Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Síða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Síða 12
|0agur-©mTtm Miðvikudagur 12. febrúar 1997 Úfsala á Candy heimilistækjum Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Bragi Jónsson veðurfrœðingur Hæg suðlæg átt. Stöku él við suður- og vesturströndina en annarst þurrt að mestu. Englablíða og gott skíðafæri. i í Þ R Ó T T I R HANDBOLTI Evrópuleikur beinthjáRÚV Síðari leikur KA og ung- verska liðsins Fotex Veszprém í Evrópukeppni bikarhafa verður sýndur í beinni útsendingu í Ríkis- sjónvarpinu á laugardag- inn, en samningar náðust um það í gær. Leikurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu í Ung- verjalandi. BLAK • Bikar Þróttarar mætast Stjarnan mætir KA í Garðabænum og Þróttur frá Reykjavík tekur á móti nöfnum frá Neskaupstað í undanúrsiitunum í bikar- keppni karla í blaki, en dregið var í hádeginu í gær. Leikinir munu fara fram á miðvikudagskvöldið eftir viku. í kvennaflokki tekur B- lið KA á móti Þrótti Nes- kaupstað og fer leikur lið- anna fram 22. þessa mán- aðar. Sigurvegararnir leika til úrslita við Stúdínur. SKIÐI • HM Kristínn keppir í stórsvigi á HM í dag Kristinn Björnsson. Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, verður á meðal keppenda í stórsvigi á heims- meistaramótinu sem nú fer fram á Sestri- ere á Ítalíu. Fyrri umferðin hefst klukkan 9 og kepp- endur verða ræstir út í síðari ferðina um hádegisbilið. Þetta verður fyrsta HANDBOLTI Heil umferð i 1. deild karla Heil umferð fer fram í 1. deildinni í handknattleik í kvöld og þá mætast eftirtalin lið. FH-ÍBV kl. 20 Selfoss-Haukar kl. 20 ÍR-Grótta kl. 20 Valur-KA kl. 20 UMFA-HK kl. 20 stórsvigsmót Kristins á árinu, en hann hefur einbeitt sér að keppni í svigi og ljóst er að hann verður ræstur út seint í keppninni. Félagi Kristins í íslenska alpalands- liðinu, Arnór Gunn- arsson frá ísafirði, hefur ákveðið að taka ekki þátt í stór- svigskeppninni heldur einbeita sér að sviginu sem fram fer næsta laugardag. KNATTSPYRNA Blóðtaka hjá Þórsurum Sveinn Pálsson, fyrirliði Þórsliðsins í knatt- spyrnu, og Birgir Þór Karlsson, sem báðir hafa átt fast sæti í Þórsliðinu á undanförnum árum, hafa í hyggju að leggja skóna á hilluna. Ástæðan mun vera sú að þeir félagar sjá fram á að erílðlega muni reynast að samræma vinnu við æf- ingar hjá Akureyrariiðinu. Ljóst er að Þórsliðið mun að miklu leyti byggj- ast upp á yngri leikmönn- um næsta sumar. Liðið fékk til sín sóknarleik- manninn Ejub Purisevic í vetur og ekki stendur til að fara út í frekari kaup á leikmönnum. SKIÐAGANGA Kynning í Laugardalnum Um 100 manns mættu á kynningu Skíðasambandsins á skíðagöngu, sem haldin var á Grundarfirði og í Ólafsvík um síð- ustu helgi, og sagðist Kristinn Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambandsins, ánægður með viðtökurnar. SKÍ gekkst fyrir kynningu á þessari íþrótt á síðasta vetri sem naut mikilla vinsælda. Höfuðborgarbúar eiga þess kost að stíga á gönguskíði í Laugardalnum um næstu helgi, en um níu hundruð manns nýttu sér það í fyrra. Um aðra helgi gefst Norðlendingum síðan kostur á að reyna sig í þessari íþrótt. Landstíðsmenn ttítíðsviðGR KAUPLAND KAUPANGI Slml 462 3565 ■ Fax 461 1829 Nokkrir af bestu kylfingum landsins hafa ákveðið að ganga til liðs við Golf- klúbb Reykjavíkur og leika fyrir hönd klúbbsins. Þorsteinn Hall- grímsson, fyrrum fslandsmeist- ari frá Golfklúbbi Vestmanna- eyja, sem varð annar á síðasta Landsmóti, hyggst flytja til Reykjavíkur og hann mun leika fyrir Golfklúbb Reykjavíkur. Sömu sögu er að segja af Akur- eyringnum Erni Arnarsyni, sem lék fyrir Leyni í fyrra og Skaga- mennina Kristinn G. Bjarnason og Helga Dan Steinsson. Kylfing- arnir hafa allir verið viðloðandi landsliðshópinn og það er því ljóst að Golfklúbbur Reykjavíkur mætir með sterka sveit til leiks í sumar, en Landsmótið fer fram í Grafarholti og 1. deildin í Sveita- keppninni fer fram í Eyjum. Ástæðan fyrir að kylfingarnir ganga til liðs við GR, er kannski fyrst og fremst sú að kylfing- arnir eru búa nú allir í Reykja- vík og að því leyti léttast að sækja æfingar. Þá hefur GR verðlaunað kylfinga sem ná góðum árangri í stigamótum og það hefur eflaust hjálpað mörg- um við að taka ákvörðun. Sigurpáll á sjó Sigurpáll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Akureyrar, sem varð íslandsmeistari karla 1994, mun að öllum líkindum taka sér frí frá golfi í sumar. Sigurpáll, sem nú er í skóla í Bandaríkj- unum, er búinn að ráða sig á togara frá Akureyri. Sigurpáll er þó langt frá því búinn að segja skilið við golfíþróttina, hann mun fyrst og fremst fara á sjóinn með það fyrir augum að eiga fyrir skólagjöldunum ytra. Kristinn G. Bjarnason, sem verið hefur í Leyni á Akranesi undanfarin ár, er einn þeirra sem gengið hafa til liðs við GR. uyn&.te

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.