Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Page 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Page 11
iDagur-ÍEimiim PJÓÐMÁL Laugardagur 25. janúar 1997 -11 Konur og starfsmenntim Þórun H Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar skrifar s Itilefni af 90 ára afmæli Kvenréttindafélags íslands hef ég verið beðin að segja aðeins frá þeim áhrifum sem starfmenntun á vegum Starfs- mannafélagsins Sóknar hefur haft á stöðu kvenna á vinnu- markaðinum. Pað var á árun- um 1974-75 sem nefnd á veg- um Sóknar undirbjó starfsnám með því að kynna sér m.a. það sem væri að gerast á Norður- löndunum og einnig hér heima. Nefndin varð sammála um að koma á starfsnámi í samráði við vinnuveitendur. í’að var svo árið 1976 að fyrsta kjarnanám- skeið í umönnun var haldið í þáverandi Sjúkraliðaskóla. Námið var vel skipulagt og komust færri að en vildu. Pað var haft nokkuð þungt og lauk Fjárfesting í starfs- menntun hefur m.a. skilað sér í því að starfsfólk stoppar lengur í starfsgrein- inni og er ánægðara í vinnunni. því með prófl. Reynsla kvenn- anna var góð og voru þær ánægðar að fá þetta tækifæri. En tveimur árum síðar fluttist námið til Námsflokka Reykja- víkur og hefur verið þar síðan í farsælum höndum Guðrúnar Halldórsdóttur. Uppbygging námsins jókst smátt og smátt og fékk næsta starfsgrein nám- skeið 1979 en það voru leik- skólastarfsmenn. Stuttu síðar var ákveðið að íjölga námskeið- unum og urðu þá til svokölluð - auknir möguleikar á vinnumarkaði Valgreinanámskeið. Þau voru fyrst 50 kennslustunda löng en voru lengd í 70 stundir síðar. Frá þessum árum hefur stöðugt verið bætt við námskeiðsteg- undum og hafa nú allar starfs- greinar Sóknar rétt til að sækja í allt 230 kennslustunda starfs- nám. Þessum áfanga hefur ver- ið náð með þrotlausri baráttu og óbilandi trú á að þetta væri rétta leiðin til aukinna starfs- möguleika og jafnframt betri launa. Fjárfesting í starfs- menntun hefur m.a. skilað sér í því að starfsfólk stoppar lengur í starfsgreininni og er ánægð- ara í vinnunni. Þá er einnig önnur hhð á þessu starfsnámi sem vert er að gefa gaum. Við þá hvatningu sem starfsnám er hefur það orðið til þess að fjöld- inn allur hefur haldið áfram námi þá bæði í frístundanámi og einnig í auknu námi. Þannig hefur hvatinn orðið til að efla sjálfsmat einstaklingsins þannig að trú og kjarkur hafa skapast til að takast á við frekara nám. Mjög margir starfsmenn á leik- skólum hafa komið inn til starfa í nokkur ár og síðan farið áfram í leikskólakennaranám. Svipaða sögu er að segja um þroskaþjálfanám og sjúkraliða- nám en oft helgast námsvalið af því sem efst er á baugi varðandi starfsör- yggi hverju sinni en það er eitt af þeim vanda- mál- Mynd: GS um sem konur í ófaglærðum störfum þurfa hvað mest að búa við. Starfsöryggi þeirra er minna en almennt gerist á vinnumarkaðnum. Starfsöryggi þeirra eykst þó verulega við aukna starfsmenntun en enn frekar ef mn framhaldsnám er að ræða þar sem sumar starfs- stéttir hafa forgang til starfa mnfram aðrar. Launa- möguleikar starfs- manna sem taka starfsnám geta batnað glk verulega þar sem námið er 4 bundið r' í kjara- samn- inga og gef- ur hvert nám- skeið ákveðna launahækk- un. Þetta kerfi höfum við talið vera konum sérstak- lega til framdrátt- ar og gefa þeim aukna möguleika á vinnumarkaði. Starfsnámið geta starfsmennirnir flutt með sér á milli vinnustaða í sömu eða skyldri starfsgrein vítt og breytt um landið. Frá því er gengið í velflestum samn- ingum. Það má nefna sem gott dæmi um hve mikils virði starfsnámið er að þeir starfs- menn Heimaþjónustu sem lokið hafa öllum námskeiðum hafa haldist mun betur í starfi og fyrir þeim er borin mun meiri virðing bæði af þeirra yfir- mönnum og skjólstæðingum. Þá hefur þessi starfsstétt verið að öðlast hægt og sígandi betri stöðu á flestum sviðum. Þessi starfsgrein á eftir að vaxa vegna ijölgunar aldraðra og einnig vegna þess hve fljótt sjúkrahúsin útskrifa fólk. Því er brýnt að gott starfsnám standi þeim sem og öðrum til boða því miklar kröfur eru gerðar til þessara starfsmanna oft langt umfram það sem sanngjarnt getur talist hvað þá að það sé launað sem skyldi. Starfsnám er því gott tæki konum til fram- dráttar bæði í launum og starfi. Að störfum á saumastofu á Hvammstanga Getur keðjan verið sterkari en veikasti hlekkurinn? Ágæti ráðherra. Styrkur stjórnvaldsákvarðana kom mér í hug í gærkveldi þeg- ar þú sagðir í Dagsljóssþætti Sjónvarpsins að stjórnvöld hefðu fylgt laga- og reglu- ákvæðum við umhverfismat og aðrar aðgerðir vegna mögulegs álvers á Grundartanga. Hafa stjórnvöld ekki leynt fyrir almenningi veigamiklum þáttum málsins, svo sem fram- leiðslukostnaði rafmagnsins (í stofnkostnaði og rekstrarkostn- aði), sem opinberir íslenskir að- Opið bréf til Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra: ilar þurfa að afhenda, verði af samningum, og hverjar verði tekjur af rafmagnssölunni og aðrar tekjur, svo sem af tollum og sköttum, meðal annars í samanburði við aðra fjárfest- ingarmöguleika? Ég óttast að mengunarmálum álversins verði illa sinnt. Ekki síður eftir að iðnaðarráðherrann upplýsti á Arnarhóli síðastliðinn laugar- dag, að hann ráðgerði að skipa vinnuhóp til að mæla og hafa eftirlit með mengun álversins. Auðvitað er ég líka forvitinn að sjá gögn og greinargerðir sem íslensk stjórnvöld hafa afl- að sér um það hvernig mögu- legur rekstur Grundartangaál- versins samrýmist þjóðréttar- legum skuldbindingum íslands, t.d. Ríósamningum. Hvaða fræðimenn á sviði alþjóðaréttar hafa gefið álit? Er mögulegt að íslendingar geti aukið verulega mengun hér á landi vegna þess að búnaður í álverið verður að einhverju leyti gamall frá Þýskalandi? Geta íslendingar smokrað sér fram hjá mengun- armörkum með því að rækta skóg? Er hér með óskað upplýs- inga um þetta og raunar eftir öllum gögnum og upplýsingum fyrir almenning, sem Umhverf- isráðuneytið hefur og varðar Grundartangaálverið og mögu- lega mengun þess. Við mat á stjórnvaldsaðgerð- um mega menn ekki gleyma hvar þeir eru staddir. Ég minni á að opinberlega hefur oft verið sagt frá athugunarverðum meintum lögbrotum æðstu embættismanna lýðveldisins, sem ekki eru rannsökuð. Við þurfum ekki að fara langt, ekki lengra en að ráðuneytisstjóra í Iðnaðarráðuneytinu, þeim sem nú sinnir kynningarmálum. Ýmsir aðrir opinberir starfs- menn hafa sætt ásökunum af opinberri hálfu um meint lög- brot, en ekki er vikið að brest- um þess kerfis, sem lögskylt er að fjalla um lögbrotin. Skuggi lögbrota og aðgerðarleysis rétt- arkerfisins fellur á lögbundið sjálfstæði og óhlutdrægni ís- lenskra embættismanna grund- vallaratriði allra stjórnvalds- ákvarðana.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.