Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Síða 2
2 - Þridjudagur 7. janúar 1997
Jlagur-®mrátn
Heiti Potturinn
Ær
Ipottinum í gær voru
mættir nokkrir Vest-
mannaeyingar sem sögðu
sögur af stórkostlegum flug-
eldasýningum þar um ára-
mótin. í Eyjum hefur komið
upp mikill metingur milli út-
gerðarmanna og skipstjór-
anna, og vakta þeir vel hvað
hinir eru að kaupa til að
skjóta upp. Enginn vill vera
eftirbátur kollega sinna. Út-
koman er eins og í öllum
„vopnakapphlaupum" gríð-
arleg uppsöfnun skotelda
sem fara allir í loftið á gaml-
árskvöld. Hermt er að til um-
ræðu hafi komið hjá bæjaryf-
irvöldum að heimta sérstakt
sorphirðugjald af skipstjór-
um og útgerðarmönnum
vegna stóraukins sorp-
magns....
Kaupmaðurinn í pottin-
um sagði í gær frá því
að kaupmenn séu búnir að
senda Neytendasamtökun-
um athugasemdir um hvern-
ig eigi að gera stórar verð-
kannanir, en mikill hasar reis
út af málinu í desember.
Meðal þess sem kaupmenn
vilja að gert sé er að könn-
unin sé gerð í sem flestum
verslunum samtímis. Þá vilja
kaupmenn að vörurnar séu
tindar í innkaupakerru og
könnunarmaðurinn hegði sér
eins og hver annar viðskipta-
vinur og fari að kassa. En
það er síðasta krafa kaup-
manna sem vekur athygli, en
hún er að þeim fjölmiðlum
sem ekki segja frá könnun-
inni samkvæmt réttum fyrir-
framákveðnum reglum verði
refsað með því að láta þá
ekki fá niðurstöðurnar úr
næstu könnun. Þetta segja
pottverjar hámark bjartsýn-
innar - enginn fjölmiðill láti
stýra sér utan úr bæ.
FRÉTTIR,
Reykjavík
Víða um land byrjuðu menn að taka niður jólaskrautið í gær
Snjómokstursliðið nú á
fullu í söfnun jólatrjáa
Jólatrén endurnýtt
en fólk sem dregur
jafnvel vikum sam-
an að losa sig við
trén veldur hreins-
unarmönnum mest-
um erfiðleikum við
söfnunina
Starfsmenn gatnamálastjór-
ans í Reykjavík byrjuðu í
morgun að safna jólatrjám
sem borgarbúum hefur verið
bent á að setja út fyrir lóða-
mörkin hjá sér. „Við vildum
gjarnan ljúka þessari söfnun
sem allra mest og helst að fullu
á 2-3 dögum. En það sem hefur
kannski valdið okkur mestum
erfiðleikum er þegar fólk er að
draga það jafnvel vikum saman
að koma frá sér jólatrjánum og
lætur þau síðan út fyrir lóða-
mörk. Það er ákaflega óþægi-
legt að þurfa að koma aftur og
aftur í sömu götuna eftir jófa-
trjám, viku eftir viku,“ sagði
Sigurður Skarphéðinsson
gatnamálastjóri. Þau 25-30
þúsund jólatré sem prýtt hafa
stofur borgarbúa um jólin
verða aftur að gróðurmold.
Sigurður sagði drjúgan hluta
starfsmanna sinna nú fara í
þetta verkefni. Um 10-12
manns í hverju bæjarhverfi eða
alfs milli 40 og 50 manns, sem
muni sinna söfnun jólatrjáa
mikinn hluta vinnutíma síns í
þessari viku. Þetta eru menn
sem annast aimennt viðhafd og
rekstur á gatnakerfi borgarinn-
ar, og eru því oft önnum kafnir
við snjómokstur eða söltun
gatna á þessum árstíma. „En
þegar veðurfarið er eins og nú
er þörf á slíku eðlilega í algjöru
lágmarki og því getum við beitt
öllu okkar liði í þetta verk að
þessu sinni,“ sagði Sigurður.
Trén segir hann að veruleg-
um hluta endurnýtt. Farið er
með þau upp í Gufunes á svæði
gömlu sorphauganna, þar sem
trén eru kurluð niður og notuð
sem stoðefni við jarðvegsgerð.
íblöndun efnis eins og tréflísa
sé nauðsynleg þegar verið sé að
jarðgera gras og slíkan úrgang
sem til fellur í borgarlandinu.
Þannig að jólatrén séu afveg
kjörin í þetta.
Spurður um áætlaðan ijölda
bendir Sigurður á að jólatré í
einhverju formi séu væntanlega
á vel flestum af u.þ.b. 40 þús-
und heimilum í borginni.
„Þannig að 25-30 þúsund tré
kæmu mér ekki á óvart,“ segir
gatnamálastjóri.
Keflavík
Laus
úr haldi
Maðurinn sem veitti ung-
um manni alvarlega
áverka með dúkahníf í
Keflavík á nýársnótt var lát-
inn laus úr gæsluvarðhaldi í
fyrradag. Að sögn Þóris
Maronssonar, yfirlögreglu-
þjóns í Keflavík, er máhð að
miklu leyti rannsakað og er
það ástæða þess að mannin-
um er sleppt nú. M.a. hefur
verið reynt að feiða til lykta
hver átt hafi upptökin.
Hvað sakamálið í Sand-
gerði varðar, þar sem maður
er grunaður um að hafa
banað sambýlismanni móð-
ur sinnar, segir Þórir að
rannsókn miði eðlilega. BÞ
Þingvellir
Hætt
koniiini
við köfun
Maður um tvítugt var
hætt kominn í gjánni
Silfru á ÞingvöUum sl.
sunnudag, en hann var þar
að kafa ásamt köfunarkenn-
ara. Það var súrefnisútbún-
aður sem brást þegar mað-
urinn var í kafi á um 20
metra dýpi. Köfunarkennar-
anum tókst að koma mann-
inum upp úr gjánni. Lög-
regla og sjúkralið voru
kvödd á vettvang og maður-
inn fluttur á sjúkrahús
Reykjavíkur þar sem hlúð
var að honum.
Stranglega er bannað að
kafa í gjám á Þingvöllum á
þessum árstíma, en til köf-
unar á Þingvöllum þarf sér-
stakt leyfi sem aðeins er
veitt yfir sumarmánuðina.
FRÉTTAVIÐTALIÐ
„Skilyrði fyrir styrk er samruni"
Guðmundur Malmquist
forstjóri Byggðastofnunar
Alvarlegt atvinnuástand á
Þingeyri sem tengist lokun
frystihúss Fáfiiis hf. hefur
mjög verið í sviðsljósinu.
Fyrirtækið gekk gegnum nauða-
samninga árið 1995 þar sem
boðin var 20% greiðsla og eins
hefur Byggðastofnun komið að lausn
vandans með því m.a. að leggja til
18,2 milljónir króna til greiðslu á for-
gangskröfum; 11,6 milljónir króna til
að greiða fyrir frjálsum nauðasamn-
ingum og 12 milljónir króna til að
breyta lánum í hlutafé. Guðmundur
Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar,
segir að rekja megi upphaf vandans
til nýbyggingar togara í Slippstöðinni
hf. á Akureyri 1986, eitt svokallaðra
„dollaraskipa". Þau skip sem byggð
voru á svipuðum tíma hafa öll verið
seld á nauðungaruppboði, m.a. skip
sem fóru til Húsavíkur og Grundar-
Ijarðar.
Verið er að tala um að koma bol-
jiskvinnslunni af stað aftur þrátt
fyrir að hún sé rekin í dag með 12%
halla. Ætlar Byggðastofnun að veita
fé til þess?
„Nei, Byggðastofnun veitir ekki
rekstrarstyrki. Þegar Vísir hf. í
Grindavík sýndi rekstrinum áhuga á
sínum tíma, velti Byggðastofnun því
fyrir sér með hvaða hætti hún gæti
komið að því fyrir hönd heimamanna
til að gera dæmið fýsilegt fyrir Vísi hf.
sem hafði aflaheimildir og möguleika
á vinnslu bæði á Þingeyri og í Grinda-
vík. Það gekk ekki eftir þar sem þeim
þótti skuldsetningin of mikil. Þegar
rætt er um að það þurfti allt að 400
milljónir króna til að „bjarga" fyrir-
tækinu er einnig verið að ræða um
töluverð kvótakaup. Byggðastofnun
hefur samþykkt að bjóða fram styrk
til að létta af skuldum af fyrirtækinu,
eða 30 milljónir króna, en hann er
skilyrtur þannig að þarna heíjist aftur
starfseini á fullum krafti til framtíðar.
Það gerist með samruna eða samein-
ingu eða að annað félag kaupi eignir
Fáfnis hf. og við höfum verið að vona
að hið nýja Básafell hf. á ísafirði skoði
það mál af alvöru. Það hefur ekkert
svar borist við því en við höfum átt
viðræður við forsvarsmenn Olíufélags-
ins og íslenskra sjávarafurða um það
mál. Það er erfitt að reka á Þingeyri
frystihús og ætla að byggja hráefnis-
öflunina einvörðungu á kaupum á
mörkuðum.
Á Þingeyri hefur verið sáralítið um
aðkomufólk þar sem heimamenn hafa
mannað allar lausar stöður í frysti-
húsinu og á skipunum. Á sama tíma
hafa aðrir staðir á Vostíjörðum verið
með töluvert af aðkomufólki. Það er
umhugsunarvert," sagði Guðmundur
Malmquist. GG