Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Qupperneq 10
10 - Miðvikudagur 12. febrúar 1997 Jlagur-'ðltmmn Sigur hjá Sigurði og félögum í Þýskalandi Sigurður Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Minden, þegar liðið sigraði Hameln á heima- velli sínum, 29:26 á sunnu- daginn, en þá fóru nokkrir leikir fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Wallau Mass- enheim lagði Patrek Jóhann- esson og félaga hjá Essen, 22:21 á heimavelli sínum og skoraði Patrekur tvö marka Essen. Þá mátti Schuttervald, lið Róberts Sighvatssonar, þola tap fyrir Rheinhausen í botnbaráttu deildarinnar. Leikið var á heimavelli Schuttervald og lokatölur urðu 21:23. Leikið í Höllinni og í Smáranum Ákveðið hefur verið að lands- leikir íslands og Egyptalands, sem fram fara 25. og 26. þessa mánaðar, fari fram í Laugardalshöllinni og í Smár- anum í Kópavogi. Þessir leikir eru liður í undirbúningi ís- lenska landsliðsins fyrir HM í Japan sem fram fer í maí og koma í kjölfar bikarúrslita- leikjanna í karla og kvennaflokki, sem fram fara 22. þessa mánaðar. Stjörnustúlkur vildu ekki fara norður Forráðamenn ÍBA-liðsins í handknattleik voru mjög óhressir með framkomu Stjörnunnar, en leikur iiðanna í 1. deild kvenna átti að fara fram á Akureyri sl. fimmtu- dagskvöld. Leikur liðanna átti að heijast kl. 18 um kvöldið í KA-heimilinu, en ekkert varð af leiknum þar sem Stjörnu- stúlkur komu ekki norður, þrátt fyrir að flugfært hefði verið. Um hálftíma seinkun varð á flugi Stjörnustúlkna, vegna snjókomu á Reykjavíkurflug- velli og ekki var ljóst hvort liðin hefðu náð að ljúka leikn- um fyrir viðureign KA og Aft- ureldingar í 1. deild karla, sem hófst klukkan 20 og því hefði hann hugsanlega verið færður afturfyrir karlaleikinn. Ekkert varð af því, þegar vél- in tók á loft norður, voru leik- menn Stjörmmnar ekki inn- anborðs, stuttu síðar fengu forráðamenn ÍBA símbréf frá HSÍ um að leiknum hefði ver- ið frestað. Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tiivaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 KARFA • Samgöngur Hvenær ber KKÍ að fresta leikjum vegna veðurúWts? að er ekki aðeins Kvía- bekkur og Reykjavíkur- höfn sem urðu hart úti í óveðurskaflanum sem gengið hefur yfir landið að undan- förnu. Veðurhamurinn setti al- varlegt strik í reikning körfu- knattleiksliðs Skagamanna sem urðu veðurtepptir á ísafirði, sumir þeirra allt fram á mið- vikudag. Dagur-Tíminn hafði sam- band við formann ÍA, Sigurð Sverrisson, um ástand mála og var hann allt annað en hress með að mönnum væri att í leiki hvernig sem viðraði, til þess eins að ieikjaniðurröðun KKÍ gæti staðist. Aðspurðm- um hvort Skagamenn hefðu sótt um frestun á leiknum sagði Sigurð- ur svo ekki hafa verið. Aftur á móti hefði honum ekki dottið annað í hug en starfsmenn KKÍ fylgdust með veðurútliti og tækju ákvarðanir í samræmi við aðstæður hverju sinni. „Það er sama hvort það erum við eða einhverjir aðrir, það á ekki að vera etja mönnum út í ein- hverja vitleysu þegar veðurútlit er vonlaust og allra síst á ísa- Qörð, þar sem ekki er hægt komast þangað nema með flugi. Það er hægt að komast með bíl- um frá Akureyri og Sauðár- króki, ekki seinna en daginn eftir leik þar sem alltaf er mok- að, en það á ekki við um ísa- fjörð." Sigurður sagði þver- móðsku KKÍ mikla þegar lið leituðu eftir breytingum á leikjaniðurröðun og nefndi sem dæmi, að fáránlegt væri að leik- ir á ísafirði væru leiknir kl. 20 á sunnudagskvöldi þegar útilokað væri að komast þaðan fyrr en daginn eftir. Skagamenn gerðu athuga- semd við leikjaniðurröðunina í haust og bentu á, að viturlegra væri að leika kl. tvö eða fjögur á fsaflrði, þá hefðu menn alla- vega tækifæri til að komast heim samdægurs. Sigurður benti hka á þá staðreynd, að ef lið neitaði að fara til leiks í vafasömu veðurútliti þá lenti það í miklu veseni. Tvö stig yrðu tekin af liðinu, það mætti reka það úr deildinni, það þyrfti að borga allan þann kostnað Guðni Þ. Ölversson skrifar sem heimaliðið gæti smurt á leikinn o.s.frv. Alvarlegt fordæmi Björn Leósson, starfsmaður KKÍ, sagði aðspurður að stjórn KKÍ íjallaði fljótlega um mál dómaranna sem sem neituðu að fara á Sauðárkrók vegna veðurs á sunnudaginn. „Þetta er mjög alvarlegt fordæmi,“ sagði Björn um þetta einstaka tilvik. Það verður því fróðlegt að fylgjast með framvindu þessara mála beggja. Ber KKÍ einhvern kostnað af þessari „vitleysu" eins og menn segja um þessi at- vik eða eru þau alfarið á kostn- að viðkomandi félaga? ÍA, sem þurfti að verða sér úti um gist- ingu, greiða fæði leikmanna og vinnutap þeirra og Grindvíking- ar sem biðu á flugstöðinni, eftir því hvernig málið yrði leyst, lögðu bæði út í töluverðan kostnað þó hlutur Grindvíkinga séu aðeins smáaurar í saman- burði við kostnað ÍA. Dómararnir, Bergur og Krist- inn, eiga alla samúð í þessu máli. Þeir höfðu vit fyrir for- ráðamönnum KKÍ sem sátu með hendur í skauti og vonuðu að allt gerðist að sjálfu sér. Við eigum heima á íslandi og því verða menn að haga sér eftir því, gæti verið niðurstaðan úr þeim samtölum sem blaðið átti nokkra körfuboltagúrúa lands- ins. KNAI ISPYRNA Stórleikur á Wembley víst er hvort varnarmaður- inn sterki Tony Adams og miðjumaðurinn Paul Ince verði með enska landsliðinu í HM- leiknum gegn ftölum sem fram fer á Wembley í kvöld. Helm- ingslíkur eru taldar á að þeir geti spilað, en ákvörðun verður tekin um það eftir æfingu enska liðsins í dag. Paul Casgoigne, Alan Shear- er og David Seaman hafa ekki getað æft með enska landslið- inu síðustu daga vegna meiðsla, en þeir verða allir klárir í slag- inn. Óvíst er hins vegar hvort varnarmaðurinn sterki hjá AC Milan, Allesandro Costacurta, geti leikið með ítölum. íslenskir knattspyrnuáhuga- menn geta fylgst með viðureign liðanna í beinni útsendingu á Sýn og á gervihnattastöðinni Sky Sports en leikurinn hefst klukkan 20. Ný stjarna í hástökki Einar Karl Hjartarson, sextán ára gamall piltur sem keppir fyrir USAH, hefur vakið mikla athygli í vetur með stór- góðum árangri í há- stökki. Einar Karl bætti drengjamet Einars Kristjánssonar um einn sentimetra á Jólamóti UMSE þegar hann stökk 2,06 m og á Meistara- móti 15-18 ára um helg- ina gerði hann gott bet- ur þegar hann stökk yfir 2,11 metra. Einar Karl er frá Blönduósi en stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri og nýtur leið- sagnar Jóns Sævars Þórðarsonar frjáls- íþróttaþjálfara. Ljós- myndari Dags-Tímans heilsaði upp á Einar Karl á lyftingaæfingu í íþróttahöllinni á Akur- eyri í gær. Myn&.jHF HANDBOLTI • Evrópumótin Franskt lið fyrst í undanúrslitin Franska liðið Us d’ivry varð fyrsta liðið til að tryggja sér þátt- tökurétt í undanúrslitum á Evrópumóti, en liðið lagði mót- herja sína frá Makedóniu að velli í Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikirnir í Evrópumótunum fóru fram um síðustu helgi og urðu úrslit þessi: Evrópukeppni meistaraliða Pick Szeged (Ungverjal.)-Barcelona (Spáni) 26:28 (12:12) ABC Braga (Portúgal)-Badel Zagreb (Króatíu) 24:23 (13:10) Caja Santander (Spáni)-THW Kiel (Þýskal.) 26:23 (11:10) Winterthur (Sviss)-Celja Piv. Lasko (Slóveníu) 21:21 (11:10) Evrópukeppni bikarhafa Magdeburg (Þýskal.)-TBV Lemgo (Þýskal.) 24:17 (10:8) Us d’ivry (Frakkl.)-RK Mladost (Makedóníu) 35:22/35:23 Báðir leikirnir fóru fram í Frakklandi og franska liðið sigraði sam- tals 70:45. Petro. Plock (Póllandi)-Elg. Bidasoa (Spáni) 21:21 (9:10) KA (Ísland)-Fotex Veszpr.(Ungverjalandi) 32:31 (17:16) EHF-keppnin Stjarnan (Íslandi)-Acad. Vigo (Spáni) 26:28 (14:12) HC Prato (Ítalía)-Virum Sorgenfri (Danmörku) 21:25 (9:10) Montpellier (Frakkl.)-Granollers (Spáni) 21:20 (10:12) Gorenje Velenje (Slóveníu)-Flensborg Handew. (Þýskal.) 19:28 (12:15) Borgakeppni Evrópu Us Creteil (Frakkl.)-Drammen (Noregi) 24:24 (13:9) Horn Sittardia (Hollandi)-Sandeíjord (Noregi) 22:20 (12:11) Kolding (Danmörku)-IFK Skövde (Svíþjóð) 20:18 (12:8) Pr. Adernar Leon (Spáni)-Nettelstedt (Þýskal.) 27:21 (14:12) Athygli vekur hve mörg lið frá Norðurlöndum eru í Borgakeppn- inni. Aðeins þrjú lið eru frá Norðurlöndunum í þremur efstu mót- unum, auk KA og Stjörnunnar er danska liðið Virum Sorgenfri eftir í EHF-keppninni, en danska liðið virðist raunar vera eina Norður- landaliðið í mótunum þremur sem á góða möguleika á sæti í und- anúrslitunum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.