Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Síða 14

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Síða 14
26 - Laugardagur 6. september 1997 JDaginr-®mrám n Umsjónarmaður O I “ö A N Magnús Geir Guðmundsson Rúnar Júlíusson, rokkhetjan síunga, stendur m.a. að undirbúningi rokkminjasafnsins í Keflavík. Löngu tímabært safn Þær fregnir sem bárust í byrjun vikunnar, að hafinn væri undirbúningur að stofnun rokk- minjasafns, og það að sjálfsögðu í Bítlabæn- um Keflavík, verða að teljast í hæsta máta ánægjulegar. Það er nefnilega löngu orðið tíma- bært að setja á stofn slíkt safn, sem þá sérstak- lega geymir muni frá blómatímanum á sjöunda og áttunda áratugnum, því ekki er þessi hluti ís- lenskrar menningarsögu aðeins merkilegur í tón- listarlegu tilliti, heldur líka fræðilegu og því lengra sem dregist hefur að koma ýmsum minjum og hlutum frá honum í reglulegt horf, þeim mun meiri hætta er á að eitthvað mikilvægt í tengslum við hann glatist. Skaðinn er raunar þegar skeður að einhverju leyti, margt hefur glatast sem ekki verður endurheimt, en á móti hefur nú þegar í kjölfar þess að undirbúningurinn fyrir safnið er hafinn, ýmislegt komið í leitirnar samkvæmt fregnum. Þar ber hæst hin merka mynd Thors- hammers, eins og hljómar kölluðu sig er þeir hugðust sigra heiminn, Umba-ra-bamba, sem fannst í London nýverið. Safnið verður sem fyrr segir í Keflavík og er stefnt að opnun í byrjun október. Verður safnið starfrækt í samvinnu við veitingastaðinn Glóin og er fyrirmyndin að hluta sótt til staða á borð við Planet Hollywood o.fl. í Ameríku og víðar. Einn af þeim sem standa að undirbúningi safnsins er sjálfur rokkgarpurinn Rúnar Júlíusson og er hægt að leita til hans með nánast allt sem tengist þess- um tíma í íslenskri rokksögu, myndir, föt, hljóð- færi o.s.frv. Led Zeppelin. Ein af merkustu sveitum rokksins sér nú öll sín verk endurútgefin í upprunalegri mynd. Zeppelin er sígild Iallri þeirri flóru sem tónlistarheimur dagsins hefur upp á að bjóða er nánast allt til og allt reynt. Eins og gengur er þar margt misjafnt að finna, sem bæði geymist og eldist vel þegar frá h'ður. Eitt af því sem elst hefur vel og má með sanni segja að sé orðið sígilt í sögu rokksins, er samstarf þeirra Roberts Plants söngvara, Jimmy Page gxtarleikara, John Paul Jones bassaleikara og hljómborðsleikara og John Bonhams trommu- leikara, í hljómsveitinni Led Zeppelin. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að þessi sveit er ein sú merkasta og áhrifamesta í sögu rokksins og telst án lítils vafa vera í flokki með Bítlunum, Rolling Stones, Beach boys o.fl. sem slík. (Bítlarnir þó auðvitað þar fremstir með- al jafningja, sem eitt af helstu menningarfyrir- bærum 20. aldar). Til að rökstyðja þetta væri hægt að nefna margt, m.a. plötur sem selst hafa í milljónatugum, en áhrifaríkast er hklega að draga fram þá staðreynd að Zeppelin gaf ALDREI út smáskífu á sínum eiginlega ferli frá 1969 til 1980 (sveitin hætti þá, eins og margir vita, í kjölfar þess að trommarinn Bonham lét lífið á sviplegan hátt eftir mikið drykkjusvall). Ástæðan fyrir að þetta er reifað nú, er sú að um þessar mundir er verið að endurútgefa allar plötur Zeppelin, þær m'u sem komu út meðan sveitin vár og hét, 1,2,3.4, Houses of the holy, Physical graffity, Precence, The songs remains the same og In through the out door, auk tveggja annarra, Coda, sem kom út tveimur árum eftir að sagan var öll og geymdi áður óútgefin lög og svo Remasters 1, sem fyrst var gefin út 1991 og er endurvinnsla af mörgum af helstu gullkorn- unum. Um vandaða útgáfu er að ræða í uppruna- legum búningi, sem enginn sannur rokkunnandi ætti að verða svikinn af. PoppKom • Eins og við mátti búast var glatt á hjalla á tónleikunum með Blur, Blood hound gang, Botnleðju og Kolrössu krók- ríðandi, í Laugardalshölhnni um síðustu helgi. Þó fer tvenn- um sögum af gæðum tónleikanna frá hendi þeirra sem horfðu og hlustuðu grannt og á það sérstaklega við um frammistöðu erlendu sveitanna tveggja. Flestir gestanna voru að sjálfsögðu af yngri kynslóðinni og skemmtu sér vel, en aðrir, e.t.v. aðeins eldri, voru heldur gagnrýnari. Var það helst að Blur yllu sumum vonbrigðum, en einhvern neista þótti vanta hjá Damon og félögum í heildina. Amerísku rapprokkararnir í Blood hound gang þóttu einnig að sumra mati ekki standa undir væntingum sem gerðar voru til þeirra. Hins vegar stóðu íslensku sveitirnar vel fyrir sínu sem við mátti búast. • Fyrst sveitir sem heimsækja ísland til tónleikahalds eða hafa heimsótt landið áður í því skyni, má minna á það að hinir vinsælu rokkarar frá Wales, Super furry animals, sem hingað komu fyrir ekki svo margt löngu, en voru líkt og Blur nú „saltaðir" af upphitunarsveitunum íslensku (Botn- leðja átti þar einmitt hka hlut að máli), eru nú rétt búnir að senda frá sér nýja plötu, sem kallast Radioator. Fær gripur- inn bara fína dóma og þykir standa vel undir væntingum. • í gær héldu svo þriðju „íslandsvinirnir“ tónleika í höllinni og það í annað sinn á skömmum tíma, Skunk Anansie. Hafa þau Skin og félagar væntanlega ekki valdið vonbrigðum og skemmt ÖLLUM sem mættu á tónleikana eins og í fyrra skiptið. • Tanya Donelly, söngkonan og gítarleikarinn framsækni, hefur um nokkurt skeið átt erfitt uppdráttar eftir að hljóm- sveitin hennar góða, belly, hætti með miklum látum fyrir nokkru. Fékk hún m.a. vægt taugaáfall í kjölfarið að sveitin hætti, en hefur hins vegar á síðustu vikum og mánuðum verið að ná sér aftur á strik. Hefur hún nú hafið einherja- feril og er fyrsta platan hennar, Lovesongs for underdogs, að koma út nú þessa dagana. Er beðið með talsverðri spennu eftir plötunni, sem ku vera mjög persónuleg. • Skapönkurunum skemmtilegu og vinsælu, Rancid, hefur ekki alveg gengið nógu vel að vinna nýju plötuna sína, sem ætlað er að fylgja á eftir vinsældum forverans, ...And out comes the wolves frá 1995. Átti m.a. upphaflega að vinna plötuna í hljóðveri á Jamaica, en þar gengu hlutirnir ekki upp, þannig að platan hefur tafist allnokkuð. Sveitin er nú hins vegar komin á fulla ferð við upptökur í Los Angeles og er áætlað að platan komi út í byrjun næsta árs hjá Epitaph- útgáfunni. Super furry animals þykja standa undir væntingum með nýju plötunni.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.