Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Page 2
 1 2 - Miðvikudagur 12. febrúar 1997 |Dagur-®inttTOx Heiti Potturinn Alþingi var í gær að ræða um kirkjuleg málefni og endurbætur á lögum um ytri umgjörð kirkjunnar. í pottinum kom fram að meðal þeirra sem tóku til máls var sr. Hjálmar Jónsson sem taldi mikla bót af því frumvarpi sem á dagskrá var og tók svo djúpt í árinni að sennilega væru þarna á ferð- inni mestu úrbætur á ytri að- stæðum kirkjunnar frá því siðaskipti fóru fram hér á landi. Meðal þeirra sem fögnuðu því að vera þingmenn og þátttak- endur í þessari miklu kirkjubót var Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, sem orti: Öldurnar meðan úthafið gára auka kirkjunnar veg, siðbótarmenn hinna síðari ára, sr. Hjálmar og ég. Kröfugerð Verslunamanna- félags Reykjavíkur hefur mælst misvel fyrir. Það kom engum á óvart þó vinnuveit- endum þætti VR spenna bog- ann of hátt og í pottinum gengu menn jafnvel svo langt að fullyrða að allt annað en krafa um kauplækkun hefði verið of mikið fyrir Þórarin Við- ar Þórarinsson. En félagar VR í ASÍ munu ekki vera á sömu skoðun og VSÍ. í pottinum er fullyrt að í hinum ýmsu félög- um og samböndum séu menn á suðupunkti yfir kröfugerð VR - menn telji hana svo lága að hún stórspilli fyrir möguleikum annarra..... r Ipottinum heyrist að ýmsir af kröfuhöfum Stöðvar 3 sem gengu til nauðasamninga á dögunum séu nú að verða langeygir eftir að fá umsamdar skuldir greiddar þó þeir séu svosem ekki farnir að örvænta. Sérstaklega mun mönnum þó finnast skýring- arnar óvenjulegar þegar þeir rukka, en einhverjir munu hafa fengið þau svör að ekki hafi gefist tími til að greiða þessa reikninga.. Iðja óhress með gang viðræðna F R É T T I R Sigríður við dráttarvélina sem hún keyrði frá Reykjavík austur á Jökuldal. Mynd Arndís Álftagerðisbræður styttu stundimar etta er ekkert til að gera veður út af, og ég geri þetta mest að gamni mínu,“ segir Sigríður Ragnars- dóttir, húsfreyja á Brú á Jökul- dal, sem um miðjan janúar- mánuð brá sér suður til Reykja- víkur þeirra erinda að sækja traktor, sem hún keyrði síðan austur á land. Upphaflega ætl- aði hún sér þrjá daga í ferða- lagið, en vegna ófærðar á Möðrudalsöræfum tók ferðin fjóra daga. Sigríður naut að- stoðar sonar síns við að koma vélinni gegnum borgarumferð- ina og um borð í Akraborgina. Fyrstu nóttina gisti hún á Akra- nesi og þaðan hófst hið eigin- lega ferðalag. Fyrsta daginn ók hún á Blönduós, en þaðan var Bóndakona ók dráttarvél úr Reykja- vík og austur á land haldið til Akureyrar. Var það styttri áfangi en hún upphaf- lega áætlaði, en vegna ófærðar og illviðris á Möðrudalsöræfum ákvað hún að taka sér gistingu þar. Næsti áfangi var í Mývatns- sveit, en á fjórða degi fór hún yfir öræfin og alla leið heim á Brú. Hafði hún þá ekið hátt í 600 km. Að undanskildum töfum vegna ófærðar, gekk ferðin mjög vel. Ekki var þó hratt farið þar sem dráttarvélin kemst mest 30 km. á klukkustund. Hafði Sigríður spólu með Álfta- gerðisbræðrum í farteskinu og styttu þeir henni stundirnar á þessu óvenjulega ferðalagi. Sigríður býr sem fyrr segir á Brú á Jökuldal ásamt manni sínum Stefáni Halldórssyni. Segja má að hún sé bæði bónd- inn og húsfreyjan í vetur, þar sem Stefán vinnur utan heimilis við loðnufrystingu á Seyðisfirði. Það kemur því í hlut húsfreyj- unnar að hirða tæplega 300 Qár. Slíkt er reyndar engin ný- lunda á Jökuldal og fást ná- grannakonur Sigríðar einnig við fjárgeymslu. -arndís Félagsfundur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri, átelur harðlega þann seinagang sem vinnuveitenda- samböndin sýna með því að draga samingaviðræðurnar á langinn og með gerð viðræðu- áætlunar í októbermánuði sl. sem talið var að flýtt gæti samningum. Fundurinn skorar á atvinnurekendur að sýna samningsviljann í verki. Fundurinn lýsir einnig furðu sinni á þeim fullyrðingum að 70 þúsund króna Iágmarkslaun kalli á óðaverðbólgu í landinu. Verkafólk er að missa þolin- mæðina og gerir kröfur um að kjör þeirra verði bætt án und- anbragða. Verði það ekki eiga verkalýðsfélög ekki um annað að ræða en að afla sér verk- fallsheimildar og láta reyna á samtakamátt sinn. GG Hvammstangi Niðurskurði mótmælt Hreppsnefnd Hvamms- tanga samþykkti á fundi sínum á dögunum álykt- un þar sem harðlega er mót- mælt áformuðum niðurskurði í fjárveitingum til sjúkrahússins á staðnum, einsog nefnd um hag- ræðingu í rekstri sjúkrahúsa á landsbyggðinni leggur til. „Hreppsnefndin telur að ekki sé unnt að skerða fjármagn til rekstursins, án þess að það komi verulega niður á þeirri þjónustu sem sjúkrahúsið veitir. Slíkur niðurskurður á fjárveit- ingum mun skerða heilbrigðis- þjónustu á svæðinu og stuðla að óöryggi íbúanna og enn frekari byggðaröskum." -sbs. FRETTAVIÐTALIÐ Ingólfur Ármannsson skóla- og menningarfulltrúi á Akueyri í kvöld verður haldinn al- mennur borgarafundur um breytingar á skólaskipan sunn- an Glerár. Tillaga skólanefndar hefur verið mjög umdeild. Ing- ólfur Ármannsson, skóla- og menningarfulltrúi Akureyrar- bœjar, er viðmœlandi dagsins. „Andstaðan kemur ekki á óvart" I stuttu máli er tillaga skólanefndar sú að skólaskipan sunnan Glerár verði breytt þannig að myndaðir verði þrír hverfaskólar frá 1. til 10. bekkjar, það er Oddeyrar-, Lunda- og Brekkuskóli - en sá síðastnefndi yrði myndaður með sameiningu Barnaskóla og Gagnfræða- skóla Akureyrar. í dag eru fyrstnefndu skólarnir þrír aðeins fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, og Gagnfræðaskólinn síð- an fyrir nemendur í þremur elstu bekkjunum. „Nei, ég get ekki sagt að sú and- staða sem þessi tillaga hefur fengið komi neitt á óvart. Það var vitað fyrir að hugmyndir um hverfiskóla, það er skóla sem spannar allt grunnskólastig- ið, ætti misjöfnu fylgi að fagna. En gangi þessar tillögur skólanefndar Ak- ureyrar eftir og verði þær að veruleika yrði farið fljótlega að vinna stefnumót- unarvinnu til að fylgja henni eftir. Hins vegar gæti það tekið nokkur ár að koma henni að öllu leyti í fram- kvæmd,“ segir Ingólfur. Augljós kostur Ingólfur segir að við fyrirhugaðri ein- setningu grunnskólanna sunnan Gler- ár sé þetta augljósasti kosturinn. „Sú stefna hefur verið mörkuð að næstu ár fari allt fé, sem ætlað er til nýbygginga skóla, til skóla norðan ár. Því bendir allt til að peningar verði ekki á lausu til nýframkvæmda sunnan ár í bráð. En það er fyrst og síðast pólítísk ákvörðun af hálfu bæjarstjórnar hvort fara eigi þá leið að setja hér á fót hverfisskóla eða þá að halda úti safn- skóla, líkt og Gagnfræðaskóli Akureyr- ar er. Ég vil engu spá um hvaða leið verður farin. Efnislega standa allir fulltrúar í skólanefnd sameiginlega að tillögunni - en auðvitað vilja menn líka heyra viðhorf almennra bæjarbúa, til þessa máls, áður en endanleg ákvörð- un er tekin,“ segir Ingólfur. Einsog áður segir hefur tillagan um hina breyttu skólaskipan - og þá eink- um um sameiningu Barna- og Gagn- fræðaskóla Akureyrar í einn Brekku- skóla, verið mjög umdeild. Bæði meðal foreldra, en ekki síður nemenda. „í máli einsog þessu verður útkoma skoð- anakannana alltaf háð annars vegar því hverju viðkomandi eru vanir og þekkja af eigin raun og hins vegar mati á því hvað hinir sömu telja að breytingarnar hafi í för með sér fyrir þá,“ segir Ingólfur Ármannsson. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.