur eru einnig vinsælar. Ólífur mikilvægasti ávöxturinn Grænmeti skiptir miklu máh í matreiðslunni og það er ekki eingöngu meðlæti heldur mikið notað sem uppistaða í sjálf- stæða rétti. Margar tegundir grænmetis vaxa í Grikklandi og eru mikið notaðar. Baunir af ýmsu tagi tilheyra grískri mat- argerð og þá gjarnan þurrkað- ar. Úr þeim er gert mauk eða ídýfa, þær notaðar í salöt og samsett þriggja bauna salat. Ávextir eru mikilvægir og sérstaklega sítrusávextir. Þeir eru góðir bragðbætar í súpur og sósur, deig og kökur. Mikilvæg- asti ávöxturinn er þó ólífan og óh'futréð og grískar ólífur fyrir- finnast í öhum stærðum og gerðum. Ólífuoh'an geftn- líka grískri matargerð sérstakt bragð sem er mjög einkennandi. Mikið notað af brauði og mj ólkurafurðum Pasta er hluti af þeim hráefnum sem notuð eru til eldamennsku þó það hafi ekki sömu rætur í matarhefðinni og á Ítalíu. Brauðgerð lærðu Grikkir af Egyptum og hefur hún verið viðloðandi aUar götur síðan og íjölbreytt úrval brauða fæst í hverju bakarfl. Hrísgrjón eru ræktuð í Grikklandi og notuð bæði með sætum og ósætum réttum. Sætir réttir eru hafðir við sérstök tækifæri og þá drýp- ur Uka sýróp eða hunang af sætabrauðinu. Mjólk er ekki mikið notuð til drykkjar og er það arfur frá Uð- inni tíð þegar hún geymdist Ula. Hins vegar eru það geymslu- þolnari afurðir eins og ostur og jógúrt sem komu í staðinn og hafa haldið sínum hlut. Jógúrt- ið er þykkara en gengur og ger- ist hér á landi og eingöngu er notuð hrein jógúrt til matar- gerðar. Fetaosturinn er hvað þekktastur úr grískri matar- gerð. Hann er mest notaður í salöt en einnig í soðnar kökur. í staðinn fyrir hann er hægt að nota kotasælu. Einnig er það parmesanostur og annar sterk- ur ostur sem er notaðiu-. Smjör er ekki mikið notað því ólívu- olían kemur í stað þess. Tómatar í Grikklandi eru sætari en þekkjast hér á landi. Oft er betra að nota niðursoðna tómata en þá fersku og stund- um getur þurft að sykra þá ör- U'tið tfl að laða fram rétt bragð. Uppskriftir að góðum grísk- um réttum eru á næstu síðu. hbg nif) ií Lei eimilis- homið Góður fiskréttur Rauðspretta í Hollanaaise sósu Rauðsprettuflökin eru rúUuð upp, sítrónusafa dreypt yfir og smá smjörklípu, áður en þeim er rúllað upp. Raðað í eldfast mót og látið í ofn við 225° í 15 mín. HoUandaise sósan er búin til eins og segir til á pakkanum, notið smjör í sósuna, það gerir hana betri. Sósunni heUt yfir fiskinn í forminu, rífið ost yfir, og hafið þetta í ofninum í aðrar 15 mín. Sunnudags „ dessertinn “ 250 g sveskjur, lagðar í bleyti yfir nótt 4 dl vatn 2 msk. sykur Safi úr 'A sítrónu 6 matarlímsblöð 2'/2 dl rjómi (1 peli) 1 poki muldar makkarónukökur Sveskjurnar lagðar í bleyti yfir nótt. Vatnið síað frá. Soðnar í 4 dl af vatni með 2 msk. sykur. Soðið í ca. 5 mín. Sveskjurnar teknar upp úr vatninu, saxaðar gróft og raðað í hringform. Bætið sítrónusafanum saman við vatnið sem sveskjurnar voru soðnar í. Matarlímsblöðin, sem hafa verið lögð í bleyti, tekin upp úr vatninu og leyst upp í volgu vatninu af sveskjunum. Hellt yfir í formið og látið bíða í kæUskáp, minnst 172-2 klst. Borið fram með þeyttum rjóma blönduðum muldum makka- rónukökunum. Skreytt með ap- pelsínusneiðum. Heimatilbúið „majónes“ 3 eggjarauður '/2 tsk. salt, örl. pipar 1 msk. edik 4 dl matarolía (t.d. olífuolía) Eggjarauðurnar hrærðar vel saman með saltinu. Ediki bætt út í. Þá byrjum við á að láta olíuna út í - í dropavís - þar tU majonesið fer að þéttast, þá má fara að láta olíuna út í - 1 msk. í einu og hræra alltaf vel á milU. Bragðað til með salti og pipar. Þetta á að verða ca 'h 1. majónes - sem hægt er að geyma lengi í kæUskáp. Sunnudagskakan 3 egg 125 g möndlur 125 g sykur Rifið hýði utan af 1 sítrónu 3 msk. rúsínur 5-6 epli Eldfast mót er smurt vel. Eggin og sykurinn hrært saman, muld- um möndlum bætt út í og rifna sítrónuhýðinu sömuleiðis. Eplin eru skræld, kjamar teknir úr. Deigið sett á smurða mótið, rú- sínunum stráð yfir. Eplin skorin í þunna báta, sem svo er raðað þétt ofan á deigið. Kakan bökuð neðarlega í ofninum við ca. 185° í ca 30 ím'n. Möndluspónum stráð yfir kökuna, þegar ca. 5 mín eru eftir af bökunartúnanum. Kakan er sérlega góð volg með köldum þeyttimi rjóma eða ís. Kókosmjölskökur 2 egg þeytt vel saman með 175 g sykri. Blandið 240 g kókos- mjöU saman við. Deigið sett á bökunarpappírsklædda plötu, með tveim teskeiðum, í smá tappa. Bakað við 175° í ca 8-10 mín. íljótlegt og gott. Pastasalat 200 g pastaskrúfur Vatn, salt 2 msk. olía 300 g rœkjur 150 g majónes IV2 dl chilisósa Pastað er soðið, vatnið síað vel frá í sigti. Majonesið og chiU- sósan hrærð saman í stórri skál, bragðað tU. Rækjunum og pastanu blandað saman við. Nokkrum stórum rækjum stráð yfir til skrauts. Góðar brauðbollur bornar með. 1 Notið aUtaf bökunarpappír í formin þegar bakaðar eru skúífu- eða formkökur. Þá festast þær ekki í forminu. 2. Það ætti aUtaf að hræra upp í hcimalöguðum ís 1- 2 sinnum eftir að hann er settur í frysti. 3. Gott er að setja nokkra dropa af matarolíu á hend- urnar þegar við hnoðum gerdeig, þá kh'strast deigið ekki við hendurnar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.