Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Síða 3
JDitgur-tEímmn
Miðvikudagur 5. febrúar 1997 - 3
F R É T T I R
Grfmsey
Olíuskip í keppni
við hafísinn
ísspöngin er um 6
mílur NA af Grímsey.
Við bíðum nú eftir olíu-
skipi og vonum að það
nái áður en hafís leggst
hér að landi, einsog stefnir í. í
eyjunni eru olíubirgðir sem
duga til kannski eins mánaðar,
til húshitunar og á báta sem
héðan eru gerðir út,“ sagði Þor-
lákur Sigurðsson, oddviti í
Grímsey, í samtali við Dag-Tím-
ann í gærkvöldi.
Hafísspöngin var í gærdag 6
til 8 mflur NV af Grímsey. Mið-
að við norðlægar áttir sem ríkj-
andi hafa verið síðustu daga
gæti ísinn þessvegna verið kom-
inn að eynni nú í morgunsárið.
' „Við höfum ekkert séð út að
ísnum í dag, hér hefur gengið á
með éljum. Það verður bara að
vona að áttir snúist eitthvað,
þannig að ísinn reki frá eynni,“
segir Þorlákur. - Síðast varð
hafís landfastur við Grímsey ár-
ið 1968, og lá þá við í heila þrjá
mánuði.
Svo framarlega sem olíuskip
kemst til Grímseyjar áður en
hafís leggst þar að, einsog
margt stefnir í, segir Þorlákur
að eyjarskeggjar séu ekki í
bráðum vanda staddir. Alltaf sé
hægt að flytja nauðsynjar í eyj-
una með flugvélum, en Flugfé-
lag Norðurlands heldur uppi
reglulegum ferðum. „Það er
ljóst að ef hafís verður hér
landfastur leggst hér af um ein-
hvern tíma bæði sjósókn og
fiskvinnsla. Það er aldrei neitt
gott sem fylgir hafísnum - og
við Grímseyingar vonum bara
það besta,“ sagði oddviti Gríms-
eyinga. -sbs.
Astarsœla
Það er gaman að geta gengið um með sinn hring,“ segja
brúðhjón vikunnar, „ætli maður brosi ekki allan sólar-
hringinn!" Jóhanna Ólafsdóttir og Ásgeir Halldórsson
prýða Lífið í landinu í dag ásamt fjölda annarra brúðhjóna.
Reykjavík
Vanbúnir einkabflar
leíja alla umferð
Borgarbúar óvanir
akstri í hálku. Óhag-
stæð veðurspá veldur
kvíða.
✓
flestum tilfellum eru það
vanbúnir einkabflar til
vetraraksturs sem tefja
vagnana,“ segir Þórhallur Hall-
dórsson hjá SVR. Hann sagðist
bera kvíðboga fyrir næstu dög-
um vegna óhagstæðrar veður-
spár þar sem spáð er hvössum
vindi með skafrenningi og ofan-
komu á höfuðborgarsvæðinu. Ef
þetta gengur eftir ættu bfleig-
endur að spara sér ómælt erfiði
með því að ferðast með strætó.
Nokkuð var um það í gær að
tímaáætlanir SVR-vagna færu
úr skorðum vegna tafa sem þeir
urðu fyrir í umferðinni á mesta
álagstímanum, eða frá ki. 7-9.
Af þeim sökum komu margir of
seint í vinnu eftir að hafa beðið
í misiangan tíma eftir strætó.
En töluverð háika var á götum
borgarinnar í gær þótt búið
væri að moka og saltbera heistu
götur.
„Fólk er orðið óvant að keyra
í mikilli hálku,“ segir Þórhallur.
í því sambandi vísar hann til
síðustu tveggja vetra sem voru
snjóléttir, öndvert við það sem
verið hei'ur frá byrjun þorra.
Þetta virðist hafa komið mörg-
um ökumanninum í opna
skjöldu með aíleiðingum sem
margir höfuðborgarbúar fengu
smjörþefinn af í gær. -grh
Bæjarstjórn Akureyrar
Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir og Þröstur Ásmundsson, stinga saman
nefjum undir umræðu um skólamál. Myndiras
Borgarafundur
um skólamál?
Töluverðar umræður urðu
í bæjarstjórn Akureyrar í
gær um skýrslu skóla-
nefndar Akureyrar þar sem
m.a. er lagt til að Barnaskóli
Akureyrar og Gagnfræðaskóli
Akureyrar verði sameinaðir í
einn hverfisskóla, Brekkuskóla.
Viðstaddir umræðuna voru full-
trúar bæði kennara og nem-
enda umræddra skóla. Elsa B.
Friðfinnsdóttir (B) taldi safn-
skóla vera heppilegri m.a. með
tilliti til samskipta nemenda
vegna minni aldursmunar, en í
hverfisskóla mætti auka um-
burðarlyndi í samskiptum nem-
enda. Safnskólar væru óheppi-
legir t.d. vegna þess að í þá
koma nemendur sem eru á
fermingarárinu sem er aldur
þar sem tilfinningalífið er mjög
viðkvæmt. Elsa benti á að nið-
urstöður samræmdra prófa
bentu til þess að meðaltal eink-
unna nemenda Gagfræðaskól-
ans væri lægra en í öðrum skól-
um og undir meðaltali héraðs-
ins. Slíkar staðreyndir hlytu að
hafa viðmiðunargildi og mæla
sterklega með hverfisskóla.
Elsa sagði foreldra nemenda
GA og kennara vilja safnskóla,
Þeir vildu verja núverandi
ástand, en meirihluti foreldra á
Akureyri vildi hverfisskóla.
Kennarasamband íslands,
sem er fagsamband kennara,
styður hugmyndir um hverfis-
skóla en Elsa ítrekaði að von-
andi yrðu hagsmunir barnanna
látnir sitja í fyrirrúmi, en ekki
hagsmunir einstaklinga.
Valgerður Hrólfsdóttir (D)
sagði að víða hefði verið leitað
til fagfólks og niðurstaðan væri
m.a. sú að meiri samfella væri í
skólanámi í hverfisskólum, en
hún vildi sjá meiri íjármunum
varið til innra starfs skólanna.
Starfshópur innan Barnaskóla
Akureyrar
hefði hvatt til
ítarlegri kynn-
ingar og um-
ræðu áður en
bæjarstjórn
tæki ákvörðxm
í málinu, hóp-
urinn teldi að
sú umræða
hefði ekki farið
fram. Sigríður
Stefánsdóttir
(G) sagði mn-
ræðuna líkjast helst trúar-
bragðaumræðu, en hún hallað-
ist fremur að hverfisskólahug-
myndinni.
Málið verður rætt á bæjar-
ráðsfundi nk. fimmtudag og síð-
an í bæjarstjórn 18. febrúar nk.
GG
Morð eða
Tuttugu og íjögurra ára
Hafnfirðingur var í gærdag
úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 19. mars næstkomandi
að kröfu RLR. Maðurinn hefur
fyrir dómi viðurkennt að hafa
hleypt af haglabyssuskoti í átt að
Hlöðver S. Aðalsteinssyni í Hafn-
arfirði, aðfaranótt 29. desember
á síðasta ári. Hann neitar hins
vegar að hafa banað manninum
af ásetningi.
Nútímatækni af ýmsum toga
hefur orðið til þess að upp komst
um hinn seka, símatækni, DNA-
rannsóknir og nákvæmar rann-
sóknir á byssuhöglum.
Á síma hins látna var búnaður
sem skráði allmörg undanfar-
Manndráp
manndráp af gáleysi?
andi símtöl. Með þessu móti gæsluvarðhald þá. I gærdag ját-
mátti greina að ungi maðurinn
hafði hringt alloft í Hlöðver heit-
inn rétt fyrir atburðinn. í öðru
lagi var um að ræða flókna DNA-
genarannsókn í Noregi. Við
rannsókn málsins fannst sýni í
Lödu-jeppa Hlöðvers, sem sent
var til slíkrar rannsóknar í Nor-
egi. Þar getur til dæmis verið um
að ræða hár, blóð eða munnvatn.
Loks leiddi rannsókn RLR á högl-
um í ljós að þau voru úr byssu,
sem fannst í fórum þess grunaða.
Ungi maðurinn var yfirheyrð-
ur fyrir áramót og neltaði þá að-
ild að verknaðinum og var hon-
um sleppt við svo búið. RLR mun
þó hafa fliugað að fara fram á
aði maðurinn aðild sína en
ítrekar að hann liafi ekki viljað
bana Hlöðver S. Aðalsteinssyni,
heldur aðeins hrella hann með
haglabyssunni.
lllöðver S. Aðalsteinsson
fannst látinn við Krýsuvíkurveg-
inn að morgni sunnudagsins 29.
desember. Krufning leiddi í ljós
að dauða hans hafði borið að
vegna mikils blóðmissis af völd-
um skotsárs á handlegg, losts-
ástands og hjartaveilu.
RLR gat ekki staðfest frétt DV
í gær þess efnis að hér hafi verið
um að ræða hefndaraðgerð
vegna kynferðislegrar áreitni.
-JBP