Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Side 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Side 7
^Dagur-tEmrám Miðvikudagur 5. febrúar 1997 - 7 Misjafnar horfur á Balkan- skaga - „óróahorni Európu“ Baksvið Dagur Þorleifsson Enn einu sinni er talað um Balkan- skagann sem „óróahorn Evrópu.“ Nú er það út af kröfu- og mótmæla- öldu með mikið fylgi að baki sem reis fyrst í Serbíu, síðan í Búlgaríu og loks í Albaníu. Nokkuð Ijóst er að kröfu- og mótmælafólkið í Búlg- aríu hefur sótt hvatningu til mótmælaaðgerðanna í Serb- íu. Kröfu- og mótmælaöldurnar í Serbíu og Búlgaríu hafa svo haft hvetjandi áhrif á albanskt mótmælafólk. Óeirðalögregla slær hring um þinghúsið í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, eftir átök milli lögreglu og stúdenta. Keðjubréfakapítalismi Ástæðurnar til atburða þessara í nefndum þremur Balkanlönd- um geta virst ólíkar. í Serbíu var kveikjan ógilding Slobodans forseta Milosevic á sveitar- stjórnakosningum, sem and- stæðingar hans að öllum líkind- um unnu, í Búlgaríu óánægja borgarbúa með ríkisstjórnina og í Albaníu reiði og örvænting út af fjárglæfrum. Glæfrar þess- ir, sem líkt er við spilaborgir og keðjubréf, voru í því fólgnir að fólk var með ótæpilegum fyrir- heitum um skjótfenginn stór- gróða talið á að leggja fé í meinta ávöxtunarsjóði, sem síð- an reyndust illa undirbyggðir eða svindl eitt og hrundu. Sam- kvæmt einni heimild missti um helmingur íbúa Albam'u allt sparifé sitt í þessum keðju- bréfakapítalisma. En sameiginlegt hræringim- um í löndum þessum þremur er að á bak við þær er óánægja og örvænting margra út af sárri fátækt. Til dæmis um ástand efnahagsmála í fyrrverandi kommúnískum Balkanlöndum má nefna að í vergri þjóðar- framleiðslu á mann eru Búlgar- ía, Króatía og Rúmenía átta eða m'u sinnum fyrir neðan Norður- lönd og Albanía, Bosnía, Júgó- slavía (Serbía og Svartfjalla- land) og Makedónía fjórfalt neðar en fyrrnefndu ríkin þrjú eða rúmlega það. 300% verðbólga Framtíðarhorfur virðast ráða miklu um póbtískan og félags- legan stöðugleika í fyrrverandi kommúnískum Balkanríkjum, sem öll vilja komast í NATO og Evrópusamband eða a.m.k. styrkja tengsl sín við Vestrið. Slóvenía er þar í sérflokki, enda vestrænust menningarlega af löndum þessum öllum. Þar kvað lýðræðið standa föstum fótum og í efnahagsmálum gengur frekar vel. Slóvenía hef- ur í samræmi við það góða möguleika á að komast í ESB og jafnvel í NATO í „fyrstu um- ferð“ stækkunar þess í austur. Sultur í Búlgaríu, borgarastríðshætta í Serbíu, fjárglæfrar í Albaníu, Rúmenía, Króatía og Makedónía á uppleið. Króatía virðist einnig „á vesturleið", batamerki sjást þar á efnahagslífi og líkur á að hún dragist inn í hugsanleg Balkan- stríð á næstunni eru tiltölulega litlar. í efnahags- og kjaramálum er e.t.v. ekki mikill munur á Rúmem'u og Búlgaríu, á heild- ina Utið, en í þeim efnum er Rúmenía á uppleið, gagnstætt Biílgaríu. Aukning heildarþjóð- arframleiðslu í Rúmeníu nam 4,5% s.l. ár og spáð er að hún verði álíka mikil á þessu ári. í Búlgaríu var hagvöxtur sáralít- ill s.l. ár og nú er allt í óvissu um hann. Verðbólgan þar, sem nú nemur um 300% á árs- grundvelli, brennir upp laun og sérstaklega eftirlaun og sam- kvæmt einni frétt er svo ástatt fyrir tveimur milljónum manna þar að þeir hefðu ekki nóg að borða, þótt þeir verðu öllum tekjum sínum til matarkaupa. Missti auga Áðurnefndar spilaborgir Alban- íu í fjármálum eru kannski ekki nema dæmigerðar fyrir kapítal- ismann nýja þar og víðar í lönd- um þeim er hér um ræðir, en hann einkennist mjög af grófri spillingu, hrottaskap og gífur- legri og áberandi misskiptingu auðs og kjara. í Serbíu, þar sem fremur virðist miða aftur á bak en áfram í efnahags- og kjaramál- um, líkt og í Búlgaríu, spá sum- ir borgarastyrjöld milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Vegna ástandsins í Serbíu vex í Svartíjallalandi áhugi fyrir sambandsslitum við hana. í Bosm'u bendir fátt til bóta í samskiptum þjóða og efnahags- málum. í Makedóníu miðar hins vegar til betra ástands í efnahagsmálum og pólitískur stöðugleiki er þar meiri en margir höfðu þorað að vona. Verðbólga hefur t.d. lækkað þar úr um 3000% í 3% á rúmum þremur árum. Þetta er ekki síst þakkað Kiro Gligorov, forseta landsins, er innanlands sem ut- an þykir traustur maður. Hann missti annað augað í banatil- ræði, en er nú í fullu starfi á ný. Þetta virðist hafa styrkt stöðu hans sem leiðtoga og einingar- tákns. TILKYffllNG Kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar stofnunar Leigjendasamtaka Norðurlands verður haldinn íunmtudaghm 6. febrúar kl. 20 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð. Dagsskrá: Stefna og störf samtakanna kynnt. Formaður Leigjendasamtakanna í Reykjavík segir frá starfseminni þar. Umræður og fyrirspurnir. AUir hjartanlega velkomnir - kaffi á könnunni. U ndir búningshópur. AKUREYRARBÆR Húsfriðunarsjóður Akureyrar Umsóknir um styrki úr Húsfriðunarsjóði Akur- eyrar á þessu ári þurfa að berjast fyrir 1. mars nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu bygg- ingarfulltrúa, Geislagötu 9 og í móttöku Félags- og fræðslusviðs á 1. hæð, Glerárgötu 26. Á þeim stöðum eru einnig veittar nánari upplýsingar um húsfriðunarsjóðinn. Menningarfulitrúi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.