Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Blaðsíða 3
|Dagux-®tnróm Föstudagur 3. janúar 1997 - 3 F R É T T I R 1 l Menntamálaráðherra Ýmsar hugmyndir um RÚV Eg slæ ekki neinu föstu um breytingar á starf- semi Ríkisútvarpsins. Það hafa ýmsar hugmyndir verið á lofti en það verður ekkert róttækt gert án laga- breytingar." Þetta segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra, aðspurð- ur hvort vænta megi breytinga á háttum Ríkisútvarpsins í ár. Óvanalegt ástand ríkir í stjórnsýslu RÚV þar sem nýr útvarps- stjóri hef- ur ekki verið skipaður eftir að Heimir Steinsson hætti, heldur er Pétur Guðfinns- son, fyrr- verandi framkvæmdastjóri RÚV, nú settur til eins árs. Aðspurð- ur hvort nú sé því öðru fremur lag til breytinga segir ráðherra: „Ég vil ekki fullyrða um það. Menn verða bara hver um sig að draga sínar ályktanir af því.“ Menntamálaráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé fyrir stofnunina að endurskoða starfsemi henn- ar. „Ég tel að það gildi sérstak- lega um þessa ríkisstofnun sem starfar á íjölmiðla- og fjar- skiptavettvangi að rekstrarum- hverfi hennar sé sífellt athugað og skoðað hvort stofnunin hefur lagað sig að nýjum tímum með réttum huga. Starfshópur á mínum vegum skilaði skýrslu síðastliðið vor og það hefur ver- ið ákveðið af hálfu ríkis- stjórnar- innar að formaður og vara- formaður útvarps- ráðs skili hug- myndum um fram- tíð RÚV og skýri frá ágreiningi ef hann er.“ -Mun ráðherra beita sér fyrir lagabreytingum um Ríkisút- varpið á þessu ári? „Það er ekki tímabært að spyrja þess. Ég mun ekki gera það fyrr en ég er næsta öruggur um að það hafi hljómgrunn meðal stjórnarflokkanna. Það er til lítils fyrir mig að lýsa því yfir að ég muni beita mér fyrir lagasetningu eða lagabreyting- um ef ég hef ekki stuðning við slíkt. En þetta er ekki mál sem fylgir flokkslínum heldur er það þverpólitískt.“ BÞ Nýársharnið Erla Geirsdóttir og Gunnar Gunnarsson, stoltir foreldrar nýársbarnsins, 12 marka stúlku, sem fæddist skömmu eftir miðnætti á gamlársdag í Reykjavík. Mynd:MK Björn Bjarnason menntamálaráðherra „Ég mun ekki beita mér fyrir lagabreyt- ingum fyrr en ég er ncesta öruggur um að þœr hafi hljóm- grunn meðal stjórn arjlokkanna. Nýársnótt Neyðarástand í miðbæ Akureyrar essi maður sem klifr- aði upp í jólatréð skapaði neyðarástand um tíma. Við þurftum að kalla til allt tiltækt lögreglu- Uð á vettvang til að rýma svæðið og ýta mannfjöldan- um frá. Það gekk brösug- lega og þurfti að handtaka suma sem ekki hlýddu fyrir- mælum,“ segir Magnús Axelsson aðstoðarvarðstjóri á Akureyri. „Æstur lýðurinn öskraði og sumir hvöttu hann til að stökkva niður.“ Aðfaranótt nýársdags klifruðu tveir menn upp í jólatréð á Ráðhústorgi, nokkurra mannhæða hátt. Annar kom fljótlega niðirr en hinn, maður um tvítugt, fór nánast upp í topp og var mjög ölvaður og æstur að sögn lögreglu. „Hann var búinn að hrasa í trénu og svo var spurning hvort tréð þyldi þungann. Hann virðist hafa verið manaður upp í tréð og æstur lýðurinn öskr- aði á hann og sumir hvöttu hann til að stökkva niður,“ segir Magnús. Um 15 lögreglumenn komu að þessu máli og auk þess var kölluð til sjúkrabif- reið og körfubíll frá slökkvi- liðinu. Viðeigandi ráðstafan- ir voru gerðar með dýnur ef maðurinn hefði hrasað eða Jólatréð á Ráðhústorginu á Akureyri. Myndin var tekin í gær eftir að búið var að lagfæra skemmdir. Mynd: jhf stokkið en málalyktir urðu að einn lögreglumaður sem staddur var í körfunni fór í tréð og hrakti manninn nið- ur. Hann gisti í steininum. Fangageymslur Lögregl- unnar á Akureyri voru full- ar þessa nótt og var tölu- verð ölvun og óspektir. Heilt yfir er lögreglan þó þokka- lega ánægð með áramótin, þau voru slysalaus, engir eldsvoðar og aðeins einn er grunaður um ölvunarakstur. BÞ Áramót Fátækt í ávörpum forystrnnanna Forseti íslands og forsætisráðherra gerðu meðal annars fátækt að umtalsefni í áramótaávörpum sínum. Fyrir hátíðarnar skýrðu prestar og talsmenn hjálp- ar- og líknarsamtaka frá því að meira hefði verið beðið um aðstoð fyrir þessi jól en nokkru sinni fyrr. Úm þetta efni sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti: „Þegar fátæktin verður í vax- andi mæli smánarblettur á ís- lensku samfélagi eigum við í krafti hinna góðu gilda að gefa hverjum og einum kost á að verða sinnar gæfu smiður... Siðaboðskapur kristninnar og íslensk þjóðmenning fela í sér þá kröfu að hver og einn geti framfleytt sér og sínum á sóma- samlegan hátt, látið börnum í té vandað uppeldi og treyst því að sjúkir og aldraðir fái þá um- önnun sem hæfir sóma okkar og heiðri. Sú framför sem ein- ungis birtist í hagtölum, en fær- ir ekki líf fólksins í betra horf, er harla lítils virði. Velferð sér- hvers einstaklings er í raun markmiðið með viðleitni samfé- lagsins við að bæta lífskjörin í landinu." Davíð segir umræðu koma á óvart í áramótaávarpi sínu sagði Davíð Oddsson: „Það kom á óvart að nokkru fyrir jól lögðu tveir íjölmiðlar ofurkapp á að koma því inn hjá þjóðinni, að fátækt og eymd færi vaxandi í landinu. Engar haldbærar tölur staðfesta slíkt. Þvert á móti hef- ur vaxandi kaupmáttur lægstu tekna og minnkandi atvinnu- leysi nokkuð bætt hag þeirra sem erfiðast hafa átt. Það þýðir þó ekki að allir erfiðleikar séu úr sögunni og enginn búi leng- ur við kröpp kjör. Margir standa í ströngu á hverjum degi, við að fá endana til að ná saman. En hagur manna fer hægt batnandi og mun batna enn, ef vel og gætilega verður á haldið.“ Raufarhöfn Fólskuleg Kkamsárás Nærri lá að mjög illa færi þegar 15 ára drengur varð fyrir mjög alvarlegri hnífsárás fyrir utan félagsheim- ilið á Raufarhöfn að loknum ný- ársdansleik. 20 ára gamall maður lagði 6 sinnum til hans með vasahníf og hlaut fórnar- lambið m.a. stungur í herða- blað, bak og brjósthol auk 15 cm langs skurðs á hálsi. Ger- andinn var handtekinn fljótlega eftir atvikið en vitni munu hafa verið að árásinni. Árásaraðilinn var mjög ölvaður þegar atvikið varð og var í gær dæmdur í gæsluvarðhald fram á sunnu- dag í Héraðsdómi Norðurlands. Ekki liggur fyrir hvert tilefni árásarinnar var en mennirnir tveir þekktust ekki. Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins en að sögn heima- manna voru áramótin róleg á Húsavík sem og víðast annars staðar í Suður-Þingeyjarsýslu. BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.