Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Síða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Síða 1
Stjórnmál AMt á fullu á Alþingi Þrjár utandagskrár- umræður í dag. Jóhanna Sigurðardóttir hef- ur óskað eftir umræðum utan dagskrár á Alþingi í dag um kynferðislega misnotk- un á börnum og stöðu mála þeirra í réttarkerfinu. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, verður til andsvara. í samtali við Dag-Tímann sagði Jóhanna að hún vildi fá fram hvað liði störfum nefndar sem skipuð var árið 1993 og falið var að kanna stöðu mála barna sem eru þolendur í kyn- ferðisbrotamálum. Jóhanna segir að ekki nema 10% mála af þessu tagi, sem komi fram í dagsljósið, fari til dómstóla og því vakni sú spurning hvort rík- issaksóknari og dómar ráði við sérhæfð mál af þessu tagi. „Börn sem misnotkuð eru kyn- ferðislega fá oft mjög litla og ófullnægjandi meðferð," segir Jóhanna, - sem mun reifa þessi mál á breiðum grundvelli í um- ræðunum í dag. Steingrímur J. Sigfússon ósk- ar eftir umræðum rnn tillögur stjórnar ÁTVR um breytta til- högun á sölu áfengis og tóbaks. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra svarar. Þá óskar Hjörleif- ur Guttormsson eftir umræðum um hvemig staðið er að kynn- ingu á Markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkj- unar gagnvart ijárfestum. Þar svarar Finnur Ingólfsson iðnað- arráðherra. -sbs. Alþingi Pólitísk hrossakaup Fyrirhugaðar breytingar á skipan stjórnar Lands- virkjunar eru liður í pólitískum hrossa- kaupum stjórnar- flokkanna. Þetta fullyrti Svavar Gests- son á Alþingi í gær. Svavar Gestsson, þing- flokksformaður Alþýðu- bandalagsins, sagði í um- ræðum á Alþingi í gær um um- deilt frumvarp um Landsvirkj- un, að fyrirhugaðar breytingar á skipan stjórnar fyrirtækisins væru liður í pólitískum hrossa- kaupum stjórnarflokkanna. Þeir ætli að skipta á milli sín forstjórastólnum og stjórnarfor- mennskunni. Gert er ráð fyrir að Halldór Jónatansson láti af starfi for- stjóra næstu áramót, en stjórn Landsvirkjunar ræður eftir- mann hans. í henni sitja núna 9 menn, þar af 4 fulltrúar ríkisins sem Alþingi kýs. Samkvæmt frumvarpinu á iðnaðarráðherra að skipa alla frá ríkinu. „Þannig að eftir að þeir eru búnir að Friðrik er á leið í Landsvirkjun, segir Svavar. Mynd: Pjetur koma þessu saman hafa þeir öruggan meirihluta og ráða ferðinni," segir Svavar. Hann gaf í skyn í umræðunum í gær að stjórnarflokkarnir væru bún- ir að semja um arftaka Halldórs Jónatanssonar og átti þar við Friðrik Sóphusson, ijármála- ráðherra, sem ítrekað hefur verið orðaður við forstjórastól- inn. „Það er slæmt að raforkunot- endur á íslandi skuli þurfa að borga hálfan milljarð á ári ofan á rafmagnsverðið sitt, á næstu árum, fyrir hrossakaup Fram- sóknarflokksins,“sagði Svavar. Listaskólinn Þykkt ryklag á gólfum og kaffiaðstaðan þætti hvergi mannsæmandi. Þetta hús var hannað sem sláturhús og það er ekki hægt að laga það að þörfum listaskóla, segja nemendur í Myndlista- og handíðaskólanum í Laugarnesi. Myndir: Hilmar Petta er algjört hneyksli Húsnæði Myndlista- og Handíðaskólans er heilsuspillandi og ekki mönnum bjóð- andi, segja nemend- ur. Þeir hafa farið fram á það við Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur að það loki húsinu. Við erum búin að fá nóg. Við ætlum ekki að vera hér lengur. Þetta er al- gjört rugl og hneyksli," segir Helga Þórsdóttir, skólaráðsfuil- trúi og nemandi í Myndlista- og handíðaskólanum í Laugarnesi. Nemendafélagið hefur sent Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur kæru vegna aðstöðu myndlist- ardeildar skólans, sem er í kjallara fyrrum húsnæðis Slát- urfélags Suðurlands í Laugar- nesi. Þar segir m.a að loftræst- ing sé óvirk og niðurföll stífluð. Húsið sé mjög kalt á veturna og dæmi um að fólk hafi fengið bronkitis og fleiri kuldatengda, krómska sjúkdóma. Sumar kennslustofur séu án rennandi vatns og engin stofa hafi verið þrifin í vetur, en mýs og önnur óværa eigi greiðan aðgang inn. Gólfin séu ekki rykbundin og ekki þrifin og því myndist fín- gert steinryk inni, sem erti önd- unarfæri. f bréfi nemenda til heilbrigðiseftirlitsins segir jafn- framt að þeir ætli ekki að sætta sig við að enn ein undanþágan verði veitt fyrir áframhaldandi kennslu, „því ekki er nóg að plástra yfir stóra skurði. Nú óskum við eftir tafarlausum að- gerðum, af hálfu heilbrigðiseft- irlitsins í formi þess að húsinu verði lokað,“ segir orðrétt í kærunni. Vinnueftirlit ríkisins veitti Myndlista- og handíðaskólanum bráðabirgðaleyfi 1992 til þess að nota kjallara SS hússins til kennslu. Það rann út fyrir ári, en „ekkert bendir til þess að á næstunni verði staðið við þær framtíðaráætlanir, sem bráða- birgðaleyfið byggðist á,“ segir í bréfi eftirlitsins tfl skólans í desember síðastliðnum. Þar var þess krafist að tafarlaust yrði bætt úr loftræstingu, þrifum og fleiru í húsinu. Gylfi Már Guð- jónsson, tæknifulltrúi eftirhts- ins, segir að verið sé að vinna í málinu. Búið sé að ræða við verktakann sem sjái um þrifin og einnig að yfirfara loftræst- ingu. Hluti af vandanum sé að reykt sé alls staðar í húsinu, þótt það sé bannað. Þá séu gólf- in vandamál, því þau halla, en ekki sé gott að eiga við það fyrr en í sumar, þegar kennslu sé lokið. Ekki náðist í Heilbrigðis- eftirlitið í gær. -vj Lífið í landinu Hvað þýða einkunn- irnar . 6 ísiensk náttúra í ióðlegu siónvarpi FAXNÚMER AIKLÝSINGADEILDAR ER 5516210

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.