Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Blaðsíða 6
6 - Föstudagur 3. janúar 1997
FRÉTTASKÝRING
Allt sem þig langaði að vita
en þorðir ekki að spyrja iun
Valgerður
Jóhanns-
dóttir
skrifar
Um áramótin gengu gildi
ný lög, sem að margra
mati marka tímamót í
samskiptum almennings og
stjórnvalda. Hér eftir er stjórn-
völdum skylt að veita fólki að-
gang að gögnum um tiltekin
mál, ef þess er óskað. Það á við
um öll skjöl, sem varða málið
sem um er spurt, t.d. endurrit
bréfa, teikningar, uppdrætti,
myndir, örfilmur og gögn, sem
vistuð eru í tölvu. Nú er það
ekki svo að almenningur hafi til
þessa aldrei fengið að sjá nokk-
ur gögn hjá hinu opinbera. Það
hafa hins vegar ekki gilt neinar
reglur um það og fólk átt það
undir geðþótta viðkomandi
embættismanns, hvað það fékk
að vita og sjá. Nú getur fólk
veifað upplýsingalögunum
framan í kerfiskalla og krafist
réttar síns. Þegar Davíð Odd-
son, forsætisráðherra, mælti
fyrir lögunum, sagði hann m.a
að ein forsenda þess að hægt
væri að tala um lýðræðislega
stjórnarhætti, væri sú að fólk
gæti fylgst með og kynnt sér at-
hafnir og starfsemi þeirra
stofnana, sem reknar væru í al-
mennings þágu. Þannig gæti
það myndað sér skoðun á hlut-
lægum grundvelli. í öðru lagi
benti forsætisráðherra á að
reglur um aðgang almennings
að gögnum hjá stjórnvöldum,
væru til þess fallnar að auka
aðhald með stjórnsýslunni. Með
lögunum opnist leið til að fá
upplýsingar um mál, sem hafi
verið afgreidd, og þar með sé
hægt að meta hvort hið opin-
bera hafi gætt samræmis og
jafnræðis.
Beitt vopn
Fólk kvartar oft undan því að
hafa ekki fengið sambærilega
fyrirgreiðslu og náunginn, t.d.
við úthlutun leyfa af einhverju
tagi, niðurfellingu gjalda, út-
hlutun í félagslega íbúðakerfinu
eða annað slíkt. Með upplýs-
ingalögin að vopni getur fólk
orðið sér úti um öll gögn og séð
svart á hvítu hvort á sér hefur
verið brotið. Fyrir nokkrum ár-
um sótti t.d. bóndi nokkur um
að fá felld niður öll opinber
gjöid af tæki, sem hann flutti
inn, en var synjað, Hann krafð-
ist þess að fá að vita af hverju
annar bóndi, sem flutti inn
samskonar tæki, hefði fengið
niðurfellingu, en var synjað um
upplýsingar um það. Málið fór
reyndar síðar fyrir umboðs-
mann alþingis, en hefði kannski
ekki þurft að gera það, ef til
hefðu verið upplýsingalög. Ann-
að dæmi: Jón Jónsson getur
núna farið til byggingarfulltrú-
ans og fengið ljósrit af teikn-
ingu af húsi, sem á að reisa í
nágrenninu. Fyrir „upplýsingu"
var allur gangur á hvernig
brugðist var við slíkri beiðni.
Sumstaðar var teikningin látin í
té orðlaust, annar staðar alls
ekki og sumir arkitektar töldu
það brot á höfundarrétti sínum.
Nú er þetta skýlaus réttur Jóns
og þegar hann er kominn með í
hendur gögn um hvað er að
gerast í hans nánasta
umhverfi, getur hann
farið að mynda sér
skoðun á því hvort það
er til góðs eða ekki.
Til hverra
Upplýsingalögin íjalla
um aðgang almennings
að upplýsingum frá
stjórnvöldum, bæði
beint og gegnum milli-
liði, eins og ijölmiðla.
Þau fjalla um rétt al-
mennings á að fá að-
gang að gögnum, en
þau skylda ekki stjórn-
völd til að upplýsa fólk
ÓUMBEÐIÐ. Slík ákvæði
er hins vegar að finna í
ýmsum öðrum lögum, t.d. í
skipulags- og byggingarlögum
og umhverfislögum. Lögin ná til
stjórnsýslu ríkis og sveitarfé-
laga, framkvæmdavaldsins. Þau
eiga við um stofnanir ríkis og
sveitarfélaga, en ekki fyrirtæki í
þeirra eigu, sem eru það sem
kallað er einkaréttarlegs eðlis,
þ.e. sameignarfélög, hlutafélög
eða samvinnufélög. Með öðrum
orðum - nýju upplýsingalögin
ná til félagsmálastofnunar Ak-
ureyrar, Húsnæðisstofnunar
rfldsins og sýsluskrifstofunnar á
Egilsstöðun, en ekki til Bif-
reiðaskoðunar íslands h/f og
Póstur og sími skaust undan
lögunum um leið og þau tóku
gildi, því stofnuninni var breytt
í hlutafélag um áramótin.
Undanþágurnar
Almenningur á ekki rétt á að
vita allt og hvaðeina sem hann
langar til og er að finna hjá
stjórnvöldum. Réttur til að-
gangs að gögnum nær ekki til
fundargerða ríkisstjórna, bréfa-
skipta stjórnvalda við sérfróða
menn í dómsmálum, vinnu-
skjala, eða umsókna um störf,
að öðru leyti en því að það er
skylt að upplýsa um nafn,
heimilsfang og starfsheiti um-
sækjenda. Það er einnig óheim-
ilt að láta almenning fá gögn
um einka- eða íjárhagsmálefni
einstaklinga, sem sanngjarnt er
og eðlilegt að leynt fari, eins og
segir í lögunum. Og það er
heimilt að takmarka aðgang að
gögnum t.d um öryggis-
og varnarmál; um sam-
skipti við önnur ríki; um
viðskipti opinberra
stofnana og fyrirtækja
að því leyti sem þau eru
í samkeppni við aðra og
um fyrirhugaðar ráð-
stafanir, sem yrðu þýð-
ingarlausar ef þær væru
á almannavitorði. Upp-
lýsingarétturinn er hins
vegar almenna reglan
og ef fólki er synjað um
aðgang að gögnum, ber
stjórnvöldum að rök-
styðja það. Ef fólk er
ósátt við synjunina, get-
ur það skotið henni til
sérstakrar 3 manna úr-
skurðarnefndar, sem nýbúið er
að skipa. Einnig getur fólk vísað
slíkum málum til umboðsmanns
alþingis eða beint til dómsstóla.
Svar strax
Þegar beiðni um upplýsingar
hefur borist, ber viðkomandi
stjórnvaldi að svara henni „svo
fljótt sem verða má,“ sem á í
Tímamótalög um rétt
fólks til upplýsinga frá
stjórnvöldum gengu í
gildi um áramótin. Þau
geta breytt miklu í
íslensku samfélagi,
en breyta engu ef fólk
ekki nýtir sér
rétt sinn.
flestum tilvikum að þýða sam-
dægurs eða daginn eftir. Stjórn-
völd hafa í lengsta lagi 7 daga
frest. Hafi beiðni ekki verið
svarað innan viku, ber þeim að
útskýra hvers vegna svar hafi
tafist og hvenær þess sé að
vænta. Lögin eru í raun aftur-
virk. Þau gilda ekki bara um
gögn í málum, sem koma til
kasta stjórnvalda á þessu ári,
heldur aftur til upphafs ís-
lenskrar stjórnsýslu. Hitt er svo
aftur annað að gömul skjöl og
gögn eru mörg hver ekki mjög
aðgengileg.
Það er ekki hægt að kreija
fólk um greiðslu fyrir umbeðn-
ar upplýsingar, jafnvel þótt það
hafi kostað viðkomandi ráðu-
neyti eða stofnun vinnu að taka
þær saman, að öðru leyti en því
að hvert A2 ljósrit kostar 9
krónur, samkvæmt gjaldskrá
sem forsætisráðuneytið hefur
gefið út.
Völva spáði því í sjónvarpinu
fyrir áramótin að nú væri að
heljast nýtt tímabili hér á landi,
þar sem almenningur hefði
meiri áhrif á líf sitt og samfélag
en til þessa. Kannski hún hafi
þar verið að vísa til nýju upp-
lýsingalaganna. Þau koma hins
vegar ekki til með að breyta
neinu, nema fólk nýti sér rétt
sinn. Ef ekki er þeðið um nein
gögn, gerist ekke'rt.
Ýmsirfagna nýjum upplýsingalögum, m.a. Ástþór Magnússon sem sendi forsætisráðherra tertu í tilefni tímamótanna.
Mynd: Hilmar