Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Page 9
JQagur-'QImTOm
Miðvikudagur 5. febrúar 1997 - 9
ÞJÓÐMÁL
Að eiga sér land að vini
Herðubreið séð með augum listamannsins Stefáns frá Möðrudal - starfsbróðir hans Halldór gagnrýnir fram-
kvæmdir við fiallið.
Halldór
Ásgeirsson
myndlistar- og
leiðsögumaður
skrifar
Fyrir rúmu ári síðan, nánar
tiltekið 1. október 1995,
birtist í Morgunblaðinu
ljóð eftir Matthías Jóhannessen
skáld og ritstjóra er ber heitið
„Herðubreið". Með ljóðinu birt-
ist stór ljósmynd frá Herðu-
breiðarlindum ásamt litprent-
unum af fjórum málverkum eft-
ir jafn marga listamenn er
sýndu mismimandi túlkanir
þeirra á þessari einstæðu nátt-
úruperlu. Birting ljóðsins og
myndanna var eins og hylling
til vinjar í náttúru landsins og
væri varla frásagnarverð nema
í fylgsnum hugans ef ekki
skyldu blasa við aðrar kald-
ranalegar staðreyndir. - Á sama
tíma samþykktu stjórnvöld
lagningu háspennumastra inn á
Herðubreiðarsvæðið þrátt fyrir
ítrekuð mótmæli og skynsamar
ábendingar um aðrar betri
lausnir. Það gefur auga leið að
mannvirki í nánd við náttúru-
fyrirbæri á öræfum kemur til
með að skekkja myndina af
staðnum, breyta stemmning-
unni og skemma þá upplifun
sem við myndum annars njóta.
Því miður er framangreint
dæmi eitt af mörgum sem við
okkur blasa í dag og enn virð-
ast árekstrar mannvirkja, með
tilheyrandi mengun og jarð-
raski, og náttúru aukast stór-
lega ef nýjustu áform stjórn-
valda um byggingu álvers í
Hvalfirði verða að veruleika.
Síðastbðin fimmtán sumur
hefur undirritaður starfað sem
leiðsögumaður á öræfum og
þekkir því vel staðhætti og þær
breytingar sem hafa átt sér stað
á landinu á ekki lengri tíma. Af
kynnum mínum við erlenda
ferðamenn kemur iðulega fram
þakklæti fyrir að fá að dvelja í
faðmi óspilltrar náttúru. Fólk
sækir hingað til þess að geta
gengið óáreitt í ijölbreyttu
landslagi, hvort sem það eru
víðáttumiklir sandar eða grösug
gil, beljandi jökulár eða kyrrlát
vötn, það sækir í þann kraft
sem náttúruöflin hafa skapað.
Sú upplifun er dýrmæt og það
eru viss forréttindi að ísland er
enn eitt af fáum stöðum í Evr-
ópu þar sem almenningur
kemst auðveldlega í snertingu
við óspillta náttúruna án mann-
virkja. En nú er vá fyrir dyrum,
ásýnd landsins eins og við
þekkjum hana gæti gjörbreyst á
örfáum árum, ímynd landsins
útávið beðið álitshnekki og í
kjölfarið er verið að vega að
Nú er vá fyrir dyrum,
ásýnd landsins eins
og við þekkjum hana
gæti gjörbreyst á ör-
fáum árum, ímynd
landsins út á við beð-
ið álitshnekki. Ég vil
halda því fram að hér
sé um að ræða eitt af
örlagaríkustu málum í
sögu þjóðarinnar.
áframhaidandi búsetu og þróun
bændamenningar. Ég vil halda
því fram að hér sé um að ræða
eitt af örlagaríkustu málum í
sögu þjóðarinnar.
Það er tvískinnungsháttur af
hálfu íslenskra stjórnvalda að
leggja annars vegar áherslu á
ferðaþjónustu og vistvænan
landbúnað, og hins vegar að
vera með gríðarleg stóriðju- og
virkjunaráform. Á að fórna ein-
stöku gróður- og fuglalífi,
gljúfrum og fossum, leggja
heilu landsvæðin undir uppi-
stöðulón einungis vegna vald-
hroka, flausturgangs og
skammsýni einstakra embættis-
og stjórnmálamanna? Og hver
verður dreginn til ábyrgðar
þegar skaðinn er skeður? Eða
er það afl gróðafyrirtækja sem
stjórna ráðamönnum á bakvið
tjöldin? Ég vil einnig minna á
að þetta er spurning um sið-
ferði og virðingu gagnvart nátt-
úrunni og landsins gæðum.
Undirritaður hefur ekkert á
móti því að nýta orku til verð-
mætasköpunar en það verður
að vera gert af heilbrigðri skyn-
semi, virkja hugvitið til hins
ýtrasta og skoða alla möguleika
á hverjum stað áður en ætt er
út í framkvæmdir. Almennt
verðmætamat hefur hinsvegar
breyst að undanförnu. Það sem
við töldum einskis vert fyrir
fimmtíu árum, sbr. óbyggðirnar,
er orðið það dýrmætasta sem
við eigum í dag.
Ég vona og trúi enn ekki
öðru, en að hægt sé að snúa at-
burðarásinni við og breyta
ákvörðun stjómvalda. Upprisa
bændanna í Hvalfirði er sönnun
þess að hvorki hefur tekist að
blekkja né svæfa þjóðna með
öllu. Sú hreyfing gæti orðið að
þverpólitískri fjöldahreyfingu.
Við þurfum einfaldlega að
breyta hugarfari og afstöðu
okkar til umhverfismála, skapa
nýja fyrirmynd og fordæmi og
he§a umræðu um þau gildi sem
við teljum skipta okkur mestu
máh. Ella verður það svo í
framtíðinni að við munum ein-
ungis geta huggað okkur við
glataðar náttúruperlm- í gegn-
um ljóð og myndir er sköpuð
voru áður en eyðilegging
mannsins kom þar við sögu.
Landsbyggðarsj úkrahúsin
Kri^jánsson
egar fjárfög ársins 1997
voru undirbúin var það
markmið sett að skila
þeim hallalausum. Fjárlaga-
rammar voru settir upp fyrir
hvert ráðuneyti. Ákveðið var að
taka ekki upp ný þjónustugjöld
í heilbrigðiskerfinu. Þess vegna
beindust sjónir að því hvort
hægt væri með hagræðingarað-
gerðum að spara í sjúkra-
húsarekstrinum í landinu.
Samningur var gerður um sam-
vinnu sjúkrahúsanna á höfðuð-
borgarsvæðinu á ýmsum svið-
um, og fylgist verkefnisstjórn
með framkvæmd þess verkefnis
sem á að hafa í för með sér
sparnað upp á 3-400 milljónir
króna. Einnig er í gangi sérstök
úttekt á sjúkrahúsarekstrinum
þar og í nágrannabyggðum,
Hafnarfirði, Akranesi, Selfossi
og Keflavík.
Það markmið var sett við
gerð fjárlaga að spara 160
milljónir króna í rekstri lands-
byggðarsjúkrahúsanna. Við
framlagningu fjárlaga var sett á
fót á vegum heilbrigðisráðu-
neytisins nefnd til þess að út-
færa þennan sparnað. Ég átti
sæti í þeirri nefnd sem starfaði
samhliða ijárlagavinnunni.
Niðurstöðurnar af þessu
starfi voru þessar í meginatrið-
um:
1. Ekki væri mögulegt að ná
þessum sparnaði á einu ári.
2. Koma þyrfti á samráði og
viðræðum við stjórnir og fram-
kvæmdastjóra sjúkrahúsa og
sveitarstjórnarmenn um skipu-
lag heilbrigðisþjónustunnar á
upptökusvæðum sjúkrahúsanna
og í einstökum landshlutum.
3. Rétt væri að setja mark-
mið um 60 milljón króna sparn-
að á árinu 1997.
4. Ekki væri rétt að fara í
flatan niðurskurð, en setja hins
vegar upp hugmynd að sparn-
aði sem byggð væri á héraðs-
hlutdeild, upptökusvæði og
kostnaði á sjúkrarúm.
í Ijósi þess að nefndin taldi
rétt að efna til samráðs um
þessi efni var fallið frá því við
afgreiðslu ljárlaga að skipta
sparnaðinum á hvert sjúkra-
hús. Rétt þótti að gefa heima-
mönnum tækifæri til þess að
fjalla um þær forsendur sem
unnar höfðu verið í málinu, og
draga fram sína sérstöðu og
setja fram sínar hugmyndir um
hagræðingu.
Eftir áramót var síðan sett
verkefnisstjórn í máhð sem í
eiga sæti Kristján Erlendsson,
skrifstofustjóri heilbrigðisráðu-
Það markmið var sett
við gerð fjárlaga að
spara 160 mil|jónir
króna í rekstri lands-
byggðarsjúkrahús-
anna. Ég á sæti í
nefnd sem var sett á
fót á vegum heil-
brigðisráðuneytisins
til þess að útfæra
þennan sparnað.
neytisins, Ólafur Hjálmarsson
frá fjármálaráðuneyti, Einar
Oddur Kristjánsson og greinar-
höfundur. Stjórnum sjúkrahúsa
og framkvæmdastjórum var síð-
an kynnt málið síðari hluta
janúarmánaðar og gefinn frest-
ur til umræðu um það á heima-
vettvangi. Ætlunin er síðan að
fara yfir umsagnir þessara að-
ila og efna til viðræðna á nýjan
Ieik í mars um málið.
Heilbrigðisþjónustan er einn
af grundvallarþáttum lífsskil-
yrða í hverju byggðarlagi, ekki
síst sjúkrahúsaþjónustan. Þessi
mál eru því viðkvæm, eins og
sést hefur á þeirri fjölmiðlaum-
fjöliim sem farið hefur fram um
þau. Nokkur meginatriði er rétt-
að hafa í huga þegar þessi mál
eru rædd.
1) Engum niðurskurði hefur
verið deilt út á stofnanir, en
hugmyndir settar fram sem eru
til umræðu.
2) Ekki eru nein áform um
að skerða þá þjónustu sem er
nú á landsbyggðarsjúkrahúsun-
um,
3) Kanna ber hvort aukinn
samrekstur heilsugæslustöðva,
öldrunarþjónustu og sjúkra-
húsa gæti orðið til hagræðingar.
4) Kanna þarf sérstaklega
hvort aukin verkefni, samvinna
við stærri sjúkrahús um sér-
fræðiþjónustu gætu styrkt heil-
brigðisþjónustuna í viðkomandi
byggðarlagi, og aukin umsvif
leiði til endurmats á fjárlaga-
ramma viðkomandi sjúkrahúsa.
5) Kanna þarf hvort samstarf
nálægra heilbrigðisstofnana
getur leitt til hagræðingar.
Vegna þeirrar um-
ræðu sem orðið hefur
um sparnað á lands-
byggðarsjúkrahúsun-
um vil ég í stuttu máii
rekja atburðarás
málsins, eftir að ég
kom að vinnu heil-
brigðisráðuneytisins í
þessu máli og einnig í
fjárlaganefnd.
Þótt í þessi mál sé farið und-
ir forsendum sparnaðar ætti
þessi vinna, ef bærilegt sam-
starf tekst, að geta leitt til
gagnlegrar úttektar á heilbrigð-
isþjónustunni í þeim anda að
styrkja innviði hennar og skipu-
lag. Ég vona og vil gera mitt til
að samráð verði sem best um
þessa hluti og ég tel mig reynd-
ar hafa unnið í þeim anda hing-
að til.