Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 2
v2 - ÍMiij'áMácfúr m 'ma?£19§7 "|Dagur:®tmmn Heiti Potturinn F R E T T I R Auglýsingar Súsanna höfðar mál Súsanna Svavarsdóttir. Löggan 1 /p iklar deilur urðu meða pottverja í gær um Saga Class auglýsingar Flugleiða og margir á því að heimóttar- skapur einkenndi þá sem ekki vildu viðurkenna hagnaðinn af því að ferðast hratt. „Hvaða vit er í því að hanga í útlöndum í tvo daga til að spara fargjald?" spurði einn, „meðan skurðstofan bíður eftir manni með 25 ára há- skólanám að baki? Er ekki nær að borga meira undir hann og drífa heim i vinnu?“ í pottinum eru allir stjórnvitr- ingar og hagfræðingar. Ekki skal gert lítið úr glæsi- legum afrekum Jóns Arn- ars frjálsiþróttamanns en ár- vökull lesandi benti pottritara á skondin ummæli Jóns Arn- ars í Degi-Tímanum í vikunni. Þar upplýsti Jón Arnar að hann væri fyrst núna farinn að beita sér á fullu í stórkeppn- um en áður hefði hann verið svo upptekinn að dást að keppinautunum að það hefði truflað hann við einbeiting- una. Það er mikil blessun að Jón Arnar sé hættur að vera svona upptekinn af strákun- um. Það á eflaust eftir að skila Islandi fleiri verðlauna- peningum en ella.... Límbandsmálið á leikskól- anum á Hörðuvöllum í Hafnarfirði tekur á sig nýjar myndir á hverjum degi. Eftir hitafundinn mikla á dögunum var einn starfsmaður leikskól- ans spurður hví í ósköpunum börnin væru kefluð á þennan hátt og það með límbandi. Ekki stóð á svarinu. Límband- ið er mun ódýrara en plástur. Krafan hljóðar upp á 600.000 kr. Próf- mál sem getur farið á báða vegu Súsanna Svavarsdóttir blaðamaður hefur höfðað mál á hendur Apple-um- boðinu hf. vegna auglýsingar sem birtist sl. vetur um marg- miðlunartölvu. í auglýsingunni er um sekúndu myndskeið af Súsönnu úr Dagsljóssþætti og var ekki leitað hennar sam- þykkis að birta myndina. Lög- maður Súsönnu hefur einnig kært Helgarpóstinn til siða- nefndar Blaðamannafélagsins fyrir skrif blaðsins um málið. Súsanna vildi lítið tjá sig í gær við Dag-Tímann, enda sagðist hún ekki stunda mála- ferli í íjölmiðlum. Hún sagði þó um skrif Helgarpóstsins að fullt tilefni hefði verið til að höfða sakamál á hendur þeim fyrir meiðyrði, en hún hefði kosið að láta það ekki ganga lengra en til siðanefndar. Málið gegn Apple verður flutt um miðjan apríl fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur og hljóðar bótakrafa Súsönnu upp á sex hundruð þúsimd kr. Súsanna hefur komið fram í auglýsing- um gegn greiðslu og telur á rétt sinn gengið í nokkrum atriðum skv. heimildum blaðsins. í siða- reglum auglýsingastofa er t.d. skýrt að ekki megi nota myndir af fólki í auglýsingum án þess að fá samþykki viðkomandi. Apple-umboðið mun telja að til- viljun hafi ráðið því að henni bregður fyrir en Súsanna hygg- ur að verið sé að nota þekkt andlit, vörunni til framdráttar. Þetta veiki jafnframt stöðu hennar til að auglýsa aðrar tölvuvörur. Þá má benda á að samkvæmt útvarpslögum má ekki nota sjónvarpsefni án þess að fá leyfi Ríkissjónvarpsins og mun það ekki hafa legið fyrir í þessu tilviki. Bótakrafan byggist því á mynd sem birtist í óleyfi, skerð- ingu á möguleikum Súsönnu til að afla ijár í a,uglýsingaskyni, sbr. ofangreint, svo og miska, að brotið sé gegn persónurétt- indum Súsönnu. Þarna er um prófmál að ræða sem getur far- ið á báða vegu en Apple-um- boðið hefur vísað ábyrgðinni á auglýsingastofuna Sjöunda himin, sem vann auglýsinguna. Hvað varðar frétt Helgar- póstsins um málið var gert lítið úr Súsönnu með ýmsum hætti að mati hennar sjálfrar. Hún mun hafa krafist afsökunar- beiðni en þegar skirrst var við því, kært til siðanefndar sem hefur ekki enn úrskm-ðað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst blaðinu ekki að ná sam- bandi við forráðamenn Apple- umboðsins hf. BÞ um helgina Við erum að kynna okkur þetta blað og það mun síðan koma í ljós á mánudaginn hvort við teljum ástæðu til að svara einhverju sem þarna kemur fram eða ekki. Staðan er sú að blaðið er hér til kynningar og aflestrar,“ segir Haraldur Johannessen varalögreglustjóri. í nýjasta tölublaði Mannlífs kemur fram að Franklín Stein- er, margdæmdur fíkniefnasali, hafi fengið „starfsleyfi“ frá fikniefnalögreglunni og byggt upp veldi sitt, hann sé einn stærsti fíkniefnasalinn á fslandi og hafi velt um 300 milljónum króna síðustu tíu ár. Haraldur segir að yfirstjórn lögreglunnar muni væntanlega fjalla um málið eftir helgina. Hann hafi ekki rætt við Arnar Jensson, fyrrverandi yfirmann fíkniefnalögreglunnar, um mál- ið og „að sjálfsögðu“ verði „rætt við Björn Halldórsson" um helgina. -GHS Stúdentaráð Nýr formaður Haraldur Guðni Eiðsson, heimspeki- og viðskipta- fræðinemi, hefur verið kjörinn formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands 1997-1998. Haraldur kemur úr röðum Röskvu, en Röskva hélt meirihluta í ráðinu í kosningum til Stúdenta- og Háskólaráðs í febrúar. Haraldur tekur við embættinu af Vil- hjálmi H. Vilhjálmssyni, sem hefur gegnt formennsku undan- farið ár. Þá hefur Dalla Ólafsdóttir, stjórnmála-og hagfræðinemi, verið kjörin framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Hún tekur við því starfi af Einari Skúlasyni. BÞ Akureyri Hættulegur árstími Ovenju mikið var um árekstra á Akureyri í gær og telur lögreglan að sól hafi blindað ökumenn í einhverjum tilvikum. Nú er hættulegur árstími hvað sólina varðar og beinir lögreglan þeim tilmælum til ökumanna að þeir sýni sérstaka aðgát og hreinsi rúðumar. önnur hugsanleg or- sök fyrir íjölda árekstra í gær kann að hafa verið „föstudags- fiðringurinn" svokallaði, en ökumenn eru gjarnan stffari á pinnanum fyrir og um helgar. BÞ VEÐUR O G FÆRÐ Reykjavík Akureyri c Sun Mán Þri Mið mm_ 0-1--- ---- — — ——1-15 A 4 A4 ANA 3 ASA 4 ANA 3 A4 A4 ASA 3 ASA 2 A 3 ASA 3 A3 SA3 SA3 ASA 3 A3 A3 ASA 3 Stykkishólmur Egilsstaðir 9 Sun Mán Þri Mið A 4 ANA 4 ANA 3 ASA 4 ANA 3 A 4 ANA 4 ASA 3 A3 Bolungarvík °c Sun Mán Þrí Mið mm -5- -10 -15 NNA 3 ASA 2 ANA 2 ASA 2 SA 2 A 3 ASA 4 ANA 4 SA4 Kirkjubæjarklaustur °9 Sun Mán Þrí Mið 5 -| ---- ---- r' 5 ANA3 ANA 3 ANA 3 A3 ANA 3 ANA 4 ANA 4 A3 ANA 3 A3 A2 ANA 2 ASA 2 A2 A4 A4 ANA 3 A 3 Blönduós Stórhöfði °c Sun Mán Þri Mið mm -5- -10- -15 15 -10 5 0 °9 Sun Mán Þrí Mið mm_ 5 -T"" . ......... ...............M5 ANA 2 A2 A2 ASA 2 A1 A3 ANA 3 ASA 2 A2 0- -5- -10 -10 - 5 0 A7 A7 ANA 6 ASA 6 A4 ASA9 A9 A7 VNV 3 Haraldur Eiríksson veðurfrœðingur Framan af degi verður austlæg átt, víðast gola og bjart veður en stöku él við suðurströndina. Frost á bilinu 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Suðvestanlands þykknar smám saman upp er b'ða tekur á daginn með hægt vaxandi austan -og suðaustanátt og dregur úr frosti þar um slóðir. Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og Allir aðalvegir landsins eru færir, víða er hálka og dálítill vindstig eru tilgreind fyr- skafrenningur er á Kerlingarskarði, Bröttubrekku og ir neðan. Holtavörðuheiði. Færð á vegum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.