Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Síða 7
JDagur-CEhttírm Miðvikudagur 12. febrúar 1997 - 7 ERLENDAR FRETTIR Alsír Sprengjur og hnífar Baksvið Dagur Þorleifsson Skæruliðar á vegum ís- lamskra bókstafstrúar- ílokka (sem tvívegis hafa staðið fyrir sprengjutilræðum í Frakklandi) hafa undanfarnar vikur magnað á ný ógnaröldina í Alsír, eftir að, til þess að gera lítið, hafði farið fyrir henni um hríð. í baráttu þessari gera bók- stafssinnar yfirleitt tvennt jöfn- um höndum. í borgum sprengja þeir, oftast sprengjur faldar í bílum, og er reynt að stilla svo til að sprengingarnar drepi og limlesti sem flesta. í smáborg- um og þorpum úti á landi er fólk hins vegar höggvið eða skorið á háls. Ekki óstjórnlegt æði Hér er um hroðalega grimmd að ræða, en í frönskum blöðum, a.m.k. Le Monde, er því haldið fram að hlutaðeigandi hryðju- verkamenn og skæruliðar séu síður en svo haldnir nokkru óstjórnlegu æði í því samhengi. Þvert á móti fremji þeir illvirki sín samkvæmt fyrirmælum og skipulagi með ákveðin markmið fyrir augum, með „köldu blóði“ sem sé. Fólksflutningavagn í eigu hersins eftir sprengingu í Algeirsborg: Reynt að hræða útlendinga. Fréttaskýrandi við Le Monde telur sprengjutilræðin í borgum framin með það fyrir augum að fæla frá útlendinga, einkum vestræna - fjárfesta, frétta- menn, stjórnarerindreka o.fl. - sem farnir voru að sækja til landsins á ný vegna þess að úr óöldinni dró. Aukning heildar- þjóðarframleiðslu s.l. ár mæld- ist 5,5% og í áramótaspám var gert ráð fyrir því að hún yrði svipuð í ár. Einnig var þá spáð að tekjur af olíu og jarðgasi, helstu auðlindum landsins, myndu aukast og að í stefnu sinni í efnahagsmálum myndi ríkisstjórnin fara að tillögum frá Alþjóðlega gjaldeyrissjóðn- um. Hlyti það að auka stöðug- leika í efnahagslífi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, stjúpföður og afa, INGÓLFS MARTEINSSONAR, Glerárholti 1, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar FSA og Kristnesspítala. Erla Þórðardóttir, Kristín Laufey Ingólfsdóttir, Arnar Árnason, Jóhann Pálsson Rist, Brynhildur Pétursdóttir, Þórður Rist, Lára Jónsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SR. SIGMAR I. TORFASON, fyrrum prófastur á Skeggjastöðum, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju, Akureyri, föstudaginn 14. febrúarkl. 14. Guðríður Guðmundsdóttir, Jóhanna I. Sigmarsdóttir, Kristmundur M. Skarphéðinsson, Stefanía Sigmarsdóttir, Helgi Sigurðsson, Valgerður Sigmarsdóttir, Steingrímur Sigurjónsson, Marta Kr. Sigmarsdóttir, Ásgrímur Þ. Ásgrímsson, Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Björn Sverrisson, Guðmundur Sigmarsson, Harpa Á. Sigfúsdóttir og barnabörn. Vel vopnað og launað varðlið Úti á landi, þar sem bókstafs- trúarsinnaðir skæruliðar beita öxum og hnífum, er tilgangur þeirra hins vegar að hræða menn frá því að ganga í varð- liðasveitir, er stjórnin hefur stofnað síðustu árin vegna þess að ljóst var orðið að bókstafs- sinnar höfðu ________________ náð verulegu fylgi í hernum, sem að mestu er byggður á herskyldu. Við þeim vanda brást Alsír- stjórn undir forystu Liamine Zéroual, hers- höfðingja og forseta, með því að hætta að beita hernum gegn uppreisnar- mönnum nema úr íjarlægð. Það þýðir að flugherinn hendir nap- almsprengjum á bækistöðvar uppreisnarmanna í íjöllunum, eða á svæði þar sem flugherfor- ingjarnir halda að slíkar bæki- stöðvar séu, auk þess sem stór- skotaliðið lætur sprengikúlur dynja á raunverulegum eða meintum stöðvum uppreisnar- manna. Fótgönguliði er hins vegar lítt beitt gegn þeim og síst her- skyldumönnum. Að öðru leyti hefur stjórnin „einkavætt" stríðið, eins og einn fréttaskýr- andinn orðaði það. Hersveitir þær sem af stjórnarinnar hálfu berjast í návígi við uppreisnar- menn núorðið eru einkum sveitir herþjálfaðra lögreglu- manna, sem í eru um 24.000 manns, og varðliðasveitir úti í þorpunum, er vel eru vopnum búnar og fá ómak sitt vel borg- að. Stjórnin mun hafa gefið liðssveitum þessum allvíðtækt umboð til að heyja stríðið eins og þeim best líki. Keppni í grimmd Þetta virðist hafa borið nokkurn árangur, a.m.k. fer ekki milli ____________ mála að upp- sem unnu Alsírsstríðið við Frakka fyrr á öldinni, óar varla mjög við grimmd uppreisnar- manna sem shkri, því að það var með þesskonar hryðjuverk- um eða verri m.a. sem FLN vann það stríð. Enda er stund- um svo að heyra á fréttum að með stríðsaðilum fari stöðugt fram óformleg keppni um það, hvor grimmari teljist. Það á ekki að þurfa að koma mjög á óvart; víða meðal mannkynsins mun ekki mikill greinarmunur gerður á grimmd og hugrekki og má raunar vera að þessi tvö hugtök séu alveg samrunnin í hugum ófárra. Samanber það, sem stendur í þekktri skáldsögu íslenskri, „að góður víkingur þyrmdi aldregi konu né barni í hernaði." Uppreisnarmenn í Alsír reyna að fæla þaðan fjárfesta og dreifbýlinga frá því að ganga í varðlið stjórnarinnar. reisnarmenn hafa einkar ill- an bifur á varðliðasveit- unum. í árás- um uppreisnar- manna á þorp- in, þar sem fólk er unnvörpum skorið á háls án tillits til ________ kjms eða ald- urs, er einkum leitast við að ná til Ijölskyldna og venslafólks varðliða. Hershöfðingjunum, sem nú stjórna Alsír og sprottnir eru úr Þjóðfrelsisfylkingunni (FLN), samtökum alsírskra múslíma Bændur og aðrir seljendur landbúnaðar- afurða! Minnum á afurðamarkaðs- uppboðin sem eru alla þriðjudaga kl. 15. Upplýsingar um það sem selja skal þurfa að vera komnar á faxi í síma 482 2801 fyrir kl. 16 á mánu- dögum. Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 482 2988. AFURÐAMARKAÐUR SUÐURLANDS ■■■iiiaiiBIIIIIIRIIllHHIlHIIIIilHHIIRIIRIIi Hai.tur-(Lttninn Dagur-Tíminn og Stafnbúar boða til borgarafundar í Ólafsfirði fimmtudagiim 13. febrúar, í Tjarnar- borgkl. 20:30. ■ u Fiskveiði- stjórrii Byggða- stefna Dagsltrá: 20:30 Ávarp og setning fundarins. Jón Kjartan Jónsson, formaðui Stafnbúa. T’ra ntsögii ni en ti: 20:40 Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri, Ólafsfirði. Valdimar Bragason, frkvstj. KEA á Dalvlk. Gunnar Reynir Kristinsson, Sjóm.fél. Ólafsfj. Ragnheiður Ólafsdóttir, Þingeyri. Arðsemi Markús Möller, hagfræðingur Seðlabanka. 21:50 Kaffthlé.- 22:00Pallborðsumræður. Við hvetjum fólk til að fjölmenna því að þessi mál varða okkur öll. 9 rf/1* LANDSBRÉF HF. EIMSKIP Akureyri ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.