Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.03.1997, Blaðsíða 2
2 - Fimmtudagur 6. mars 1997 |Dagur-®mmm I F R É T T I R Akureyri Fiðlarmn kaupir Óðal Hótel Óðal, sem nú kemst aftur í rekstur eftir kaup Fiðlarans á hótelinu. Abæjarstjórnarfundi á Akureyri í fyrradag fór umræðan um víöan völl og var m.a. lagt til að bjóða áhugafólki um byggingu óperuhúss lóðina sunnan Strandgötu þar sem ýmsir vilja reisa ferðaþjónustu- miðstöð. Bentu menn á að árum saman hafi staðið yfir söfnun fyrir tónlistarhúsi í Reykjavík án þess að nokk- ur árangur væri sjáanlegur. Sögðu menn að á Akureyri væru fínir möguleikar, tilbú- in lóð á góðum stað og svo væri í bænum fyrir forláta konsertflygill. að eru alltaf einhverjar hreyfingar á fjölmiðla- markaðnum. Nú mun Guð- rún Eyjólfsdóttir, frétta- maður á RÚV, vera að kveðja sinn gamla vinnu- stað og flytja sig yfir í sjáv- arútvegsráðuneytið. Hún mun þar taka við Starfs- fræðslunámskeiðum fisk- vinnslunnar en það starf hafði áður með höndum Gissur Pétursson, sem nú er kominn í félagsmála- ráðuneytið.... w Ipottinum fékk Jón Bald- vin Hannibalsson slaka dóma fyrir frammistöðu sína í þættinum á Stöð 2. Töldu menn að þátturinn væri full mikil stæling á svipuðum þætti á CNN og augljóst að Jón óskaði þess heitt og innilega að vera hinum megin borðs- ins. Pottormar segja að Kolfinna sé - enn sem komið er - föðurbetrungur sem sjónvarpsmann- eskja.... Rekstur hefst á hótelinu að nýju um miðjan marsmánuð af nýjum eigendum. Ferðamálasjóður hefur gengið að tUboði veitinga- hússins Fiðlarans á Akur- eyri í Hótel Óðal í Hafnarstræti 67 á Akureyri. Hótehð er fjög- urra hæða steinhús, byggt 1925. í hótelinu eru 19 gistiherbergi með 36 rúmum, öll með baði, sjónvarpi, minibar og banka- hólfi. Ferðamálasjóður eignaðist hótelið á uppboði í desember- mánuði 1996 og Landsbankinn síðan innbúið í janúarmánuði. Snorri Tómasson, hjá Ferða- málasjóði, segir að tilboð Fiðlar- ans sé ásættanlegt, þó eigi eftir að ganga frá skilmálum er varða greiðslur eftirstöðva sölu- verðsins og semja við Lands- bankann um kaup á innbúinu. Reiknað er með að Fiðlarinn taki við rekstrinum um miðjan marsmánuð. Ferðamálasjóður er einnig með til sölu í Bolungarvík gegnt ráðhúsinu, húsnæði það við Að- alstræti 9, þar sem í dag er Mæður fjölbura og barna sem fæðast fyrir tfmann fá lengra fæð- ingaroriof, samkvæmt frum- varpi sem lagt verður fram á Alþingi á næstu dögum. Fæðingarorlof fjölbura- eða fyrirburamæðra verður lengt, nái fram að ganga frumvarp sem heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fyrir Alþingi fljótlega. Samkvæmt frumvarpinu verður fæðingarorlof vegna fjölbura- byggingavöruverslun, pítsastað- ur og kyndistöð, en hýsti áður Byggingaþjónustu Jóns Fr. Ein- arssonar. Þar var einnig gisti- heimili. Viðræður standa yflr við Bakka hf. í Bolungarvík um kaup á húsinu, en fyrirtækið hyggst nýta það að hluta til fyr- ir aðkomustarfsfólk en leigja aðra hluta hússins. Á Sigluflrði er Ferðamála- fæðinga lengt um 3 mánuði fyr- ir hvert barn, í stað 1 mánaðar eins og nú er. Kona sem á tví- bura á samkvæmt því rétt á 9 mánaða fæðingarorlofi og kona sem á þríbura rétt á einu ári. Foreldar sem ættleiða eða taka í fóstur fleiri en eitt barn eiga að njóta sama róttar. Þurfi barn að vera á sjúkra- húsi í meira en viku eftir fæð- ingu, eins og gjarnan er með fyrirbura, lengist fæðingarorlof- ið sem því nemur, um allt að 4 sjóður að selja Aðalgötu 22, en þar var um þriggja ára skeið rekin gistiþjónusta. Engin gisti- starfsemi hefur verið þar und- anfarin ár. Efri hæð hússins hefur verið þiljuð af með panel, en á neðri hæðinni er vefnaðar- vöruverslun. Um er að ræða 130 fermetra rými og fæst það húsnæði fyrir 800 þúsund krón- ur. GG mánuði. Heimilt verður að lengja fæðingarorlof um allt að 3 mánuði ef barnið er alvarlega veikt og um allt að 2 mánuði ef móðirin er alvarlega veik. Þá er gert ráð fyrir að fæð- ingarorlof vegna barns yngra en 5 ára, sem tekið er í varan- legt fóstur, verði 6 mánuðir en ekki 5 eins og nú er. Fjármálaráðuneytið áætlar að útgjöld ríkissjóðs aukist um 40-45 milljónir króna á ári, verði frumvarpið að fögum. -vj Landsvirkjun Hægt á ferðinni vegna minni sölu * Iljósi þess að engin ný stóriðja er enn föst í hendi hefur stjórn Landsvirkjunar ákveðið að fara sér hægt við að reisa nýja raforkuvirkjun að Sultar- tanga. Stjórnin telur að ís- lenska járnblendifélagið muni ekki auka viðskipti sín með raf- orku, en þar mátti búast við 370 gígawattastunda raforku- sölu á ári. Landsvirkjun stefnir sem fyrr að því að sjá fyrirhuguðu álveri Columbia Ventures Corp. fyrir raforku með ýmsum aðgerðum. Bygging álversins er enn ekki útséð mál. Meðal óafgreiddra þátta er íjármögnun fyrirtækis- ins. Leitað er eftir fjármögnun í Bretlandi og segja talsmenn Columbia vel ganga. Hér á landi er ennfremur leitað að hluthöfum. Á laugardaginn rennur út frestur íslenska járnblendifé- lagsins til að svara Landsvirkj- un hvort af þriðja bræðsluofn- inum verður eður ei. Ólíklegt er að nokkuð gerist í illdeilum eig- endanna næstu 2-3 dagana, og málið þarmeð úr sögunni. Niðurstaða stjórnar Lands- virkjunar í gær var að skipta framkvæmdum við Sultartanga- virkjun í áfanga. Það þýðir frestun á hækkun Sultartanga- stíflu. Aðeins önnur tveggja 60 megawatta vélasamstæða virkj- unarinnar verður því ræst í október 1999, en ekki báðar eins og ætlunin var. Á fundinum í gær var sam- þykkt að taka tilboði lægstbjóð- anda í gröft fyrir stöðvarhúsið við Sultartanga. Það verk býðst ístak til að vinna fyrir 246,3 milljónir króna. -JBP Fæðingarorlof Níu mánuðir fyrir tvíbura FRÉTTAVIÐTALIÐ Góðar fréttir að barnaverndar- málum hefur fjölgað um 60% ■ ■ Guðrún Ogmundsdóttir formaður Félagsmálaráðs 60% aukning hefur orðið á barnaverndarmálum í Reykjavík á einu ári. Formaður Félagsmálaráðs lítur á þetta sem góð tíðindi. - Hver er skýringin á þessari miklu aukningu? Ég vil meina að hún sé fyrst og fremst aukin meðvitund um hag barna. Jafnt í leikskólunum, á heimil- unum sem og annars staðar. Það er í rauninni mjög ánægjulegt enda ber fólki skylda til að tilkynna um aðstæð- ur barna ef þær eru ekki í lagi. Öllum ber skylda til þess samkvæmt lögmn." - Þú útilokar verri meðferð? „Já, fólk er hins vegar farið að þora að tala um hana og tekur nánar eftir aðstæðum hjá börnum." - IJvað gœti valdið þeirri hugar- farsbreytingu? „Bæði er mikil íjölgun á leikskólum og þar eru fleiri úrræði. Þá hefur mikil umræða verið um börn og hagsmuni þeirra, hvort sem um ræðir hreyfiþjálf- un, sjónvarpsgláp eða annað. Umboðs- maður barna hefur hér áhrif líka.“ - Hvað er algengast að sé athuga- vert við aðstœður barna? „Einhvers konar vanræksla er al- gengust." - Hvernig virkar kerfið þegar ábending berst? „Starfsfólk félagsmálastofnana flokkar og forgangsraðar málum og tekur síðan þau verkefni sem talin eru brýnust. Síðan er unnið úr þeim hala sem fyrir er. - Kallar þessi mikla fjölgun mála á aukinn mannafla? „Hún hefur ekki gert það ennþá en það hefur verið mjög mikið álag hjá fé- lagsráðgjöfum og stofnuninni. Félags- málastofnun er með 2500 starfsmenn á sínum snærum.“ - Hverjir tilkynna einkum þessi mál? „Það eru bæði stofnanir, aðstand- endur, nágrannar og fleiri." - Hafa einhverfar nýjungar verið teknar upp í þessum geira? „Já, við erum með ýmis nýmæli, það hefur orðið mikil aukning á þeirri þjónustu sem veitt er. Nefna má ijöl- skyldumeðferðarheimilið á Sólvallagöt- unni. Þarna getur öll ijölskyldan lagst inn að undangengnum erfiðleikum sem gætu verið barnaverndarmál, vímuefnamál, eftirmeðferð eða annað. Þá er komin íbúð fyrir erlendar konur í samstarfi við Kvennaathvarfið. Al- mennt er aukið samstarf milli aðila.“ - Ertu sátt við hvernig hlúð er að félagsmálum? „Já ég er það, en það má náttúrlega alltaf gera betur. Þetta er alltaf spurn- ing um forgangsröðun, en ég tel að margt sé hægt að gera án mikils til- kostnaðar." BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.