Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.01.1997, Page 7
CLagur-®mtmn Þriðjudagur 7. janúar 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Téténía Pólland Síðustu Rússarnir farnir Rússnesld herinn lauk brottflutningi sínum Jrá Téténíu á sunnudag. Brottflutningi rússneska herafl- ans í Téténíu lauk á sunnudag- inn þegar síðustu hermennirnir yfírgáfu landið, rúmum tveimur árum eftir að stríðið þar hófst. Brottflutningurinn var liður í friðarsamkomulagi sem gert var í ágúst sl. milli stjómarinn- ar í Moskvu og aðskilnaðar- sinna í Tétém'u, og var við það miðað að heraflinn væri farinn áður en kosningar fara fram í héraðinu þann 27. janúar nk. Stríðið hófst í desember árið 1994 þegar stjórnin í Kreml sendi herlið til stuðnings téténskum stjórnarandstöðu- hópum, sem voru andvígir að- skilnaðarhugmyndum Dúdajevs, forseta Tétém'u. Tug- ir þúsunda létu lífið í átökun- um, fjöldinn er talinn hafa verið einhvers staðar á bilinu 18.000 til 100.000. Efnahagur þjóðar- innar er í rúst og mannlíf allt í molum eftir tveggja ára heiftar- leg stríðsátök. Samtals voru meira en 30.000 hermenn staddir í Téténíu á vegum tveggja rúss- neskra ráðuneyta, innanríkis- og varnarmálaráðuneytisins. Stór hluti hersveitaima er nú staddur í Dagestan og Stavro- pol, sem eru héröð með landa- mæri að Téténíu. Að sögn rúss- neskra fréttamanna dveljast hermennirnir í lélegum húsa- kynniun og fæðan er af skorn- um skammti. -gb Fyrsti þeldökka löggan Tvítugur Pólverji, Krzysztof Sowinski, tekur til starfa sem lögreglumaður á götum Varsjár í næsta mánuði. Pólverjum mun flestum þykja það töluverð tíð- indi fyrir þá sök að Sowinski er ekki hvítur á hörund eins og allir aðrir lögregluþjónar í Pól- landi, heldur svartur. Móðir lögregluþjónsins unga er pólsk, en faðirinn er frá Kúbu. So- winski vonast til þess að verða síðar meir fluttur yfir í þá deild lögreglunnar sem sér um bar- áttuna gegn skipulögðum glæpasamtökum. -gb Einar Logi Einarsson grasalæknir verður á Akureyri fimmtudaginn 9. janúar. Tímapantanir í dag, þriðjudag, í síma 56 22 777 og í kvöld í síma 58 777 14 HH BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Reykvíkingar! Hirðing jólatrjáa hefst í dag, þriðjudaginn 7. janúar. Setjið jólatrén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Þá vil ég hvetja ykkur til að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenni ykkar. Höldum borginni okkar hreinni. Með nýárskveðju. Borgarstjórinn í Reykjavík. r Aramótaheitið er endurvinnsla Endurunnið heiti Endurvinnslustöðvar er nýtt heiti á gámasvæðum SORPU. Það er í samræmi við hlutverk svæðanna sem móttökuaðstöðu til endurnýtingar og endurvinnslu. Endurunnin gjaldskrá Til þess að koma í veg fyrir misnotkun á endurvinnslustöðvunum hefur gjaldskyldu verið breytt. Sem fyrr eiga íbúar rétt á að losa úrgang, sem fellurtil við daglegan heimilisrekstur, án greiðslu. Eftirtaldir þættir falla ekki undir daglegan heimilisrekstur og eru þar með gjaldskyldir: Úrgangurfrá byggingarstarfsemi Úrgangurfrá bifreiðaviðgerðum Lagervörur eða aðrar fyrningar yfirteknar við húsnæðiskaup Úrgangurfrá húsdýrahaldi Frábær árangur íbúa höfuðborgarsvæðisins og SORPU: 70% þess úrgangs sem kemur inn á endurvinpslustöðvarnar fer í endurvinnslu. Starfsemi húsfélaga flokkast undir heimilisrekstur ef íbúarnir vinna verkin sjálfir. '1 í Þú sparar fimmtung ef þú kaupir kort. Kortin eru nú seld á endurvinnslustöðvunum. Þar er einnig tekið við greiðslu fyrir einstaka farma. Endurunnir afgreiðslutímar Endurvinnslustöðvarnar eru opnar frá, 12:30-19:30 alla daga. Auk þess eru stöðvarnar í Ánanaustum og á Sævarhöfða opnar á morgnana, virka daga frá 9:00 til 19:30. Endurvinnslustöðin í Miðhrauni Garðabæ bætist nú í þann hóp. Velkomin á endurvinnslustöðvar okkar S0RPA SORPEYÐING HQFUÐBORGARSVÆÐISIMS bs Gufunesi • Box 12100 • 132 Reykjavík Sími 567 6677 • Bréfasími 567 6690

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.