Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 15. mars 1997 Jlagur-ÍCtmmn Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Dalvíkingurinn Kristján Þór Júlíusson, 39 ára bæjarstjóri á ísafirði, hef- ur nýlega tekið við stjórnarfor- mennsku í Samherja, stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, og hlýtur þar með að vera kominn í hóp valdamestu manna í sjáv- arútvegi á íslandi. Hann er ekki með öllu ókunnugur starfsemi útvegsfyrirtækja eftir að hafa áður setið meðal annars í stjórn Sæplasts hf„ Söltunarfélags Dalvíkur hf. og Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. auk þess að hafa verið stjórnarmaður í Slippstöð- inni á Akureyri. Kristján segir að Samherjamenn hafi boðið sér stjórnarsetu. Sér hafi verið heiður sýndur. A t 0 !', .V' *> ' ° * i ; » , { * i ’ Þrifist vel á ísafirði Kristján Þór er Norðlendingur í húð og hár, fæddur í júlí árið 1957 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og verður því fertug- ur í sumar. Foreldrar hans eru Ragnheiður Sigvaldadóttir Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar fósturmóður okkar og tengdamóður, ÓLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hallsstöðum. Reynir Snædal Magnússon, Eygló Ásmundsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Elfa Guðmundsdóttir, Rafn Vigfússon, Karen Gestsdóttir og aðrir aðstandendur. Bróðir okkar og mágur, SNORRI GUÐJÓNSSON frá Lækjarbakka, Glerárhverfi, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Jarðsett verður í Lögmannshlíð. Birna Guðjónsdóttir, Þóroddur Sæmundsson, Bragi Heiðberg. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, SIGRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarliðsins á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Jóhanna Jóhannsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Lárus Jóhannsson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar HRÓLFS ÁRNASONAR frá Þverá, síðast til heimilis að Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Fyrir hönd aðstandenda, Ásdís Káradóttir, Sæmundur Bjarki Kárason, Hrólfdís Helga Gunnarsdóttir. skjalavörður og Júlíus Krist- jánsson forstjóri. Hann ólst upp á Dalvík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1977 og síðar prófi frá Stýrimannaskólanum og Há- skóla íslands. Hann hefur starfað bæði á sjó og Iandi. Kristján Þór er kvæntur Guð- björgu Ringsted og eiga þau fjögur börn. Kristján er gamalreyndur í sveitarstjórnarmálum. Hann tók við starfi bæjarstjóra í tíð meirihluta sjálfstæðismanna á Dalvík árið 1986 og sinnti því fram á vor 1994 að hann tók við starfi bæjarstjóra á ísafirði og hefur gegnt því starfi síðan. Á þessu tímabili sameinuðust sex sveitarfélög á norðanverð- um Vestfjörðum, ísafjarðar- kaupstaður, Þingeyri, Mýrar- hreppur, Flateyri, Mosvalla- hreppur og Suðureyri. Starf bæjarstjóra fyrir vestan hefur verið annasamt, sérstaklega síðustu misserin, og verkefnin ótalmörg. Starf bæjarstjórans og bæjar- fulltrúa á ísafirði hefur einkennst af sameiningu sveitarfélaganna sex, atkvæðagreiðslu um samein- ingu þeirra, sveitarstjórnarkosn- ingar, myndun meirihluta í nýju bæjarfélagi og að sjálfsögðu myndun sveitarfélagsins sjálfs, yfirtöku grunnskólans frá ríkinu, snjóflóðamál auk þess að taka á móti flóttamönnum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Eru gamlir félagar í bæjarstjóratíðinni á Dalvík vann Kristján Þór meðal annars að sölu á hlut bæjarins í Út- gerðarfélagi Dalvíkinga, Söltun- arfélagi Dalvíkinga, og upp- stokkun í rækjuvinnslunni á staðnum og var þá sem stjórn- armaður þessara fyrirtækja í samvinnu við forsvarsmenn Kaupfélags Eyfirðinga og Sam- heija. Þegar Söltunarfélagið var á sínum tíma selt til Sam- heija var það mjög umdeilt og Kristján Þór meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa geng- ið Samherjamönnum á hönd því að Samherji hafi fengið fyrir- tækið á svo góðum kjörum. Kristján Þór er því vanur að vinna með Samherjamönnum, þeir eru gamlir vinir hans og samstarfsmenn þó að sjálfur dragi hann úr og segi að þeir þekkist, séu að- eins kunningjar. Það má því segja að Norð- lendingarnir hafi slegið tvær flugur í einu höggi með því að fá Kristján Þór í stjórnina, reynt að friða ísfirðingana eft- ir sameiningu Samherja og Hrannar, eins þekktasta út- gerðarfyrirtæk- isins fyrir vest- an, og ræktað sinn garð. „Þegar ég frétti af því að hann væri orð- inn stjórnarfor- maður Sam- herja hugsaði ég með mér að verður er verkamaður launa sinna. Það verður hver og einn að skilja það eins og honum þóknast en svo uppskera menn sem þeir sá,“ segir Snorri Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík, en hann átti í harkaleg- um deilum við Kristján Þór og Trausta Þorsteinsson, forseta bæjarstjórnar á Dalvík, árið 1990. Snorri vill þó ekki rifja upp út á hvað deilurnar gengu en samkvæmt heimildum Dags- Tímans tengdust þær sölu á Söltunarfólaginu. Kristján Þór situr einnig í stjórn Básafells á ísafirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis- ins á Vestfjörðum og eins af fimm stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins, og fer með eignarhlut fsaíjarðarbæjar í Togaraútgerð ísafjarðar, einu af þeim fyrirtækjum sem gengu inn í Básafell við nýlega sameiningu fimm sjávarútvegsfyrirtækja. Vinir og frændur Kristján Þór var bekkjar- og skólafélagi Finnboga Alfreðs- sonar, stjórnarmanns í Sam- herja, í MA en þeir útskrifuðust árið 1977. Finnbogi starfar hjá Fiskimjöl og Lýsi hf. í Grindavík Dalvíkingurinn Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, segir að sér hafi verið heiður sýndur þegar Samherjamenn hafi boðið sér stjórnarsetu í samein- uðu fyrirtæki Hrannar, eins þekktasta útgerðarfyrir- tækisins á Vestfjörðum, sem hefur meðal annars gert út togarann Guðbjörgu ÍS, og Samherja nýlega. Fyrsti stjórnarfundurinn nýrrar stjórnar hefur þegar verið haldinn. og er það fyrirtæki í eigu Sam- herja. Finnbogi og Kristján Þór eru báðir í framkvæmdastjórn fyrirtækisins ásamt Björgúlfi Jóhannssyni, starfsmanni Sam- herja á Akureyri, en hann var einmitt skólafélagi þeirra. Þá eru Finnbogi og Þorsteinn Már systkinabörn. Nýi stjórnarformaðurinn seg- ir að helsta verkefni nýrra stjórnarmanna Samherja sé að kynnast innviðum fyrirtækisins og sjá hvernig það vinnur. Ekki verði hrapað að neinu enda séu næg verkefni á döfinni. Stjórn- arformaðurinn muni vinna með sínu fólki og taka þátt í því að gæta hagsmuna hluthafa fyrir- tækisins og standa vörð um það. Hann segist enn vera að kynnast fyrirtækinu og kynna sér starfsemi þess. Kristján Þór gegnir nú stjórnarformennsku í einu stærsta fyrirtæki landsins og öðru mjög stóru enda er eiginfé Samherja talið meira nú eftir sameininguna við Hrönn en eig- iníjárstaða Eimskips er metin á markaði. Fróðlegt verður að sjá hvernig framtíðin lítur út, bæði hjá Kristjáni Þór sjálfum og Samherja, en Samherji er ein- mitt á leið á markað.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.