Dagur - Tíminn Reykjavík

Dato
  • forrige månedfebruar 1997næste måned
    mationtofr
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Side 3
JDitgur-tEímmn Miðvikudagur 5. febrúar 1997 - 3 F R É T T I R Grfmsey Olíuskip í keppni við hafísinn ísspöngin er um 6 mílur NA af Grímsey. Við bíðum nú eftir olíu- skipi og vonum að það nái áður en hafís leggst hér að landi, einsog stefnir í. í eyjunni eru olíubirgðir sem duga til kannski eins mánaðar, til húshitunar og á báta sem héðan eru gerðir út,“ sagði Þor- lákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, í samtali við Dag-Tím- ann í gærkvöldi. Hafísspöngin var í gærdag 6 til 8 mflur NV af Grímsey. Mið- að við norðlægar áttir sem ríkj- andi hafa verið síðustu daga gæti ísinn þessvegna verið kom- inn að eynni nú í morgunsárið. ' „Við höfum ekkert séð út að ísnum í dag, hér hefur gengið á með éljum. Það verður bara að vona að áttir snúist eitthvað, þannig að ísinn reki frá eynni,“ segir Þorlákur. - Síðast varð hafís landfastur við Grímsey ár- ið 1968, og lá þá við í heila þrjá mánuði. Svo framarlega sem olíuskip kemst til Grímseyjar áður en hafís leggst þar að, einsog margt stefnir í, segir Þorlákur að eyjarskeggjar séu ekki í bráðum vanda staddir. Alltaf sé hægt að flytja nauðsynjar í eyj- una með flugvélum, en Flugfé- lag Norðurlands heldur uppi reglulegum ferðum. „Það er ljóst að ef hafís verður hér landfastur leggst hér af um ein- hvern tíma bæði sjósókn og fiskvinnsla. Það er aldrei neitt gott sem fylgir hafísnum - og við Grímseyingar vonum bara það besta,“ sagði oddviti Gríms- eyinga. -sbs. Astarsœla Það er gaman að geta gengið um með sinn hring,“ segja brúðhjón vikunnar, „ætli maður brosi ekki allan sólar- hringinn!" Jóhanna Ólafsdóttir og Ásgeir Halldórsson prýða Lífið í landinu í dag ásamt fjölda annarra brúðhjóna. Reykjavík Vanbúnir einkabflar leíja alla umferð Borgarbúar óvanir akstri í hálku. Óhag- stæð veðurspá veldur kvíða. ✓ flestum tilfellum eru það vanbúnir einkabflar til vetraraksturs sem tefja vagnana,“ segir Þórhallur Hall- dórsson hjá SVR. Hann sagðist bera kvíðboga fyrir næstu dög- um vegna óhagstæðrar veður- spár þar sem spáð er hvössum vindi með skafrenningi og ofan- komu á höfuðborgarsvæðinu. Ef þetta gengur eftir ættu bfleig- endur að spara sér ómælt erfiði með því að ferðast með strætó. Nokkuð var um það í gær að tímaáætlanir SVR-vagna færu úr skorðum vegna tafa sem þeir urðu fyrir í umferðinni á mesta álagstímanum, eða frá ki. 7-9. Af þeim sökum komu margir of seint í vinnu eftir að hafa beðið í misiangan tíma eftir strætó. En töluverð háika var á götum borgarinnar í gær þótt búið væri að moka og saltbera heistu götur. „Fólk er orðið óvant að keyra í mikilli hálku,“ segir Þórhallur. í því sambandi vísar hann til síðustu tveggja vetra sem voru snjóléttir, öndvert við það sem verið hei'ur frá byrjun þorra. Þetta virðist hafa komið mörg- um ökumanninum í opna skjöldu með aíleiðingum sem margir höfuðborgarbúar fengu smjörþefinn af í gær. -grh Bæjarstjórn Akureyrar Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir og Þröstur Ásmundsson, stinga saman nefjum undir umræðu um skólamál. Myndiras Borgarafundur um skólamál? Töluverðar umræður urðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær um skýrslu skóla- nefndar Akureyrar þar sem m.a. er lagt til að Barnaskóli Akureyrar og Gagnfræðaskóli Akureyrar verði sameinaðir í einn hverfisskóla, Brekkuskóla. Viðstaddir umræðuna voru full- trúar bæði kennara og nem- enda umræddra skóla. Elsa B. Friðfinnsdóttir (B) taldi safn- skóla vera heppilegri m.a. með tilliti til samskipta nemenda vegna minni aldursmunar, en í hverfisskóla mætti auka um- burðarlyndi í samskiptum nem- enda. Safnskólar væru óheppi- legir t.d. vegna þess að í þá koma nemendur sem eru á fermingarárinu sem er aldur þar sem tilfinningalífið er mjög viðkvæmt. Elsa benti á að nið- urstöður samræmdra prófa bentu til þess að meðaltal eink- unna nemenda Gagfræðaskól- ans væri lægra en í öðrum skól- um og undir meðaltali héraðs- ins. Slíkar staðreyndir hlytu að hafa viðmiðunargildi og mæla sterklega með hverfisskóla. Elsa sagði foreldra nemenda GA og kennara vilja safnskóla, Þeir vildu verja núverandi ástand, en meirihluti foreldra á Akureyri vildi hverfisskóla. Kennarasamband íslands, sem er fagsamband kennara, styður hugmyndir um hverfis- skóla en Elsa ítrekaði að von- andi yrðu hagsmunir barnanna látnir sitja í fyrirrúmi, en ekki hagsmunir einstaklinga. Valgerður Hrólfsdóttir (D) sagði að víða hefði verið leitað til fagfólks og niðurstaðan væri m.a. sú að meiri samfella væri í skólanámi í hverfisskólum, en hún vildi sjá meiri íjármunum varið til innra starfs skólanna. Starfshópur innan Barnaskóla Akureyrar hefði hvatt til ítarlegri kynn- ingar og um- ræðu áður en bæjarstjórn tæki ákvörðxm í málinu, hóp- urinn teldi að sú umræða hefði ekki farið fram. Sigríður Stefánsdóttir (G) sagði mn- ræðuna líkjast helst trúar- bragðaumræðu, en hún hallað- ist fremur að hverfisskólahug- myndinni. Málið verður rætt á bæjar- ráðsfundi nk. fimmtudag og síð- an í bæjarstjórn 18. febrúar nk. GG Morð eða Tuttugu og íjögurra ára Hafnfirðingur var í gærdag úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 19. mars næstkomandi að kröfu RLR. Maðurinn hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa hleypt af haglabyssuskoti í átt að Hlöðver S. Aðalsteinssyni í Hafn- arfirði, aðfaranótt 29. desember á síðasta ári. Hann neitar hins vegar að hafa banað manninum af ásetningi. Nútímatækni af ýmsum toga hefur orðið til þess að upp komst um hinn seka, símatækni, DNA- rannsóknir og nákvæmar rann- sóknir á byssuhöglum. Á síma hins látna var búnaður sem skráði allmörg undanfar- Manndráp manndráp af gáleysi? andi símtöl. Með þessu móti gæsluvarðhald þá. I gærdag ját- mátti greina að ungi maðurinn hafði hringt alloft í Hlöðver heit- inn rétt fyrir atburðinn. í öðru lagi var um að ræða flókna DNA- genarannsókn í Noregi. Við rannsókn málsins fannst sýni í Lödu-jeppa Hlöðvers, sem sent var til slíkrar rannsóknar í Nor- egi. Þar getur til dæmis verið um að ræða hár, blóð eða munnvatn. Loks leiddi rannsókn RLR á högl- um í ljós að þau voru úr byssu, sem fannst í fórum þess grunaða. Ungi maðurinn var yfirheyrð- ur fyrir áramót og neltaði þá að- ild að verknaðinum og var hon- um sleppt við svo búið. RLR mun þó hafa fliugað að fara fram á aði maðurinn aðild sína en ítrekar að hann liafi ekki viljað bana Hlöðver S. Aðalsteinssyni, heldur aðeins hrella hann með haglabyssunni. lllöðver S. Aðalsteinsson fannst látinn við Krýsuvíkurveg- inn að morgni sunnudagsins 29. desember. Krufning leiddi í ljós að dauða hans hafði borið að vegna mikils blóðmissis af völd- um skotsárs á handlegg, losts- ástands og hjartaveilu. RLR gat ekki staðfest frétt DV í gær þess efnis að hér hafi verið um að ræða hefndaraðgerð vegna kynferðislegrar áreitni. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar: 24. tölublað (05.02.1997)
https://timarit.is/issue/188159

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

24. tölublað (05.02.1997)

Handlinger: