Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Blaðsíða 7
 Föstudagur 3. janúar 1997 - 7 E R L E N D A R F R É T T I R Lögreglumenn gefa japanska sendiráðinu í Lima gætur: vinstriskæruliðar ekki alveg búnir að vera. Rómanskamerískir vmstriskæruliðar Um skeið hafði verið geng- ið að því sem vísu að vinstriskæruliðar í stríði gegn stjórnvöldum í Perú væru því sem næst eða alveg búnir að vera. En frá því að um 20 slíkir skæruliðar tóku á vald sitt japanska sendiráðið í Lima, höfuðborg Perú, skömmu fyrir jól og þar með fjölmarga hátt- setta menn í gíslingu, eru margir orðnir annarrar skoðunar um það. Af flokkum perúskra vinstri- skæruliða var lengi miklu um- svifamestur Sendero Luminoso (Skínandi stígur), en hann virð- ist hafa lognast út af að mestu eftir að foringi hans, Abimael Guzman, var handtekinn 1992. í þeirri hreyfingu, sem var maóísk, var mikil foringja- miðstýring og foringjadýrkun. Síðasti Inkakeisarinn Tupac Amarú-byltingarhreyf- ingin (MRTA er skammstöfun heitis hennar á spænsku), sem sendiráðið tók, var stofnuð 1984 og tekur sér einkum Castro og kúbanska komm- únismann til fyrirmyndar. Á milli hennar og Sendero Lumin- í Kólombíu og Perú eiga skæruliðar frem- ur auðvelt með að fjármagna sig með því að „skattleggja" kókaínhringana og áhangendur þeirra. oso hefur verið svarinn ijand- skapur. Tupacamarúar kenna sig við tvo þekkta uppreisnarmenn í sögu Perú. Annar þeirra var Tupac Amarú, síðasti Inkakeis- arinn. Eftir að Spánverjar höfðu unnið Inkaveldi 1531-34 reyndu þeir í fyrstu að stjórna þvx gegnum leppkeisara. En leppkeisararnir stóðu fyrir upp- reisnum, er lauk með því 1572 að Spánverjar tóku Tupac Am- arú til fanga, hálshjuggu hann og lögðu Inkaveldi formlega niður. Síðari uppreisnarforinginn með þessu nafni hét eiginlega José Gabriel Condorcanqui, en nefndist Tupac Amarú 2. er hann stóð fyrir uppreisn indí- ána gegn spænskum stjórnvöld- um og kreólskri (spænskætt- aðri) yfirstétt 1780. Þá var upp- lýsingatíminn og sjálfstæðisstríð breskra Norður-Ameríku- manna, og kann að vera að ein- hver hugmyndaslitur þaðan hafi slæðst suður í Andesfjöll. Spánverjar bældu þessa upp- reisn niður eins og hina og hálshjuggu þennan Tupac Am- arú einnig. Baksvið Dagur Þorleifsson Til frambúðar eða stundarfyrirbæri? Tupamaros, borgarskæruliða- hreyfing sem verulega kvað að í Úrúgvæ á 7. og 8. áratug, kenndi sig við Tupac Amarú 2. Fréttaskýrendur virðast al- mennt li'ta svo á að taka sendi- ráðsins bendi til þess að skæru- liðahreyfingar séu í vexti í Rómönsku Ameríku. En þá greinir á um hvort sá vöxtur verði til frambúðar eða aðeins stundarfyrirbæri. Sem merki um vaxandi bylt- ingaranda, er orðið geti til langframa, er auk sendiráðs- tökunnar nefnt að nýr skæru- liðaflokkur er kominn á kreik í Mexíkó auk zapatista. í Kólom- bíu - þar sem vinstriskæruliðar hafa lengi verið fastur liður í of- beldisöldinni, sem þar er fastur liður í þjóðlífinu - virðast þeir heldur magnast. Ástæður til þessa sem haldið er fram, m.a.: Þótt „Comand- ante Che Guevara", sem drep- inn var í Bólivíu 1967, kunni að vera flestum Vesturlandamönn- um gleymdur, er hann enn hetja og ekki síst píslarvottur í augum margra ungra róm- anskra ameríkana. í Kólombíu og Perú er það gömul hefð að ráðamenn láti dreifbýlið sitja á hakanum um flest sem til um- bóta og framfara horfir. í þess- um löndum hefur og skærulið- um verið fremur hægt um hönd að fjármagna sig með því að „skattleggja" kókaínbransann. Zapatistar Lýðræði er lieldur á uppleið í heimshluta þessum (en sum- staðar, t.d. í Perú, að vísu vald- boðskennt), en flestir þeirra fá- tækustu hafa það engu betra en fyrr. Aukinnar festu gætir í efnahagslífi, en þeim árangri hefur víða fylgt meiri misskipt- ing auðs, sem hefur þó alltaf þótt þar ærin. Aðrir benda á að virkir róm- anskamerískir vinstriskæruliða- flokkar eru nú með fæsta móti og telja að þeir nái ekki Qölda- fylgi. í Gvatemala hafa stjórn- völd og skæruliðar gert frið eft- ir rúmlega 35 ára stríð. Zapat- istarnir mexíkönsku, fyrsti skæruliðaflokkur heimshlutans sem upphófst eftir hrun sovét- blokkar, þykja hafa verið frekar sparir á ofbeldi, en haft þeim mun betra lag á að koma sér í fjölmiðla. Og gegnum Qölmiðla hafi zapatistar þegar náð meiri árangri en flestum öðrum slík- um hópum hafi tekist með alls- konar aðferðum. Ólíkt öðrum skæruliðaflokkum vestanhafs segjast zapatistar ekki sækjast eftir völdum, heldur vilji þeir aðeins endurheimta fyrir indí- ána réttindi sem þeim beri samkvæmt stjórnarskrá. Veikum gísl sleppt: margir hátt- settir menn í gíslingu. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Innritun í öldungadeild og fjarkennslu verður dagana 6.-10. janúar ’97 á skrifstofu skólans. Nánari upplýsingar í síma 461 1710. I ti ' w JMabtéó- ó&emmtim V31 \ Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur ^ ' jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 5. janúar nk. kl. 15 # «— á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600,- fyrir böm og kr. 200,- fyrir fullorðna. Miðar em seldir á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar, 8. hæð og við innganginn. Nánari upplýsingar í síma félagsins 568 7100. Verslunarmannafélag Reykjavíkur. V SgS Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunn- skóla Reykjavíkur. Foldaskóli. Starfsmann skóla vantar frá áramótum til loka skóla- árs. Starfið felst meðal annars í að hafa umsjón með nemendum á göngum og víðar og ýmsum öðrum störf- um innan skólans og utan. Upplýsingar veitir Ragnar Gíslason skólastjóri í síma 567 2220 í skólanum og heima í síma 565 6651. Fossvogsskóli. Stuðningsfulltrúa vantar í hálft starf frá áramótum. Starfið er meðal annars fólgið í að vera nemendum til aðstoðar, fylgja þeim um skólahúsnæði og vera í sam- vinnu við sérkennara. Uppiýsingar veitir Óskar Einars- son skólastjóri í síma 568 0200 í skólanum og heima í síma 554 3228. Langholtsskóli. Kennara vantar frá áramótum í sérkennslu og til að kenna ensku á unglingastigi. Ennfremur nokkra tíma á viku í bókasafnskennslu. Upplýsingar veitir Erna Sveinbjarnardóttir skólastjóri í síma 553 3188 í skólan- um og heima í síma 588 3585. Selásskóli. Sérkennara vantar frá áramótum. Einnig vantar um- sjónarmann heilsdagsskóia frá áramótum. Starfið felst í umsjón með gæslu 6-10 ára nemenda. Uppeldis- menntun æskileg. Fullt starf. Einnig vantar stuðnings- fulltrúa frá áramótum. Starfið er meðal annars fólgið í að vera nemendum til aðstoðar, fylgja þeim um skóla- húsnæði og vera í samvinnu við sérkennara. Uþplýs- ingar veitir Hafsteinn Karlsson skólastjóri í síma 567 2600 í skólanum og heima í síma 557 8358. Vesturhlíðarskóli. Forstöðumaður óskast frá 6. janúar við Félagsmiðstöð Vesturhlíðarskóla, sem er skóli fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á táknmáli og reynslu af því að vinna með börnum og unglingum. Upplýsingar veitir skólastjóri, Berglind Stefánsdóttir, í Vesturhlíðarskóla. Ölduselsskóli. Stuðningsfulltrúa vantar í hálft starf frá áramótum til loka skólaárs. Starfið er meðal annars fólgið í að vera nemendum til aðstoðar, fylgja þeim um skólahúsnæði og vera í samvinnu við sérkennara. Upþlýsingar veitir Reynir Daníel Gunnarsson skólastjóri í síma 557 5443 í skólanum og heima í síma 557 1880.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.