Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Side 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Side 4
4 - Miðvikudagur 5. febrúar 1997 |DagurJ3Imrám ASÍ Fastar húsnæðisbætur í stað vaxtabótanna Innan verkalýðshreyfingar er töluverður áhugi fyrir því að teknar verði upp fastar hús- næðisbætur í stað vaxtabóta- kerfisins sem þykir skuldhvetjandi. Ef af yrði mundi þessi breyting leiða til þess að fólk mundi fá hlutfalls- lega meiri vaxtaniðurgreiðslu því minna sem það væri með í lánum. Útfærsla á þessari breytingu er þó ekki talin ein- föld í framkvæmd. „Við höfum alltaf verið þeirrar skoðunar að vaxtabóta- kerfið sé ekki skynsamlegt. Bæði út af tekjutengingunni og þá ekki síst að það er svo rosa- lega skuldhvetjandi," segir Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ. Hann bendir á að þegar fólk er með mjög mikil vaxtagjöld þá fái það miklar vaxtabætur og niðurgreiðslur frá ríkinu. En til þess að standa undir miklum vaxtagjöldum þurfa menn ein- att að hafa miklar tekjur. Þessar hugmyndir inn breyt- ingar á vaxtabótakerfinu er verið að vinna að í tengslum við væntanlega kröfugerð verka- lýðshreyfingar á hendur ríkinu vegna komandi kjarasamninga. Samhliða því er verið að vinna að tillögugerð um breytingar á skattakerfinu með áherslu á lækkun jaðarskatta hjá lág- tekjufólki og fólki með meðal- tekjur sem þarf einatt að greiða yf- ir 60% í jaðar- skatta. í efnum hefur komið upp hugmynd um fjöi- þrepa skattkerfi með stighækkandi tekjuskatti. Hagfræðingur ASÍ segir að í al- þjóðlegum saman- burði séu jaðar- skattar hæstir hjá íslenskum meðaljónum á sama tíma og þeir séu lægstir hjá há- tekjufólki. Þessu sé hins vegar alveg þveröfugt farið hjá öðrum þjóðum. -grh Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur ASI „Við höfum alltaf verið þeirrar skoðunar að vaxtabótakerfið sé ekki skynsamlegt. “ Sjávarútvegur Nýtt skipurit hjá SH Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna var breytt í hlutafó- lag trm síðustu áramót og á fyrsta stjórnarfundi félagsins sem hlutafélags nýverið var samþykkt nýtt skipurit fyrir fyr- irtækið. Gylfi Þór Magnússon, sem gegnt hefur stöðu fram- kvæmdastjora markaðsmála, verður framkvæmdastjóri er- lendra verkefna jafnfram því að gegna áfram starfi forstöðu- manns skrifstofu SH á Akur- eyri. Kristján Hjaltason tekur við starfi framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála en hefur stýrt söluskrifstofu SH í Hamborg. Við starfi Kristjáns tekur Sturlaugur Daðason, framkvæmdastj óri. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segir að mjög hafi safnast að SH erlend verkefni upp á síðkastið, en til þessa hefur því aðallega verið sinnt gegnum dótturfyrir- tækið ICECON. Pétur Einarsson, sem þar hefur verið fram- kvæmdastjóri, hefur tekið að sér að fylgja eftir Nílarkarfaverkefni SH við Viktoríuvatn. GG Austurland Reykjavík Iðnaðarmenn 130 ára í vikunni fögnuðu reykvískir iðnaðarmenn og velunnarar þeirra að 130 ár voru liðin frá stofnun Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. l' samræmi við tilgang frumkvöðlana að efla menntun og menningu iðnaðarmanna hefur stjórn félagsins ákveðið að veita upplýsinga- skrifstofu INF- 2000 áætlunar ESB aðstöðu á skrifstofu félagsins. En innan þeirrar áætlunar er rekin svokölluð MIDAS-skrifstofa sem hefur það að markmiði að koma nýjustu upplýsingatækni til íslenskra fyrirtækja. -grh Toppstöður Níu vilja komast rnn í Iistasafnið Níu umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns Listasafns íslands en um- sóknarfrestur rann út um síð- ustu mánaðamót. Björn Bjarna- son menntamálaráðherra ræður í stöðuna til fimm ára frá og með 1. mars næstkomandi eftir um- sögn frá safnráði Listasafnsins. Umsækjendur eru Guðmund- ur R. Lúðvíksson myndlistar- maður, Hrafnhildur Schram listfræðingur, Ólafur Kvaran listfræðingur, Þorgeir Ólafsson listfræðingur, Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur, Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur, Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur, Guðbjörg Kristjáns- dóttir listfræðingur og Guðrún Helga Jónasdóttir listfræðingur. -GHS Tvenn stórafinæli á árínu Gísli Sverrir Árnason og Hermann Stefánsson halda hér uppi fána með af- Helgi Halldórsson, Jónas Þór Jóhannsson, afmælisnefndarmaður, Jón mælismerki Hornafjarðar. Mynd:svemrA6aistemsson Guðmundsson og Sigrún Lárusdóttir, einnig í afmælisnefnd, á kynningar- fundi sem haldinn var í hertrukk á Þverklettum á Egilsstöðum. Mynd: sbb Tvö bæjarfélög á Austur- landi eiga stórafmæli á þessu ári, en það eru Höfn í Hornafirði sem á 100 ára af- mæli og Egilsstaðir verða fimm- tugir. A báðum stöðum verður áfanganna minnst með ýmis- konar menningarviðburðum. Upphaf byggðar á Höfn í Hornafirði er miðað við flutning verslunar Ottós Túhníusar frá Papósi í Lóni til Hafnar árið 1897. Verslun á sér þó miklu lengri sögu, því fyrir tíma einok- unarverslunar sem komst á árið 1602, sigldu þýskir kaupmenn inn á Hornaíjörð og áttu við- skipti við heimamenn. Á einok- unartímanum sóttu íbúar Hornaljarðar verslun til Djúpa- vogs. Um 1860 verður Papós verslunarstaðiu- og er löggiltur sem slíkur 1861. Ottó Túlimus ákveður svo að flytja verslunina til Hafnar og fleytti hann húsi sínu sjóleiðina þangað. Hafnarhreppur var stofnaður 1946, breytt í bæ 1988 og 1994 sameinuðust síðan Höfn, Nes og Mýrar í eitt sveitarfélag, hið íjölmennasta á Austurlandi. Afmælisins verður minnst með ýmsu móti og mun viða- mikil menningardagskrá verða í hverjum mánuði. Helgina 4.-6. júlí verða aðalhátfðahöldin, þar sem meðal annarra forseti ís- lands og frú munu heiðra sam- komuna. Vinabæjarmót nor- rænna vinabæja Hornafjarðar verður þessa helgi, sem og Humarhátíð með tilheyrandi húllumhæi frá morgni til kvölds. í tilefni afmælisins hefur ver- ið ákveðið að gefa út geisladisk með 11 hornfirskum lögum sem vel flest urðu til í tengslum við samkeppni um afmælislag, sem haldin var sl. haust. Hornfirð- ingurinn Grétar Örvarsson mun sjá um þessa útgáfu og fá til liðs við sig hina ýmsu lista- menn. Áætlaður útgáfudagur er 12.apríl. Formaður afmælisnefndar er Gísli Sverrir Árnason og fram- kvæmdastjóri Haukur Ilelgi Þorvaldsson. Egilsstaðir Sveitarfélagið Egilsstaðir var stofnað með lögum árið 1947, það var samþykkt þann 24. maí það ár. Egilsstaðabær er aðeins hálf- drættingur á við Höfn er að aldri kemur, engu að síður stendur mikið til á þeim bæ á afmælisárinu. Segja má að hátíðahöldin hafi byrjað með þorrablóti sl. föstudag og má gera ráð fyrir að árið verði líflegt ef miðað er við þá byrjun. Meðal þess sem gert verður í tilefni þessara tímamóta er að gefa út sögu Egilsstaðabæjar á afmælisdaginn. Það er veglegt rit sem ýmsir velunnarar bæj- arins rita í og er Björn Vigfús- son, menntaskólakennari, rtstjóri verksins. Unglingadeild Leikfélags Fljótsdalshéraðs og Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum munu í samvinnu við Gunnar Gunnsteinsson, leikstjóra, semja leikverk sem frumsýnt verður 1. mars. Hátíðardagskrá afmælis- nefndar verður helgina 27.-29. júní. Forseti íslands og frú munu þá koma í heimsókn auk þess sem ýmsir menningarvið- burðir fara fram. Sérstaklega skal geta 24 stunda tónverks í umsjá Charles Ross, tónlistar- kennara á Egilsstöðum, en það verður flutt þessa helgi. í sept- ember verða svo tilkynnt úrslit í Ijósmyndasamkeppni um Lag- arfljótsorminn, hvar þáttakend- ur þurfa að hafa fest ófreskjuna á filmu,og verður spennandi að sjá hversu margar myndir ber- ast í þá keppni. Verðlaunafé er 500.000 kr. Það er Helgi Ilalldórsson, bæjarstjóri, sem er formaður afmælisnefndarinnar og starfs- maður hennar er fjöllistamað- urinn Jón Guðmundsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans á Egils- stöðum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.