Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Qupperneq 3
ÍDctgur-®mthm
Þriðjudagur 25. febrúar 1997 - 15
LIFIÐ I LANDINU
Hættir í kennslu
og fer á námslán
Draumey Aradóttir kennari hefur sagt upp störfum og aetlar í nám í Háskóla ísiands því að hún telur sig hafa um 40 þúsundum króna hærri ráðstöfunar-
tekjur með því að taka lán hjá LÍN en með því að vinna sem kennari.
Kennari hefur sagt
upp störfum og
œtlar íframhalds-
nám til að geta
framfleytt fjölskyldu
sinni og bœtt
afkomuna. Kennara-
launin eru lœgri
en námslán þegar
allt er tekið
með í reikninginn.
*
g er búin að segja upp
vegna þess að ég fram-
fleyti mér ekki af þessum
launum. Ég ætla aftur í háskól-
ann. Þetta er bitur staðreynd
en þannig er það. Ég hef að
minnsta kosti 40 þúsundum
króna meira í ráðstöfunarfé á
mánuði með því að fara aftur í
nám,“ segir Draumey Aradótt-
ir, 37 ára einstæður kennari
með tvö börn.
Draumey hefur verið
starfandi við grunnskóla á höf-
uðborgarsvæðinu í tvo vetur og
haft tæpar 95 þúsund krónur í
brúttólaun á mánuði, eða að-
eins 68 þúsund krónur útborg-
að að meðtöldum skertum
barnabótaauka. Hún byrjar í
heimspeki eða íslensku við Há-
skóla íslands í haust og tekur
framhaldsnám í íslensku ef af
því námi verður þar sem hún
var með íslensku sem aukafag
í Kennaraháskólanum.
Samkvæmt upplýsingum frá
LÍN skerðast námslán Draum-
eyjar aðeins um 5.000 krónur
á mánuði næsta vetur. í stað
þess að hafa 103 þúsund krón-
ur í ráðstöfunartekjur frá LÍN
á mánuði fær hún 98 þúsund
krónur og er því samt yfir
brúttó kennaralaunum. Barna-
bætur og barnabótaauki bæt-
ast svo við að fullu.
Greiðslubyrðin
eykst ekkert
Draumey var á námslánum ár-
in 1992-1995 meðan hún var
við nám í Kennaraháskólanum
og getur því aðeins fengið
námslán í fjögur ár og getur
því fengið lán í samtals fimm
ár í viðbót, tvö ár til að ljúka
nýju BA-prófi og síðan þrjú ár
til að ljúka masters eða dokt-
orsprófi hér á landi. Formlega
séð er doktorsnám ekki í boði
hér á landi í heimspeki og ís-
lensku.
Draumey hefur fengið þær
upplýsingar hjá LÍN að hún sé
þegar búin að fá það hátt
námslán að það lán, sem hún
taki í viðbót, auki ekki
greiðslubyrðina. Hún sé þegar
búin að taka svo mikið fé að
láni hjá LÍN að hún verði hvort
sem er að borga af lánunum
fram á áttræðisaldurinn.
„Allt sem ég tek að láni í
viðbót bætist aftan við það sem
ég hef þegar tekið vegna þess
að maður borgar ekki hlutfall
af höfuðstóli láns heldur hlut-
fall af tekjum þannig að ég
mun aldrei nokkurn tímann
borga það sem ég tek að láni
til viðbótar," segir Draumey.
Verður í námi
næstu sjö árin
Ilún kveðst búast allt eins við
því að notfæra sér réttindi til
lántöku hjá LÍN að fullu næstu
árin og vera eins lengi í námi
og henni er frekast unnt til að
geta séð fyrir sér og börnunum
sínum á sómasamlegan hátt.
Eins og launin séu núna segist
hún ekki geta gert nokkurn
skapaðan hlut fyrir börnin sín.
„Ég veit að ég kem til með
að eiga auðveldara með að
borga eitt og annað þegar
börnin eru farin að heiman
þannig að ég vil frekar hafa
það þokkalegt meðan ég er að
ala þau upp og borga svo mín
námslán þegar þau eru farin
að heiman," segir hún. -GHS