Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Síða 2
14- Miðvikudagur 29. janúar 1997 íDagur-Cmtimx HÁSKÓLALÍFIÐ f LANDINU Að lærasemmest - og líða sem best „Hjá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri hefur verið mörkuð sú stefna að nemendum eigi að líða vel í námi; að þeir læri sem mest og líði sem best. Þessi hugmyndafræði byggist m.a. á rannsókn sem ég gerði á upplif- un nemenda á umhyggju- eða umhyggjuleysi í samskiptum við kennara og áhrifum þess á námsáhuga þeirra og -árangur. í rannsóknum sem ég hef gert kemur í ljós að umhyggjuleysi hefur neikvæð áhrif á bata sjúklinga, en góð umhyggja get- ur aftur þýtt að þeir komist fyrr heim á sjúkrahúsi. Á sama hátt getur kennari, sem ekki veldur starfi sínu, haft neikvæð áhrif á námsáhuga- og árangur nem- enda sinna,“ segir Sigríður Halldórsdóttir forstöðumaður heilbrigðisdeildar. Einvala kennaralið Hugmyndir Sigríðar um kennslu í hjúkrunarfræði eru eftirbreytniverðar. „Við leggjum allt upp úr því að hér starfi góðir kennarar, sem sýni nem- endum sínum faglega um- hyggju. Slíkt tel ég gera þá að góðum hjúkrunarfræðingum, þegar þeir eru komnir til starfa úti á sjúkrahúsunum,“ segir hún. Hjá heilbrigðisdeild HA er tvisvar á vetri efnt til svonefns Dags heilbrigðisdeildar. Þá eru nemendur m.a. spurðir um álit sitt á ýmsum þáttum í starfi „Höfum lagt áherslu að nemendur geti bjargað sér við hvaða aðstæður sem er. Þar get ég til dæmis nefnt bráðahjúkrun," segir Sigríður Halldórsdóttir forstöðu- maður heilbrigðisdeildar, sem hér er í kennslustund með nemendum. - Mynd: - JHF. deildarinnar og hefur þessi dagur þegar skilað miklum ár- angri í starfi deildarinnar, að mati Sigríðar. Þá hefur einu sinni á misseri sl. fjögur ár ver- ið gert mat á námi og kennslu sem hefur skilað sér í góðum og færum kennurum. Sú meðal- einkunn sem nemendur gáfu kennurum sínum fyrir íjórum árum var ekki ýkja há en er nú um 7,5. „Þeir kennarar sem lakastir hafa komið út úr þess- ari könnun, það er einkunn fyr- ir neðan 5,0, hafa í dag allir snúið sér að öðrum störfum. í dag myndi ég segja að heil- brigðisdeild HA hefði á að skipa einvala liði kennara," segir Sigríður. Rösklega 100 nem- endur Nemendur hjúkrunar- fræðum heilbrigðis- deild HA í dag eru rösklega 100. Nám í hjúkrunarfræði til BS gráðu tekur íjögur ár og eru nemend- ur á hveiju námsári um eða rétt yfir 25. Að mati Sigríðar stendur deildin vel að vígi hvað varðar kennara og tilhögun námsins, en rannsóknir þarf þó tilfinnanlega að efla. Við heilbrigðisdeild er starfandi sérstakt gæða- ráð, en það skipa tveir fulltrúar kennara og jafn- margra nemenda. Megin- tilgangur þess er að auka gæði náms við deildina, eins og Sigríður kemst að orði. Meðal þess sem framundan er hjá gæða- ráðinu á næstunni er að gera könnun meðal hjúkrunarfræðinga út- skrifaðra frá deildinni hvernig þeir hafi spjarað sig úti á vinnumarkaðin- um, en einnig verða yfir- menn þeirra á heil- brigðisstofnun- um spurðir um hvernig starfs- menn þeir hafi reynst. Niður- stöðum þessar- ar könnunar kveðst Sigríður ekki kvíða, enda hafi hún víða heyrt við- horfin og þau séu yfirleitt já- kvæð. Fjarnám fer af stað í lok þessa mánaðar fer af stað samstarf Heilbrigðisdeildar HA og háskólans í Manchester á Englandi um íjarnám til MS- gráðu í hjúkrunarfræði. Náms- gögn verða send m.a. með tölvutæku formi til HA, sem miðlar þeim m.a. í gegnum al- netið til nemenda sinna víða um land. Þurfa nemendurnir að koma í skólann þrisvar sinnum á hverju námsmisseri, þá til skrafs og ráðagerða um nám sitt og námsefm. Skyldur við lands- byggðarfólk Sigríður Halldórsdóttir bindur ekki síst vonir við að nám af þessu tagi geti hentað fólki í heilbrigðisstéttum, sem búsett er á landsbyggðinni. Að hennar mati hefur Háskólinn á Akur- eyri, sem Iandsbyggðarstofnun, siðferðislegum skyldum að gegna við það fólk. „Við höfum lagt áherslu að nemendur geti bjargað sér við hvaða aðstæður sem er. Þar get ég til dæmis nefnt bráðahjúkrun. Hjúkrun- arfræðingar úti á landi verða að geta veitt skjólstæðingum sín- um aðstoð við slíkar aðstæður,“ segir Sigríður, og hún heldur áfram: „Ég sagði að við hefðiun ein- mitt ákveðnar siðferðislegar skyldur gagnvart heilbrigðis- menntuðu fólki á landinu og menntun þess. Staðreyndin er sú að mikið af hjúkrunarfræð- ingum sem útskrifast frá HA setjast að úti á landi og starfa þar. En þeir sem nema þessa sömu grein við Háskóla íslands í Reykjavík setja sig frekar nið- ur í Reykjavík og starfa á heil- brigðisstofnun, þar sem sérhæf- ing er meiri og minna reynir á að bjarga sér og sjúklingum sínum í nánast hverju sem er.“ -sbs. við „/ rannsóknum sem ég hef gert kemur í Ijós að um- hyggjuleysi hefur neikvœð áhrif á bata sjúklinga, en góð umhyggja getur aftur þýtt að þeir komist fyrr heim á sjúkrahúsi en ella. “ Smæðin er styrkur okkar „Það er ljóst að við getum skipulagt tengsl okkar við atvinnulífið mun betur en flestir aðrir háskólar, fyrst og fremst vegna smæðar okkar. Nemendur í þriggja ára markaðsfræðinámi við rekstrardeild HA eru um 30, á meðan nemar í sambærilegu námi við Háskóla íslands eru kannski 300. Smæðin er okk- ar styrkur hvað varðar verkefnavinnu nemenda í fyrirtækjum - og helsti styrk- ur rekstrardeildar í heild sinni eru góð tengsl við atvinnulífi," segir Bjarni Hjarðar, forstöðumaður rekstrardeildar Háskólans á Akureyri. Styrkur fyrirtækja og nemenda Um 70 manns stunda í vetur nám við rekstrardeild HA. í boði er tveggja ára nám á iðnrekstrarbraut, þriggja ára nám til BS ===== gráðu, annarsvegar á markaðssviði og hinsveg- ar á stjómunarsviði, þar sem áhersla er lögð á gæðastjórnun - ásamt ljórða námsárinu í gæða- stjórnun. Náin tengsl við ____________________ atvinnuh'fið hafa frá upp- -------;----- hafi verið aðalsmarki náms við Háskólann á Akureyri. Fyrir- tæki á Akureyri - og víðar - hafa sóst eft- ir að fá nemendur frá rekstrardeild í vinnu við einstök verkefni, sem lúta til dæmis að markaðs, og þróunarstarfi. Stjórnendur sumra þeírra hafa í fram- haldinu ráðið nemendur til sumarstarfa við að halda áfram í verkefnum á sömu nótum. Hafa fyrirtækin þá jafnvel getað mætt launakostnaði með styrk úr Ný- sköpunarsjóði námsmanna. Góður gagnabanki „Stjórnendur fyrirtækja eru að átta sig á því að fólk, útskrifað frá HA, er margs megnugt. Þeir vita líka að ef þeir ráða þá ekki í vinnu, þá gera keppinautar það í staðinn," segir Gunnar Karl Níelsson, sem Reka - félags nema í rekstrardeild. Að undanförnu hafa nemendur rekstrardeildar unnið að gerð viðhorfs- könnunar meðal stjórnenda fyrirtækja í bænum um rekstrarumhverfi. Könnunin er samstarf Atvinnumálaskrifstofu Akur- eyrarbæjar og Rannsókna- stofnunar Há- „ Við getum skipulagt tengsl okkar við atvinnulíf- ið mun betur en flestir aðr- ir háskólar, fyrst og fremst vegna smœðar okkar. “ skóians á Akur- eyri. Svör hafa borist frá stjórnendum um 160 fyrir- tækja. Gunn- laugur Sig- hvatsson, for- stöðumaður RHA, segir gott yfirlit fást yfir atvinnuh'f- ið á Akureyri með þessari könnun - og niðurstöður hennar verði gagnabanki fyrir enn frekari rannsóknarverkefni sem kennarar og nemendur rekstrar- deildar vinna að á hverjum tíma. Þrefölduð sala á hangiáleggí Niðurstöður þessarar könnunar verða birtar í næsta mánuði. Þó eru línur nú þegar farnar að skýrast. Könnunin leiðir m.a. í ljós að þrátt fyrir bættar samgöngur og nokkuð stöðugan íbúa- Qölda á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu hefur verslun ekki dregist saman, eins Bjarni Hjarðar, forstöðumaður rekstrardeildar Háskólans á Akureyri, sem er til vinstri á þessari mynd og Gunnlaugur Sighvatsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar HA. Mynd: JHF og margur kynni að ætla. Ástæðan er talin vera skýrari og markvissari mark- aðssetning hjá verslunarmönnum bæjar- ins. Þá segja stjórnendur að þeir vilji áfram staðsetja fyrirtæki sín norðan heiða, því rekstrarumhverfið sé harla gott. Verkefni þau sem nemendur rekstrar- deildar vinna fyrir fyrirtæki eru unnin án endurgjalds. Stjórnendur deildarinn- ar h'ta svo á að hagur háskólans og nem- enda hans að fá aðgang að fyrirtækjxm- um - og þau hagnist á því á móti. „í nýjasta fréttabréfi Landsbréfa er sagt frá verkefni sem var unrnð í sam- starfi við Kjarnafæði, er laut að mark- aðssetningu hangiáleggs. Sala þess hef- ur þrefaldast að undanförnu, eftir að áherslum í framsetningu og markaðs- starfi var breytt. Þetta er dæmi um hvernig tengsl atvinnuhfs og háskóla koma að góðum notum,“ sagði Bjarni Hjarðar. -sbs. Háskólinn á Akureyri Opið húsá laugardag Opið hús verður á laugardag hjá Háskól- anum þar sem starfsemi skólans verður kynnt. Meðal annars verður opið hús hjá deildum hans og kynnt sú starfsemi sem þar er í gangi. Dagur-Tíminn tók forskot á sæluna og kynnti sér það helsta sem er í gangi hjá heilbrigðis- og rekstrardeild- um. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.