Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Side 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Side 6
18 - Miðvikudagur 29. janúar 1997 |Dagur-®ímímt MENNING O G LISTIR Goðum steypt af staUi Farið er að sneiðast um goðsögulegan uppruna nafna eftir að sýnt varfram á að Njarðvíkur eru ekki nefndar eftir Nirði sjávarguði, heldur á nafngiftin sér jarðhundnari rœt- ur. Þetta sannaði Þórhallur Vilmundarson ífyrirlestri sem hann flutti um efhið, þar sem hann hrakti þá viðurkenndu skoðun frœðimanna, sem annarra, að Njarðvíkur heitið vœri kennt við Njörð sem bjó í Nóatúnum samkvœmt goða- frœðinnt Nú hefur Þórhallur hœtt um hetur og sýnir Jram á að fuglinn óðinshani, sé alls ekki fugl Óðins, heldur eigi nafngiftin sér allt annan og ólíkan uppruna, sem kemur gömlu goðunum ekkert við. LEIKFELA6 AKUREYRAR Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 óra, söngur, gleöi, gaman Frumsýning fimmtudaginn 30. jan. kl. 20.00. 2. sýning laugard. 1. febr. kl. 20.00. UPPSELT Athugið breyttan sýningartíma. Handrit: Hallgrímur Helgi Helgason. Utsetning og stjórn tónlistar: Roar Kvam. Búningar: Freygerður Magnúsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikstjórn: Sunna Borg. Einsöngvarar: AÓalsteinn Bergdal og Sigríður Elliðadóttir. Hljóðfæraleikarar: Gréta Baldursdóttir og Richard Simm. Afmælistilboð Miðaverð 1500 krónur. Undir berum himni eftir Steve Tesich Sýningar á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) Föstud. 31. jan. kl. 20.30. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hæat að hleypa gestum inn í salinn ertir að sýning er hafin. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. • besti tími dagsins! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson i kvöld. Örfá sæti laus. Laugard. 1. febr. Uppselt. Laugard. 8. febr. Nokkur sæti laus. fimmtud. 13. febr. sunnud. 16. febr. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen 9. sýn. fimmtud. 30. jan. Uppselt. 10. sýn. sunnud. 2. febr. Uppselt. Fimmtud. 6. febr. Örfá sæti laus. Sunnud. 9. febr. Nokkur sæti laus. Laugard. 15. febr. Nokkur sæti laus. Fimmtud. 20. febr. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föstud. 31. jan. Nokkur sæti laus. föstud. 7. febr. föstud. 14. febr. LITLl KLÁU? OG STORI KLAUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 2. febr. kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 9. febr. kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 16. febr.kl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Á morgun. Nokkur sæti laus. Laugard. 1. febr. Uppselt. Laugard. ð. febr. Örfá sæti laus. sunnud. 9. febr. Athygli skal vakin á aö sýningin er ekki við hæf i barna. Ekki er hægt að hleypa gcstum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Föstud. 31. jan. föstud. 7. febr. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frákl. 10 virka daga. DJupevlkorí Norvlke Þriðja rit Grímn- is, sem er um nafnfræði og er gefið út af Ör- nefnastofnun Þjóðminjasafns, er komið út. Þar er ítarleg grein um hvernig heit- ið Njarðvík varð til og þann mis- skilning að halda að þær heiti eftir Nirði í Nóatún- um. Kenning höfundar er sú, að upprunalegt heiti sé Nærvík. Þær eru nær til- teknum stað, svo sem höfuðbóli eða íjölmcnnari byggð, en aðrar víkur. Kenningin er studd ótal dæmum frá Noregi og öðrum Norðurlöndum, þar sem „nær“ er algengt í örnefn- um. Njarðvík á Austurlandi er næst meginbyggðinni á Fljóts- dalshéraði, en ijær er Borgar- íjörður, Brúnavík, Hvalvík, Kjólsvík o. fl. Njarðvíkur á Suð- urnesjum eru nær bæ Ingólfs landnámsmanns og höfuðbólinu í Vogum, en til að mynda Kefla- vík eða Helguvík. Þær eru því réttnefndar Nærvikur. Þegar siglt er út Dalsíjörð í Noregi, er farið hjá Vilnes, Nerviken og Djupeviken. Og í næsta firði eru í röð V&gane, Nærvik, Merkevik og Storevik. í tímans rás fór mjög að gæta tilhneigingar til að tengja örnefni við menn eða jafnvel guði, fremur en náttúr- una, sem landslagið dró áður nafn sitt af. Örnefnið Nóatún hlaut svip- aða meðferð, en uppruna þess SYGNA*jOG FIRÐAFYLKI Nærvíkur í Noregi eru nær höfuðbólum, en víkur sem bera önnur heiti. Afstaða víka á Romshvalanesi tii höfuðbóla. Njarðvík er nær Vogum og Reykjavík en aðrar víkur á nesinu. rekur Þórhallur til bæjarnafns- ins Nátún (nú Naden) á Roga- landi. Önnur grein í Grímni er um örnefnið Hjörungavágr og hin þriðja um óðinshana. Uppruni heitisins óðinshani er samkvæmt skýringu Þórhalls sá, að á sundi tifar fuglinn höfðinu ótt og títt og snýr sér snöggt í hringi í fæðuleit sinni. Hann er sem sagt, óður hani. í fornu máli er óður sama og æstur, ákafur, kynólmur. Á þetta vel við hreyf- ingar og yfirbragð óðinshana. Merk- ingin gleymdist og fuglinn fékk nafn hins æðsta áss ekki síðar en á Sturl- ungaöld og hefur haldið því allt síðan. Svipaðar nafnbreyt- ignar hafa orðið í fuglaheitum annars stað- ar á áhrifa- svæði gömlu guðanna. Það er í sjálfu sér vitnisburður um áhrifamátt guðanna, að nöfn þeirra skuh hafa þrengt sér inn í ör- nefni og önnur sérnöfn. Allar greinarnar eru eftir ritstjóra Grímrns, Þórhall Vilmundarson, for- stöðumann Örnefnastofnunar. Þá er þar að finna safn til ís- lenskrar örnefnabókar, eins og í fyrri ritum. Þar er til dæmis að finna greinar um uppruna ör- nefnanna Gemlufell og Glaum- bær, Siglufjöröur og Skaftafell, Steig og Svarfhóll, svo að eitt- hvað sé nefnt. Ritið, sem er vel myndskreytt og fallega gefið út, er til sölu í Örnefnastofnun. OÓ KíLóið varð að tonni Fljótfærni olli því að kíló varð að tonni í grein sem birtist í blaðinu í gær, þar sem íjallað var um kvótakerfið og hugmyndir manna um forræði þjóðarinnar yfir auðlindinni. Þar er talað um 15 króna leigupróventu af hverju þorskígildistonni. Lesendmn hefur eflaust þótt tonnið fara fyrir heldur h'tið. En þarna átti að sjálfsögðu að standa „15 kr. leigupróventa af hverju kílói þorskígildis."

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.