Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 1
LÍFIÐ í LANDINU Miðvikudagur 29. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur -19. tölublað UNGAR KONUR ERU BTARTSÝNAR í DAG Það hefur mikill árangur orðið í jafnréttisbarátt- unni en mörgu er enn ólokið. Við þurfum ekki annað en að líta á tölur til að sjá það. Launamisréttið milli karla og kvenna er geysilegt. Karlar eru í áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Pað er því langt í land með að jafnrétti sé að fullu náð,“ segir Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú en hún var einmitt heiðursgestur á 90 ára afmælis- hátíð Kvenréttindafélags ís- lands á mánudag og samþykkti að veita örstutt viðtal í tilefni þess. Amman barn síns tíma Á afmælishátíðinni flutti Guð- rún Katrín ávarp og benti á að saga Kvenréttindafélagsins væri samofin baráttusögu íslenskra kvenna fyrir auknum réttind- um. Oft hefði verið dimmt yfir í þessari sögu og ávinningarnir hefðu ekki staðist væntingar. Konur væru enn í áhrifum og völdum á eftir körlum við mót- un þjóðfélagsins og bæru minna úr býtum fyrir vinnuframlag sitt. f’rátt fyrir þetta hefði svo mikið áunnist að því mætti líkja við fáránleika að konur hefðu með harðfylgi þurft að sækja kosningarétt og kjörgengi í byrjun aldarinnar. I ávarpi sínu nefndi Guðrún Katrín dæmi um breytta stöðu kvenna og sagði að amma sín hefði verið „barn síns tíma“. Hún hefði í raun aldrei átt neitt nema það sem henni hefði verið rétt af manni sínum og hún hefði sáralitlu ráðið varðandi líf sitt. „Hlut- skipti konunn- ar var það sem eigin- maðurinn bauð henni," sagði Guðrún Katrín og benti á að mikið vatn hefði runnið til sjávar síð- an. Réttindi kvenna væru nú ljós. í dag þyrftu konur bara að ganga til verks og nýta þau. Ungar konur gengju til móts við framtíðina fullar bjart- sýni á jafna möguleika kynjanna. Pau viðhorf fælu í sér mikinn sigur. Frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir var heiðursgestur á afmælishátíð Kven- réttindafélags íslands nýlega. Hún hefur verið mjög önnum kafin undan- farna mánuði enda segir hún að ekki hefði verið hægt að sameina það að vera maki forseta og útivinnandi um leið. Myndir: Pjetur Eigum að framkvæma „Við höfum réttinn og við eigum að framkvæma," segir Guðrún Katrín aðspurð um stöðu ungra kvenna í dag. Hún bendir á að ungum konum þyki nú sjálfsagt að fá sömu menntun og karl- menn og hafa jafna stöðu á við þá. „Það er eðli- legt að konur takist á við lífið eins og karlar," segir hún. Frú Guðrún Katrín starfaði lengi sem fram- kvæmdastjóri Póstmannafé- lags íslands og var virk í félags- málum, meðal annars sem bæj- arfulltrúi á Sel- tjarnarnesi í 16 ár. Hún hefur hætt þeim störf- um til að geta sinnt þeim skyldum sem fylgja embætti forseta fslands. Guðrún Katrín segir að það hafi verið sér umhugsunarefni í aðdraganda kosninganna hvaða breytingar yrðu á hennar högum ef maður hennar næði kjöri. Endalaus verkefni „Þetta hefur ekki verið mér erf- ið staða. Það hefði ekki verið hægt að sam- eina það að vera maki for- seta og vera útivinnandi um leið. Ég hef sjaldan verið önnum kafnari heldur en undan- farna mánuði. Það eru enda- laus verkefni. Vinna mín hefur verið svo mikil að ég hef eigin- lega ekki mátt vera að því að leiða hugann að því hvort það væri betra eða skemmti- legra að vera með eigin starfsvettvang annars stað- ar,“ segir Guðrún Katrín. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú flutti ávarp á 90 ára afmœlishátíð Kvenréttindafélags íslands. Hún sagði að í dag vœru ungar konur bjartsýnar um möguleika sína til jafns við karla.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.