Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Síða 5
|Dagur-'3Iítttmn Miðvikudagur 12. febrúar 1996 - 5 F R É T T I R Reykjavík . ■ Akureyri Löggan í hávaðamálum Lögreglan mæðist í mörgu. Hver veit nema hér sé á ferðinni hljómflutn- ingstækjaóbótamaður? Árlega um 1200 bók- anir í dagbók lögreglu vegna kvartana yfir hávaða, eða 100 í hverjum mánuði. ✓ hverju ári sl. þrjú ár hafa verið færðar að jafnaði rúmlega 1200 bókanir í dagbók lögreglunnar í Reykjavík vegna kvartana ná- granna yflr hávaða í næstu íbúð. Það eru um 100 bókan- ir í hverjum mán- uði, eða 20-25 út- köll á viku. í lang- flestum tilfellum þarf lögreglan að fara á staðinn til að meta ástandið og bregðast við ef þarf. Til samanburð- ar má geta þess að bókanir vegna skráðra slysa voru 466 árið 1995 og svipað árið 1994. Aftur á móti eru ár- lega um 1300 bókanir í dagbók lögreglunnar þar sem hún er kölluð á vettvang til að aðstoða borgara í nauðum. í því sam- bandi má nefna þegar fólk læsir sig úti og kemst ekki inn í íbúð- ir eða inn í bílana sína o.s.frv. „Sumir mættu taka sig betur á og taka meira tillit til þeirra sem eru í kringum þá,“ segir Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, að- spurður hvort þetta sé til marks um það að landinn sé ekki hús- um hæfur. Hann segir að í lang- flestum tilfellum sé fólk sem kvartað er yflr undir áhrifum áfengis og jafnvel annarra vímuefna. Kvartanir vegna hávaða eru aðallega frá íbúum fjölbýlis- húsa og flestar um helgar. ít- rekuð afskipti lögreglu geta haft þær afleiðingar að húsfélag getur krafíst útburðar á eig- anda viðkomandi íbúðar. í flestum tilfellum nægir þó að lögregla banki uppá og biðji hlutaðeigandi að draga úr há- vaða til að nágrannarnir geti sofið. Ef lögregla er kölluð á ný að sömu íbúð vegna háreisti gesta er viðbúið að hún sjái sig nauðbeygða til að vísa þeim á dyr. Þá er einnig til í dæminu að lögregla hafi tekið rafmagnsör- yggi íbúðar úr sambandi. -grh Omar Smári Armannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn: Hávaði í heimahúsum er íflestum tilfellum vegna neyslu áfengis. Bæjarmála- piinktar • Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt tiUögu Sigríðar Stef- ánsdóttur (G) þess efnis að kos- in verði nefnd íjögurra bæjar- fulltrúa til að endurskoða í heild stjórnkerfi Akureyrarbæjar. Nefndin á að leggja fram tiUög- ur um breytingar á nefndakerfi bæjarins og einnig skiptingu bæjarkerfisins í deildir og svið eftir því sem þurfa þykir. í nefndina voru kosin Sigríður Stefánsdóttir (G), GísU Bragi Hjartarson (A), Guðmundur Stefánsson (B), Sigurður J. Sig- urðsson (D), en bæjarstjóri, Jak- ob Björnsson, verður einnig í nefndinni og formaður hennar. • Forsvarsmenn 17 fyrirtækja á Óseyri hafa með bréfi mótmælt harðlega fyrirhugaðri malbik- unarstöð, sem á að rísa á lóð Arnarfells hf. að Óseyri 9. Bæj- aryfirvöld eru hvött til að synja leyfi fyrir slíkri starfsemi í hverfinu vegna þungaflutninga að og frá, rykmengunar og óþrifa. • Lagður hefur verið fram samningur milli Hafnasamlags Norðurlands og Akureyrarbæjar þess efnis að Akureyrarbær taki að sér bókhald, fjárreiður, launagreiðslur, starfsmanna- mál, þ.m.t. kjarasamningagerð, fyrir Hafnasamlag Norðurlands. Bæjarráð hefur staðfest samn- inginn. GG Námsmenn Björn Bjarnason, menntamáiaráðherra. Þekki kjör námsmanna Menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að þiggja boð Stúd- entaráðs um að ger- ast námsmaður einn dag, enda þekki hann kjör námsmanna mætavel. Stúdentaráð hefur boðið Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra, að gerast námsmaður í einn dag í næstu viku. Gert var ráð fyrir að ráðherrann sækti um námslán, falaðist eftir yfirdráttarláni, færi í greiðslumat og reyndi að borða nestið sitt í Þjóðar- bókhlöðunni, ásamt ýmsu fleiru sem SHÍ telur náms- menn þurfa að glíma við. Tilgangurinn var að ráð- herrann gæti upplifað það sjálfur hversu brýnt sé að breyta umdeildum lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, eins og segir í fréttatilkynningu frá SHI. Nei takk Björn ætlar ekki að þekkjast boðið. Hann verður ekki viðlátinn þennan dag og hefur efasemdir um að dag- skráin sem Stúdentaráð bauð upp á, sé dæmigerð fyrir námsmenn. „í öðru lagi var ég sjálfur námsmaður í Háskóla ís- lands í 6 ár, varaformaður og síðar formaður Stúd- entaráðs, og bef mikla reynslu af því að liuga að hagsmunum námsmanna. -vj Náttúruöflin Flóðahætta í hámarki á 18-19 ára fresti Við ákveðna afstöðu sólar og tungls, á 18-19 ára fresti, samfara mjög djúpri lægð getur sjávarhæð farið yfir 5,50 metra. Sú hætta á miklum sjávar- flóðmn sem vofði yfir um síðustu helgi gæti endur- tekið sig eftir rúmt ár - og síð- an að 18 árum liðnum. Það samspil sólar og tungls, sem olli flóðahættunni núna í byrjun vikunnar endurtekur sig á 18- 19 ára fresti og stendur þá yfír í tvö til þrjú ár, samkvæmt upp- lýsingum Hilmars Ilelgasonar, forstöðumanns Sjómælinga ís- lands. Gerist þetta um leið og mjög djúp lægð gengur yíir, ásamt óhagstæðum vindáttum getur það leitt til mikilla sjávar- flóða og stórtjóns við strendur landsins. Við þessar stöður sólar og tungls fer sjávarhæð í 4,70 metra á stórstraumi (sem er 0,70 metra hærra en meðaltal- ið) í meðalloftþrýstingi, um 1013 millibörum. Sjávarhæðin hækkar síðan (eða lækkar) um einn sentimetra við hvert millibar sem loftþrýstingur lækkar (eða hækkar). Þannig að falli loftþrýstingur t.d. niður undir 930 miUibör, samhliða þessari sólar/tungl- stöðu getur sjávar- hæðin farið upp í 5,50 metra - þ.e. 1,50 metrum hærra heldur en á stórstraumi við meðalloftþrýsting. - HEI Hilmar Helgason forstöðum. Sjómælinga Islands: „í rauninni höjum við bara verið heppin hingað til “ Bílslys Af 9 voru 5 lans Þriðjungur landsmanna ferðast með smábörnin sín laus í bílum. Um þriðjungur leik- skólabarna og meira en fjórðungur grunn- skólabarna reyndust laus í bíl- um - alls um 400 af rúmlega 1.300 börnum - í könnun sem nýlega var gerð um allt land á notkun öryggisbúnaðar í bflum. Af 9 börnum sem slösuðust mikið sem farþegar í bílum fyrstu 10 mánuðina 1996 var meira en helmingurinn (5) Iaus í bílunum. í allt slösuðust 66 börn yngri en fimmtán ára sem farþegar í bílum þessa mánuði. Umferðarráð, Slysavarnarfélag íslands og „Betri borg fyrir börn“ líta þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og skora á foreldra og forráða- menn barna að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið. Börn eigi rétt á að vera varin í bfl. Á ísafirði voru 88% leik- skólabarna í barnabflstól eða með bílbelti og litlu lægra hlut- fall á Akureyri og í Reykjavík. Á Raufarhöfn voru aftur á móti aðeins 2 af 10 börnum í barna- bflstól eða belti og útkoman var litlu skárri á Eyrarbakka, Hell- issandi, Garði og Eskifirði.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.