Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Síða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Síða 10
10 - Laugardagur 25. janúar 1997 ^Dagur-'SImrám L Landsvirkjun ÚTBOÐ Hágöngumiðlun Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í gerð Hágöngumiðlunar í samræmi við útboðsgögn HÁG-01. Verkið felur í sér að stífla Köldukvísl austan Syðri-Há- göngu með jarðstíflu, gera botnrás með tilheyrandi búnaði í stífluna, grafa yfirfallsrennu við enda stíflunnar og steypa í hana yfirfallsþröskuld, hlaða jarðstíflu norð- an Syðri-Hágöngu, leggja veg og byggja brú yfir að- rennslisskurð Kvíslavatns (Eyvindarskurð). Helstu magntölur eru áætlaðar: Fyllingar 370.000 rúmmetrar Steypa 2.000 rúmmetrar Gröftur lausra jarðlaga 190.000 rúmmetrar Sprengigröftur 35.000 rúmmetrar Verktaki skal Ijúka verkinu eigi síðar en 1. desember 1998. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeg- inum 27. janúar 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upp- hæð kr. 10.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 25. febrúar 1997. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að Bústaðavegi 7, Reykjavík, sama dag, 25. febrúar 1997, kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera við- staddir opnunina. m INNKAUPASTOFNUN B REYKJAVÍKURBORGAR I Frfkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík / Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616 ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir til- boðum í að hanna, smfða, setja upp, prófa og stilla hreinsikerfi, tilheyrandi hitakerfi og sótthreinsibúnað fyr- ir nýja sundlaug og potta í Grafarvogi í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri. Hægt er að fá gögnin á ensku. Opnun tilboða: þriðjud. 25. febrúar 1997, kl. 11.00 á sama stað. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignarstofnun- arinnar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum í dúkalögn fyrir hjúkrunarheimilið Skógarbæ að Árskógum 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Opnun tilboða: miðvikud. 5. febrúar 1997, kl. 15.00 á sama stað. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignarstofnun- arinnar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum vegna kaupa á húsgögnum fyrir hjúkrunarheimilið Skógarbæ að Árskóg- um 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá og með þriðjud. 28. jan. n.k. gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtud. 6. febrúar 1997, kl. 14.00 á sama stað. Próf fil réttinda leigumiðlunar Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með að próf fyrir þá sem hyggjast sækja um leyfi til að reka leigumiðlun, skv. 2. gr. reglugerðar nr. 675/1994 um leigumiðlun, verður haldið 28. febrúar n.k. Umsóknum um að gangast undir próf skal skilað til fé- lagsmálaráðuneytisins fyrir 24. febrúar n.k. á þar til gerðum eyðublöðum er liggja frammi í ráðuneytinu. Félagsmálaráðuneytið, sfmi 560 9100. P JÓÐMÁL Að slást við vindmyllur Kári Arnórsson fv. skólastjóri, skrifar S þeirri miklu umræðu sem orðið hefur um skólamál, sem í sjálfu sér var kærkom- in, hafa menn velt upp ýmsum þáttum kennslunnar og skóla- skipulagsins sem hugsanlegum blóraböggh vegna stöðunnar í margfrægri Times-könnun. í síðustu grein fjallaði ég um uppeldis- og kennslufræðina, sem er einn af undirstöðuþátt- um kennaramenntunar. En það sem nú verður tekið fyrir, er sú firra að sú ákvörðun, sem tekin var fyrir 30 árum, að hætta að flokka nemendur eftir hæfileik- um í bekki í þéttbýUnu væri lík- legasta ástæðan fyrir slakri frammistöðu í stærðfræði í dag. Nú er það svo á íslandi að í Upphrópanir af því tagi, að blöndun í bekki hafi leitt til lakari árangurs eru alveg makalausar. Manni hlýtur að bregða í brún þegar slíkar fullyrðingar eru settar fram á hinu háa Alþingi af, að maður hélt, viti- bornum mönnum. Vanþekking þeirra er svo alger um skólahald. fleiri skólum en færri hafa nem- endur alltaf verið í blönduðum námshópum frá því að skófa- hald hófst. Þannig var það, þó farið væri að flokka nemendur niður í blokkir í stærstu þéttbýl- isstöðunum. Ekki hef ég heyrt þess getið að þessir nemendur þ.e. til sveita eða í minni sjávarplássum hefðu hlotið ein- hvern skaða af því að ganga í óraðaðan heimaskóla eða væru verr undir lífið búnir vegna þess að ekki var hægt að raða í þeirra skóla. Afburðanemend- urnir í framhaldsskólum komu nefnilega ekkert síður frá þess- um dreifðu skólum. Upphrópanir af því tagi, að blöndun í bekki hafi leitt til lak- ari almenns árangurs eins og þess sem mældur var í Times, eru alveg makalausar. Manni hlýtur að bregða í brún þegar slíkar fullyrðingar eru settar fram á hinu háa Alþingi af, að maður hélt, vitibornum mönn- um. Vanþekking þeirra er svo alger um skólahald. Kannski liggur þar vandi skólanna í dag. Framsóknarþingmaðurinn, sem hélt þessari firru fram í þing- sölum fyrir skemmstu, hefur líklega ekki áttað sig á því að núverandi ráðherrar Fram- sóknarflokksins eru líklega allir komnir úr óröðuðum bekkjum, en hinn hluti ríkisstjórnarinnar sennilega öll úr röðuðum bekkj- um og því snemma flokkaðir inn í lögfræðina. Ekki treysti ég mér til að segja fyrir um hvað afburðagreind hefur haft með þetta að gera. Niðurlægjandi flokkun Menn hættu röðun í bekkina vegna þess hve hún var niður- lægjandi fyrir fjölda nemenda. Menn hurfu frá því að stokka þá upp í ákveðnar blokkir og reyna með þeim hætti að setja þeim bás fyrir lífstíð. Ég var við kennslu og skólastjórn í rúm fjörutíu ár og þekki vel þennan feril og líka vel hvaða áhrif þessi röðun hafði á nemendur og möguleika þeirra síðar í líf- inu. Hitt er svo annað mál að þegar þessi ákvörðun var tekin að hætta röðuninni, þá var því ekki fylgt eftir með því að þjálfa kennara í breyttum vinnu- brögðum, þ.e. vinna með bland- aða hópa. Margir héldu áfram að kenna eins og nemendur væru allir eins, en í blönduðum bekk þarf aðra kennslutækni. Það þarf að beita meiri einstak- lingskennslu, eins og menn höfðu reyndar alltaf gert í sveitaskólunum til langs tíma. Þannig geta nemendur farið mishratt yfir námsefni og engin nauðsyn að þeir séu að vinna allir það sama. Þeir sem gengur vel í einni grein, t.d. stærðfræði, geta þá haldið áfram, svo fremi að námsefni sé fyrir hendi, eða tekið sér eitthvað annað fyrir hendur. Opni skólinn svokallaði bygg- ir einmitt á mikilli blöndun. Hann gerir ráð fyrir því að hver einstaklingur sé í skólanum á eigin forsendum og geti unnið þannig að námi sínu. Það er engin raunveruleg skynsemi í því að allir eigi að hafa sama stundaíjölda í hverri grein. Sá sem á auðvelt með stærðfræði lýkur sínu námsefni á tveimur tímum á viku, þegar annar þarf fimm. Hann hefur þá tíma til að kafa dýpra í efnið eða verja tíma sínum til að fást við annað þroskandi nám. En auðvitað þarf að gefa skólunum kost á því, m.a. hvað námsefnið varð- ar, að vinna þannig með nem- endunum. í einstaklingsbund- inni kennslu er kostur að hafa hópinn sem blandaðastan til að forðast það að kennslan verði miðstýrð. En sú aðferð sem nú er hrópað á, að flokka nemendur í „Ástæðan fyrir frekar slöku gengi í stærðfræði miðað við Evrópuþjóðir ligg- ur í áhugaleysi fólks fyrir skólanum og þeirri afstöðu ráðamanna að gæta þess að eins Iftið fjármagn renni til mennta- mála og frekast er hægt“ segir Kári Arnórsson í grein sinni. bekki eftir getu eingöngu, er af- leit. Hún á ekkert skylt við það að skipta bekkjum upp í náms- hópa um einstök verkefni eða áhugasvið í tímabundinni vinnu. Eðli málsins samkvæmt eru þessir hópar misjafnir frá einu verkefni til annars. f þessu kerfi geta hæfileikaríkir nem- endur notið sín mjög vel. Nám í skóla er ekki eingöngu bundið við þekkingu í einstök- um fögum, heldur ekki síður þjálfun í því að vinna með öðr- um og þjálfun í mannlegum samskiptum. Það, sem sker úr þegar námi lýkur, er hvernig nemandanum tekst að vinna úr þeirri þekkingu sem hann býr yfir. Meginmál grunnskólans er að efla þroska einstaklingsins og búa hann á þann hátt sem best undir lífið. Síðar tekst hann á við þann þátt að mennta sig til ákveðinna starfa. Að slást við vindmyllur Skólinn hefur þá skyldu að gera þetta sem best hann getur, og breytir þar engu hvort bóknám liggur vel eða illa fyrir hverjum einstaklingi. Skólinn á að mínu viti einnig að þjálfa nemandann við að vinna í venjulegu um- hverfi. Áfangafyrirkomulagið í fram- haldsskólunum gefur kost á því að menn fari mishratt í einstök- um námsáföngum. Þar er verið að koma til móts við einstak- linginn með svipuðum hætti og nefnt er hór að framan. Ástæðan fyrir frekar slöku gengi í stærðfræði miðað við Evrópuþjóðir hggur ekki í röð- unarleysi. Þar eru menn að slást við vindmyhur. Ástæðurnar er að finna á allt öðrum stað, nefnilega í áhugaleysi fólks fyrir Menn hættu röðun í bekkina vegna þess hve hún var niður- lægjandi fýrir fjölda nemenda. Menn hurfu frá því að stokka þá upp í ákveðnar blokkir og reyna með þeim hætti að setja þeim bás fyrir lífstíð. skólanum og þeirri afstöðu ráðamanna að gæta þess að eins lítið fjármagn renni til menntamála og frekast er hægt. Það hafa engir verið jafn öt- ulir við að benda á það en skólamenn sjálfir hvert stefndi með áframhaldandi hætti. Ég minni á þau skrif sem urðu þeg- ar niðurskurðurinn var sem verstur í menntamálum árið 1992. Þá var rækilega bent á að slíkt gæti ekki leitt til annars en þess að skólarnir hlytu að drag- ast aftur úr miðað við aðrar þjóðir. Vegna fámennis þyrfti ís- land helst að standa framar öðrum í menntun. Samkeppnis- aðstaða dvergríkis krefst þess. Sífelldur niðurskurður í menntakerfinu hefur leikið okk- ur hart á þessu sviði. Menntun- in verður því aðeins bætt að þessum hugsunarhætti verði breytt, en kannski þarf þjóðin og ráðamenn hennar alltaf að fá ábendingarnar erlendis frá, því öðru virðist ekki trúað. Skilningur á því að skólinn þurfi að geta brugðist við breyttu samfélagi verður að vera fyrir hendi. Það er ótækt að ætla honum sífellt fleiri verk- efni til úrlausnar, án þess að sköpuð séu skilyrði til þess. Um aðhald að skólanum, agamál og ekki síst hvernig okk- ur hefur tekist að vinna úr þeirri menntun sem ungu fólki býðst verður fjallað í næstu grein.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.