Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Side 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Side 6
6 - Miðvikudagur 5. febrúar 1997 |Bagur-'3ímnrat FRÉTTASKÝRI N G Þorsteinn Gunnarsson skrifar Hafi íslendingar einhvern tímann haft gullið tækifæri til að koma náttúrufegurð sinni og fuglaparadís á framfæri, þá verður það dagana 28. apríl til 9. maí þegar svokallað Jason- verkefni fer af stað í beinni útsendingu um allan heim. Undirbúningur stendur sem hæst þessa dagana bæði hér á landi og í Bandaríkjunum en um beinar útsendingar verður að ræða frá Vestmannaeyjum, Mývatni, lík- lega Vatnajökli og frá Yellow- stone í Bandaríkjunum, alls 5 klukkustundir á dag! Ekki er vitað nákvæmlega hve stór hluti útsendinganna verður frá ís- landi en það verða a.m.k. 2-3 klst. á dag ef ekki meira. Hér er um gríðarlega umfangsmikið verkefni að ræða en kostnaður nemur um 200 milljónum króna. Þetta áttunda verkefni Jasonstofnunarinnar kallast „Journey from the center of the Earth“ og gæti útleggst á ís- lensku „Úr iðrum jarðar“. Nem- endur úr öllum heimshornum munu koma til með að taka þátt og fylgjast með rannsókn- um á íslandi og Yellowstone. Á heimasíðu Jasonstofnunarinnar má lesa að nemendur, kennarar og vísindamenn munu ásamt dr. Robert Ballard, stofnanda Jasonstofnunarinnar, taka þátt í rannsóknum á jöklum, virkum eldfjöllum ásamt fuglalífl á ís- landi og Yellowstone í beinni sjónvarpsútsendingu frá þess- um stöðum, dagana 28. apríl til 9. maí nk. Gagnvirkar sjónvarps- útsendingar ísland og Yellowstone urðu fyrir valinu að þessu sinni þar sem báðir þessir staðir liggja ofan á virkum eldhrygg sem getur sprungið hvenær sem er. Einnig er sérstaklega getið náttúrufegurðar á íslandi. Það var Jason stofnuninni til happs þegar ákveðið var að fara til Is- lands sl. sumar, og hefur aukið áhugann á verkefninu til muna, að það skyldi byrja að gjósa í Vatnajökli í haust. Einnig er sagt frá hlaupinu úr jöklinum og þeim stórbrotnu náttúru- hamförum sem þá áttu sér stað. Auk beinna sjónvarpsútsend- inga verður hægt að fylgjast ná- (31ítgur-®tmíraT ið með þessu verkefni á heima- síðu Jasonstofnunarinnar á net- inu. Einnig verður um gagn- virkar sjónvarpssendingar að ræða í gegnum gervihnött þar sem nemendur og kennarar, í hinum ýmsu heimsálfum, geta skipst á skoðunum og upplýs- ingum í gegnum sjónvarpsskjá. En það sem fer fram þessar tvær vikur er aðeins toppurinn á ísjakanum. Undanfarnar vik- ur og mánuði hafa nemendur, aðallega í Bandaríkjunum, Bermuda, íslandi, Bretlandseyj- um og Mexikó verið að undir- búa og framkvæma ýmsar og borið saman bækur sínar. Þeir kennarar sem hafa ákveðið að láta nemendur sína taka þátt í verkefninu fá öll gögn frá Jasonstofnuninni og hafa yfir- umsjón með vinnunni í sam- vinnu við stofnunina. Nemendurnir eru þessa dag- ana að rannsaka sitt nánasta umhverfi í sínum heimalöndum og nota sömu vísindalegu að- ferðirnar og vísindamenn Jasonstofnunarinnar munu gera á ísland. Nemendurnir safna ýmsum gögnum til að vinna úr og rannsaka á gagn- rýnan hátt og bera svo bækur sínar saman við aðra nemendur víða um heim. Mikilvægast samskiptahlekk- urinn er Jasonstofnunin sjálf. í gegnum „Jason Onhne System“ er hægt að skipast á upplýsing- um, hugmyndum og nálgast einnig mikilvægar upplýsingar. Heimsathygli Búast má við því að verkefnið ÚR IÐRUM JARÐAR eigi eftir að hljóta gífurlega athygli um heim allan. Meðal annars er vonast til þess að stærstu fjöl- miðlar heims sem sérhæfa sig í náttúru og vísundum, eins og t.d. National Geographic og Good morning America, svo eitthvað sé nefnt, muni fylgjast grannt með verkefninu. Hingað tU hafa verkefnin verið mjög íjiilbreytt, allt frá því að rann- saka aldagömul skipsflök á hafsbotni upp í að rannsaka regnskóga og kóralrif í Belíz, svo eitthvað sé nefnt. Dr. Ballard stofnaði Jason stofnunina árið 1989 eftir að hafa fyrstur manna fundið ílak hins heimsfræga Titanic á hafs- botni. Eftir að hafa fengið þús- undir bréfa frá nemendum úr öllum heimshornum með fyrir- spurnum um fundinn á Titanic, ákvað dr. Ballard að fylgja því eftir með því að rannsaka ýmis- legt annað forvitnilegt og nota nýjustu tækni til að rniðla því til nemenda víðs vegar um heim- inn. Jasonstofnunin er fjármögn- uð með frjálsum framlögum ýmissa einstaklinga, opinberra aðila og fyrirtækja sem vUja leggja sitt af mörkum til að efla vísindarannsóknir í þágu nem- enda um heim allan. Einstakt tækifæri Gísli Óskarsson, kennari við Barnaskólann í Vestmannaeyj- um, er fulltrúi Barnaskólans í Jason-verkefninu og stýrir þeim hópi nemenda í Vestmannaeyj- um sem kemur til með að taka þátt í verkefninu. Jasonstofnun- in undirbýr námskrá en Gísli og nemendur hans verkefnin og munu þau framkvæmda til- raunir í beinni útsendingu. Að tilraununum loknum sitja þau fyrir svörum því um gagnvirkar sjónvarpsútsendingar verður að ræða. Talið er a.m.k. 750 þús- und nemendur víðs vegar um heim verði í beinlínutengingu og fylgist með því hvað hér fer fram og í Yellowstone í Banda- ríkjunum. „Þetta er afskaplega áhuga- vert og toppurinn á skólastarf- inu. Við munum skoða fuglalífið og kanna Eldfell, t.d. hvort hægt er að spæla egg þar, kveikja í blöðum, mæla hitastig o.fl. Verk- efnið hefur vaxið að umfangi og mikil tmdirbúningsvinna fram- undan. Við höfum verið inni á Internetinu einu sinni viku, við erum að kortleggja lundabyggð- ir í Stórhöfða og ýmislegt fleira. Verkefnið felst í rannsóknum á samspili manns og dýra við nátt- úruna. Ég held að aldrei hafi annað eins tækifæri rekist á fjörur ís- lenskra skólabarna. Bara þetta segir að grunnskólarnir í Eyjum fá ekki falleinkunn á alþjóða- vettvangi í stærðfræði. Greini- legt er að sumir eru að gera góða hluti,“ segir Gísli. Búist er við að fulltrúar frá Jason stofnuninni ásamt að- stoðarfólki komi til Eyja í byrj- un apríl til að setja upp búnað fyrir útsendingarnar. Búið er að leysa helstu tæknilegu vanda- málin við útsendingarnar en eins og gefur að skilja er gífur- leg tækni á bak við gagnvirkar sjónvarpsútsendingar. ÞoGu/Eyjum Dagur-Tíminn og Stafnbúar boða til borgarafundar á Sigltifirði á Hótel Læk fimmtudagiim 6. februar kl. 20:30. Dagsfcrá: stjórn'ð' Ávarp og setning fundarins. Byggða- stefna Arðsemi Framsögujnenn: Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma. Kristján L. Möller, forsetibæjarstjómar Siglufjarðar. Sveinn Hj. Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ. Kaffthlé. -Pállborðsumræður. ALLIR VELKOMNIR EIMSKIP Akureyri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.