Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 3. janúar 1997
jDagur-Stmum
Heiti Potturinn
w
Ipottinum var frá þvl sagt
að gríðarlegt fjör hafi verið
á 68 kynslóðar-ballinu á Hótel
Sögu á nýársdagskvöld.
Hljömsveitin Pops lék fyrir
dansi og gríðarlegt stuð var á
mannskapnum. Það vakti þó
athygli manna hversu svita-
gjarnir og heitfengir veislu-
gestir voru, jafnvel þeir sem
ekki dönsuðu neitt. Svitinn
bogaði beinlínis af mönnum,
en ástæðan var hins vegar
ekki sú að ellikerling væri farin
að hrjá menn að ráði, heldur
var biluð loftræstingin á
Sögu...
w
Iheita pottinum var það líka
upplýst í gær að eitt best
varðveitta leyndarmálið á
bæjarskrifstofum Akureyrar
þessa dagana væri hver 15
þúsundasti Akureyringurinn
væri. Ekkert er gefið út um
málið að svo stöddu en í
pottinum segja menn að
þetta verði upplýst með
pompi og pragt á bæjarráðs-
fundi á fimmtudaginn...
w
Inýársfagnaði fyrirmanna á
Bessastöðum á nýársdag
var mikill fjöldi manna saman-
kominn, þingmenn, erlendir
sendimenn o.fl. o.fl. Veislan
var með mjög hefðbundnu
sniði en vanir veislumenn,
sem komið hafa árum saman
í þetta boð, sáu þó greinilega
að nýr forseti var kominn á
staðinn. Jólatréð var ekki
lengur á miðju gólfi heldur úti í
horni....
Kona úr sópranröddinni í
kirkjukórnum á Selfossi
sagði við pottorm í gær að nú
hlyti að styttast í að KÁ merk-
ið yrði sett á kirkjuna. KÁ væri
búið að kaupa allt á staðnum
en æfingar væru þó enn ekki
hafnar hjá KÁ-kirkjukórn-
um....
Seðiabankinn
Rekstur bankanna
langslakastur hér
Rekstrarkostnaður
banka er hlutfallslega
nærri tvöfalt meiri á
íslandi en í öðrum
löndum.
Rekstrarkostnaður banka,
sem hlutfall af efnahags-
reikningi, er sem fyrr
mestur á íslandi, en hefur þó
lækkað úr 5,5% árið 1991 niður
í 3,5-4,8% árið 1995. Flest sam-
anburðarlönd sýna hlutföll á
bilinu 2-2,5% segir í Hagtölum
Seðlabankans þar sem greint er
frá samanburði á aíkomu ís-
lenskra lánastofnana í saman-
burði við lánastofnanir í öðrum
löndum, sem yfirleitt er óhag-
stæður hinum íslensku. Seðla-
bankinn telur þó að enn geti
dregið í sundur með íslandi og
hinum löndunum næstu ár.
Þátt fyrir að vaxtatekjur ís-
lensku bankanna og aðrar tekjur
séu hlutfallslega hærri en ann-
arra er hagn-
aður banka
samt almennt
lægri hér á
landi en í sam-
anburðarlönd-
unum, hvort
sem hann er
miðaður við
niðurstöðu
efnahagsreikn-
ings eða heild-
artekjur. Hrein-
ar vaxtatekjur sem hlutfall af
niðurstöðu efnahagsreiknings ís-
lenskra banka og sparisjóða
voru 4,5% árið 1995. En flest
samanburðarlöndin sýna þetta
hlutfall kringum 3%. Aðrar tekj-
ur bankanna (þjónustugjöld og
því um líkt) eru einnig í flestum
tilfellum talsvert hærri hérlendis
en í öðrum löndum.
Framlög í afskriftarreikning
útlána voru meira en tvöfalt
hærri hérlend-
is en erlendis á
síðasta ári. í
samanburðin-
um tók Seðla-
bankinn mið af
skýrslu um af-
komu banka í
OECD ríkjum á
árunum 1985-
94. Þó voru
þar „valin lönd
sem koma
hagstæðast úr fyrir ísland í
samanburðinum og er þar yfir-
leitt um að ræða minnstu Evr-
ópulöndin," segir í Hagtíðind-
um. Óhagstæður samanburður
fyrir íslensku bankana er skrif-
aður á reikning smæðar þeirra
í samanburði við önnur lönd og
skipulag lánakerfisins.
Aðrar tekjur bank-
anna (þjónustugjöld
og því um líkt) eru
einnig í flestum
tilfellum talsvert
hærri hérlendis en í
öðrum löndum.
Reykjavík
Sigfús
jarðsettur
Utför hins ástsæla tónskálds
og listmálara, Sigfúsar
Halldórssonar, var gerð frá
Hallgrímskirkju í gær. Séra
Pálmi Matthíasson jarðsöng og
kór Bústaðakirkju og Sigrún
Hjálmtýsdóttir sungu en félagar
í Frímúrarareglunni stóðu heið-
ursvörð.
Sigfús Halldórsson fæddist í
Reykjavík árið 1920, sonur
Guðrúnar Eymundsdóttur og
Halldórs Sigurðssonar úrsmiðs.
Hann nam málaralist og hélt
fjölda sýninga. Sigfús varð
einnig þekktur fyrir tónsmíðar
sínar, fjökla sönglaga og tón-
verka auk kórverka. -GHS
JMB
______
Útför Sigfúsar Halldórssonar, tónskálds og listmálara, var gerð frá Hail-
grímskirkju í gær. Séra Pálmi Matthiasson jarðsöng og kór Bústaðakirkju
og Sigrún Hjálmtýsdóttir sungu.
Síldveiðar 1996
Sfld fyrir 2,1
mflljarð
Sfldarsöltun lauk 20. desem-
ber sl. og gekk veiðin mun
treglegar síðustu dagana fyrir
jól, sfldin stóð djúpt og nótaveiði
gekk því illa, en mun betur hjá
þeim sem voru með flotvörpu.
Veiðisvæðið var aðallega Hér-
aðsflói og Seyðisfjarðardýpi. Á
vertíðinni hefur verið saltað í
151 þúsund tunnur, sem er 10
þúsund tunna meiri söltun en á
sama tíma í fyrra. Heilsaltað
hefur verið í 111 þúsund tunnur
en um 40 þúsund tunnur eru af
flakaðri sfld. Saltað hefur verið
hjá 13 söltunarstöðvum í 10
byggðarlögum og hefur mest
verið saltað hjá Sfldarvinnslunni
hf. á Neskaupstað, eða í 47.209
tunnur, sem er mesta söltun frá
upphafi. Næst koma svo Horna-
ijörður með 36.758 tunnur,
Eskiijörður með 22.269 txmnur,
Seyðisfjörður með 16.848 tunn-
ur, Djúpivogur með 9.304 tunn-
ur og Vopnafjörður með 7.613
tunnur.
Eftir er að vinna sfld í 14
þúsund tunnur, aðallega flök,
upp í gerða samninga og því út-
lit fyrir að um verulega aukn-
ingu á sfldarvinnslu verði að
ræða frá síðustu vertíð en þá
var framleitt í 141 þúsund
tunnur. Óveidd eru um 40 þús-
und tonn af leyfilegum há-
marksafla en af lönduðum afla
hafa 23 þúsund tonn farið í
söltun, 32 þúsund tonn í fryst-
ingu og 15 þúsund tonn í
bræðslu. Á árinu 1996 veiddust
alls 260 þúsund tonn af sfld,
bæði af norsk-íslenska stofnin-
um og af íslandssfld. GG
FRETTAVIÐTALIÐ,
Guðmundur Björnsson
forstjóri Pósts & síma hf.
Stjórnvöld geta ekki lengur
ákveöið á Jjárlögum hversu
mikið Póstur & sími á að
greiða í ríkissjóð.
Arðgreiðslur til ríkisins taka
mið af afkomunnl
Af fjárlögum á markað
Hverjir eru helstu kostirnir við breytt
rekstrarform Pósts & síma?
„Við erum komin f almennt fyrir-
tækjaumhverfi og vinnum samkvæmt
því en ekki sem ríkisstofnun. Það eitt
út af fyrir sig þýðir miklar breytingar
vegna þess að við erum þá ekki lengur
hluti af rekstri ríkisins, ekki á fjárlög-
um og ekki undir opinberri stjórnsýslu
o.s.frv. Þá gefur hlutafélagsformið okk-
ur alla möguleika til að bregðast miklu
hraðar við öllum breytingum sem
kunna að verða.“
Hvað með samkeppnisstöðuna.
Verður hún allt önnur?
„Já, ég vonast nú til þess þegar við
fáum t.d. fulla samkeppni í ijarskiptum
eftir um það bil eitt ár. Þá höfum við
allt annað svigrúm til að bregðast við
því og þurfum m.a. minni tíma til
ákvörðunartöku o.s. frv. Það er ákaf-
lega erfitt að vera í þessu varða ríkis-
umhverfi og keppa við fyrirtæki í
einkarekstri. Það er satt að segja held-
ur hvimleitt."
Fylgir þessu ekki líka breyting á
greiðslum Póst & síma í ríkissjóð
miðað við það sem verið hefur?
„Það mun þróast í þá átt að við
greiðum eigandanum, þ.e. ríkinu, arð
verði hagnaður af rekstri fyrirtækisins,
auk skatta í ríkissjóð eins og gerist al-
mennt með hlutafélög. Gangi rekstur-
inn t.d. ekki vel, þá verður arðurinn
ekki mikill. Þannig að þetta er ein
stóra breytingin sem snýr að rfkissjóði
frá því sem verið hefur þegar það var
ákveðið í fjárlögum hversu mikið Póst-
ur & sími átti að greiða í ríkissjóð.“
Var eitthvað meira um símtöl inn-
landslands á nýársdag vegna þess að
fólk þurfti ekkert að borga?
„Fólk notfærði sér þetta mjög mikið
vegna þess að símnotendur þurftu ekk-
ert að borga fyrir símtöl innanlands
frá kl. 10 á nýársmorgun og fram und-
ir miðnætti. Ég veit ekki hvað þetta var
mikil aukning vegna þess að við höfum
ekki neinn samanburð við fyrri nýárs-
daga. En álagsmælingar sýndu að það
var talsvert mikið um hringingar og þá
sérstaklega á lengstu leiðunum."
Er búið að taka ákvörðun um það
hvaða stéttarfélög semja fyrir nýja
starfsmenn fyrirtœkisins?
„Það mál er alveg óútkljáð. Ég vona
þó að það skýrist fljótlega en á þessari
stundu er ekkert meira um það mál að
segja.“
Er einhver fœkkun í hópi starfs-
manna vegna formbreytingarinnar?
„Nei, það er mjög óverulegt. Það er
í sjálfu sér engin fækkun vegna breyt-
inganna yfir í hlutafélag. Hins vegar
eru ávallt einhverjar breytingar í
rekstrinum sem leiða ýmist til fjölgun-
ar eða fækkunar starfsmanna."
-grh