Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 3
^Hítgur-ÍEmtmn Laugardagur 25. janúar 1997 - 3 F R E T T I R Rannsóknir Ógnar raksápa karlmennsku? Er þessi piltur að fara karlmennsku sinni að voða? Myn&. jhf Karlmenn sem nota mikið af hreinlætis- vörum, s.s. rakspíra, raksápu og hár- þvottalög, gætu átt á hættu minnkandi frjó- semi, stærri brjóst og minni kynfæri, vegna efna í þessum vörum sem líkja eftir kven- hormóninu estrogen. Samkvæmt breska blaðinu Sunday Telegraph vilja margir virtir breskir vís- indamenn nú láta banna þessi efni, sem ganga undir nafninu Alkyl Phenol Ethoxylates, APE, eða a.m.k. láta setja viðvaranir á umbúðirnar, svipaðar þeim sem nú eru settar á tóbaksum- búðir hér á landi. Þegar APE efnin komast í snertingu við vatn líkja þau eft- ir kvenhormónum og lama þannig virkni karlhormóna, sem sjá til þess að karlinn myndi nægjanlegt magn sæðis- fruma. Rannsóknir hafa leitt í ljós að tilvist þessarra efna í vötnum breytir hængum í hrygnur og séu karlkys rottur í miklu návígi við estrógen hefur það áhrif á eistu þeirra og Qölda sæðisfruma og getur einnig valdið krabbameini í þvagrás. Skoski efnafræðingurinn dr. Richard Dixon, sem er yfirmað- ur rannsóknadeildar umhverf- isverndarsamtakanna Vinir jarðar, segir að þar sem tengsl- in milh APE efna og afbrigði- legrar hormónastarfsemi í dýr- um séu fullsönnuð, hljóti einnig að vera hætta á að menn taki þessi efni til sín í gegn um húð- ina. í sama streng tekur prófess- or John Sumpter við Burnel há- skóla, sem hefur gert ítarlegar rannsóknir á fiskum í þessu samhengi og telur rökrétt að álykta að það sem kvengeri fiska hafi sömu áhrif á karl- menn. „Það er vitað í dag að mörg svona efni fara í gegnum húð,“ segir Reynir Tómas Geirsson, kvensjúkdómafræðingur, í sam- tali við Dag- Tímann. „Og enn- fremur að frjósemi karla á Vesturlöndum fer almennt minnkandi. Hins vegar hef ég ekki séð rannsóknir, sem sanna að það magn af APE efnum, sem berst inn um húð karlmanna við venjulega notkun á hreinlætis- vörum sé nægjanlegt til að hafa þessar afleiðingar. Það er líka erfitt að sundurgreina þættina sem kunna að valda auknum kvenhormónum í vestrænum karlmönnum, en orsakanna kann m.a. að vera að leita í breyttu mataræði þar sem þeir dæla í sig kolvetnum í stað prótína. Þannig fá karlmenn líka fitubrjóst. Kannski er þó öruggast fyrir menn að halda sig bara við vatnið og sápuna, enda eru þeir ekkert minni karlmenn þó að þeir ilmi ekki eins og heil snyrtivörubúð." Þeim íslensku karlmönnum, sem vilja helst ekki segja skilið við sinn rakspíra skal þó bent á það til hugarhægðar, að enn sem komið er a.m.k. virðist frjósemi þeirra ekki vera á und- anhaldi, því íslenskar konur fæða að meðaltah mun fleiri börn en kynsystur þeirra í ná- grannalöndunum. H.H.S. mmmm Barnið fer úr lancli Kehy Jean Helton hélt utan til Bandaríkj- anna í gær með dótt- ur sína Zenith Helton. Mæðgurnar komu frá Reykjavík í fylgd sendiherra Bandaríkjanna og lögregl- unnar til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þar flutti hún stutta yfirlýsingu þar sem hún þakkaði m.a. íslenskum stjórnvöldum fyrir veitta aðtoð. „Þetta er eins og að eignast barn á nýjan leik. Þegar við komum heim verðum við aftur fjöl- skylda,“ sagði Kelly. Þegar hún var spurð um samskipti hennar við móður sína svaraði hún engu og kvaddi íjölmiölamenn sem hafa fylgst náið með þessu óvanalega máh. Day Olin Mounth, sendi- herra Bandaríkjanna á ís- landi, sagði í samtali við blaðamann að hann væri mjög ánægður með hvernig íslensk stjórnvöld komu að málinu. „Það urðu ánægju- legir endurfundir hjá mæðgunum og við erum hamingjusamir með hvernig því lauk,“ sagði sendiherr- ann. Aðspurður hvernig tekið yrði á málefnum Han- es hjónanna, þ.e. ömmu stúlkunnar og eiginmanni hennar, sagðist hann ekki geta tjáð sig um það að öðru leyti en því að líklega myndu dómstólar I Banda- ríkjunum útkljá þau. HB, Suðurnesjum. Austurland Loðnuvertíðin kallar á endurbætur raforkukerfis Mikil ijárfesting á sér stað á Austurlandi vegna vinnslu á upp- sjávarfiski, m.ö.o. síld og loðnu, og kallar þessi gífurlega Ijár- festing í aukinni frystigetu á aukna raforku sem Rafmagns- veitur ríkisins á Austurlandi hafa brugðist við með stækkun á heimtaugum vegna þeirra umsókna sem borist hafa. RA- RIK á Austurlandi hefur þurft að auka flutningsgetu raforku á öllum þéttbýlisstöðum frá Hornafirði til Vopnaíjarðar að Borgarfirði eystra og Breiðdals- vík undanskildum. Sigurður Eymundsson, raf- veitustjóri RARIK á Austur- landi, segir að ekki hafi enn skapast nein vandræði við út- vegun þeirrar umframorku sem farið hefur verið fram á. Það eina sem vert sé að hafa áhyggjur af er að kerfin á ein- staka stöðum séu of veik vegna notkunar þessara stóru véla RARIK hefur þurft að auka flutningsgetu raforku á flestum stöðum frá Hornafirði til Vopnafjarðar og ekki þarf að grípa til díselvéla þegar að mesta álagstíma kemur. sem settar hafa verið upp, þ.e. þeim startstraumi sem þær þurfa sem er um Ijórfalt meiri en venjuleg notkun. Þannig vandamál þarf að leysa á Stöðv- arfirði. Orkunotkunin mun auk- ast um 10 megawött þegar öll frystihús og verksmiðjur verða komnar í fulla notkun á loðnu- vertíðinni, en í dag er notkunin um 30 megawött. Hvergi á Austurlandi eru keyrðar dísel- vélar í dag til raforkufram- leiðslu, en þær eru til staðar sem varaafl á öllum þéttbýlis- stöðum ef í nauðir rekur. Raf- orkan til sjávarútvegsins er seld á iðnaðargjaldi, og er sú gjald- skrá í lægri kantinum, en mis- jöfn eftir því hvernig hún er nýtt, lægst við bestu nýtinguna. Hún skiptist í aflgjald og orku- gjöld, og ef hámarksnotkun eykst skyndilega verður aflgjald tiltölulega hátt. GG V-Skaftafellssýsla Einn læknir í sýslunni Slæmt ástand ríkir nú í læknamálum í Vestur- Skaftafellssýslu. Einungis einn læknir sinnir íbúum á svæðinu frá Austur-Eyjafjalla- hreppi að Lómagnúpi og er þar um að ræða miklar vegalengdir. Læknirinn sem þessu sinnir, hefur aðsetur í Vík í Mýrdal en ekki hefur tekist að manna stöðu læknis á Kirkjubæjar- klaustri sem á að sjá um aust- ari hluta V- Skaftafellssýslu.. Þetta ástand hefur varað síð- an læknar sögðu upp störfum í haust. Læknirinn sem áður starfaði á Kirkjubæjarklaustri endurréði sig ekki er samning- ar tókust við lækna og því hef- ur verið læknislaust síðan á Klaustri. Afleysingalæknir fékkst um mánaðartíma í vetur og yfir jólin. Læknirinn í Vík hefur því verið á bakvakt mán- uðum saman og ekki fengið neinn til að leysa sig af. Hann kemur tvisvar í viku á Klaustur. Margt fólk fer daglega austur að Skeiðarársandi til að skoða ummerki hlaupsins og þar hafa orðið óhöpp en ekki alvarleg fram að þessu. Búið er að ráða lækni í stöð- una á Kirkjubæjarklaustri en sá böggull fylgir skammrifi að hann kemur ekki til starfa fyrr en í haust. Væntanlega fást læknanemar til starfa í sumar en fram að því sinnir læknirinn í Vík öllu svæðinu. -hþ.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.