Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Qupperneq 11
|3agur-ÍEmnrtrt Miðvikudagur 29. janúar 1997 - 23 En svo má nú líka velta fyrir sér hvor er tígulegri Naomi eða móðir hennar Valerie. Það er illa gert gagnvart svo glæsilegri konu sem Naomi Campell er að smella af einmitt þegar hún lendir í dulitlu og al- gjöru undantekningarbasli með skóinn sinn. Ekki veit ég hver meiningin var með þessum tuskubleðli nema heitasta ósk Töru Palmer-Tomkin- son hafi verið að enda, eða kannski fremur byrja, kvöldið inni á únísex klósetti. Hún hefur svo sem skrokkinn í þetta en kjóllinn er bara eins og dreginn af olíubor- inni klúbbkvensu. Óttaleg beinasleikja mætti með hinni íðilfögru fyrirsætu Kate Moss sem að vísu gleymdi að farða sig og hlaut því ekki nema einsdálksmynd í virðulegu og útbreiddu tímariti. Evíta var frumsýnd íLondon um daginn og gat þar að líta rjómann afbresku þjóðinni, eða gest- um hennar. Hann jafnast náttúrulega ekki á við rjómann íHollívúdd en þama innanum var þó hið gómsœtasta lið og Bretaveldi til sóma. Himna- ríki Geðklofinn gamanleikur Sýnt á Breiðumýri Vegna mikillar aðsóknar: Aukasýning föstud. 31. jan. kl. 21. Aukasýning sunnud. 2. febr. kl. 21. Síðustu sýningar. Miðapantanir í síma 464 3175. EFLING. Öxndœlir fyrr og nú Þorrablót verður haldið að Melum laugardag- inn 8. febrúar kl. 20.30. Matur á staðnum. Miðapantanir fyrir 5. febrúar hjá Fjólu í síma 462 6984, og Bigga og Lillu í síma 462 7205. Fallega á Evftu fólkið Þessar skeggræmur í and- liti Bob Geldofs eru eins og sniðnar til að hleypa hverri kerlingu á harðasprett. Enda virðast þau Bob og Jeanne Marine vart geta beðið... (ZötcwíCPið Teitur Þorkelsson skrifar Lífsklukkan Eðlið lætur ekki að sér hæða. Krakkar hætta að garga og sprilda og fara að gefa hinu kyninu auga. Pör draga sig saman. Síðan er fólk hæstánægt með stöðu mála í einhvern tíma eða þangað til eðlið byrjar að hrópa á meira. Þá kemur að því að parið vill fá hreiður út af fyr- ir sig þar sem þau geta dúllað sér saman, lagað allt eftir sínu höfði og auðvitað notað til ásta- leikja og yndis. í friði fyrir heiminum. Og hvað skyldi vanta í tómt hreiður? Auðvitað ungana. Enda kemur að því að eðlið æpir svo mjög á barneign- ir að fólk byrjar að drita niður börnum. En óttist ekki, því eðhð má blekkja. Barneignahungrið má nefnilega seðja um stundar- sakir með því að beina um- hyggju ykkar að einhverju öðru. Hvernig væri til dæmis að fá sér hund? Það er oftast skýrt merki um þrýsting um barn frá öðrum aðilanum þegar par í hreiðri fær sér hund. Hundurinn er eins konar millistig að barn- eign. Ef karlmanninn langar í barnið er best að velja kraft- mildnn hund sem þarf að fara með út að hlaupa daglega en ef það er konan sem þráir barnið hentar púddel hundur frábær- lega. Með hundinn má krúsídúllast og honum má kenna ýmsar kúnstir. Á hund- inn má jafnvel prjóna peysur í pastel litum og breiða svo yfir hann á kvöldin. OPIÐ HÚS FYRIR ALDRAÐA í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudag- inn 30. janúar kl. 15-17. Dagskrá: 1. Ungir hljóðfæraleikarar frá Tónlistarskóla Akur- eyrar koma fram. 2. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur, kynnir starf sitt og sveppi í náttúrunni. 3. Fjöldasöngur. Veitingar á vægu verði. Fólksflutningabíll kemur að Víðilundi og Hlíð. Verið velkomin. Undirbúningsnefndin.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.