Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.01.1997, Side 8
Annar með gel og hínn með hárlos! Nemarnir Elma Rún Ingvarsdóttir nemi í Háskólanum á Akureyri, Hrafnhildur Reykjalín nemi í VMA, Gunnlaugur Jónsson VMA og Dagur Óskarsson nemi í VMA voru sæl með að geta slappað af og gleymt amstri dagsins á föstudagskvöld. Myndir: GS Gísli Helgason, vélstjóri á Dalborgu frá Dalvík, lét fara vel um sig í einu af mörgu sófasettum staðarins. Birgir Björnsson og Þorleifur Gestsson tóku létta sveiflu undir laginu um Lukku Láka. Solla Maja, Dýrun Pálsdótttir og Kolbrún Sjöfn létu söng Matthíasar raska ró sinni. Matthías Sigvaldason frá Ólafsfirði fékk að taka í hljóðnemann og fékk góðar undirtektir félaga sinna. Það er víða sem kaffihúsin spretta. Á Dalvík er að finna eitt sem ber nafnið Café Menning sem er í eigu Friðriks Gígju. Þegar Ijósmyndari Dags-Tímans heimsótti staðinn sL fostudagskvöld var þar margt góðra gesta sem voru ýmist að skemmta sér hressilega eða að taka lífinu með ró. Tvímenningarnir Gulli ogMaggi sem skipa hljómsveitina Annar með gel og hinn með hárlos tróðu upp og gerðu stormandi lukku. Hlýlegur og heimilislegur staður við Eyjafjörð getur yljað þreyttum og nýjungagjömum ferðalöngum á köldum vetrarkvöldum, eins og Café Menning. En góðjusleg ábending til eiganda staðarins, frönsk stafsetning á íslensku menningarkaffihúsi grefur undan fallegum ásetningnum. Guðbjörg Jóhannesdóttir barþjónn, Friðrik Gígja eigandi og Eva Magnúsdóttir tilbúin að taka á móti glaðhlakkalegum gestum Kaffið er gott og eitthvað með því. Sólveig Antonsdóttir bóksali, Fríða Þorsteinsdóttir hárgreiðslukona og Hallgrímur Pétursson kennari á góðri stund.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.