Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.03.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.03.1997, Qupperneq 5
iDttgur-Cmmm Miðvikudagur 19. mars 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Knattspymusafn íslands í bígerð Jón Allansson, safnvörður Byggðasafns Akraness, við bugspjótið á kútter Sigurfara. Mynd:ohr Það er ekki að ófyrir- synju að Akranes er stundum kallað fót- boltabœrinn. Skaga- menn œtla ekki lengur að láta duga að skora mörkin, þeir hafa full- an hug á að setja upp knattspyrnusafn ís- lands í Byggðasafninu á Görðum á Akranesi. Og hugmyndin er komin vel á veg. „Menn eru búnir að vinna sína heimavinnu í sambandi við rekstur og útfærslu, en það á allt eftir að gera í sambandi við fjármögnun," segir Jón Allans- son, safnvörður Byggðasafns- ins. „Hugmyndin er að vera með muni frá velflestum félögum hér á landi. Það er ekki verið að hugsa um að taka verð- launagripi frá félögunum, held- ur að stikla á stóru í sambandi við sögu þeirra og sögu knatt- spyrnunnar hér á íslandi." Jón segir að hugmyndin sé að vera með á safninu gripi tengda félögunum og knatt- spyrnunni í heild, t.d. gamla búninga, gamla fótboltaskó og gamla fótbolta. Síðan yrðu safn- gripirnir tengdir t.d. með lif- andi video-myndum og jafnvel mætti búast við því að lottó- kassi yrði á staðnum. „Við ætl- um að reyna að gera þetta svo- lítið lifandi,“ segir Jón. Svo á að nýta útisvæðið við safnið fyrir uppákomur yfir sumartímann. „Það er ekki al- veg búið að negla það niður, en það er verið að ræða hvað hægt er að gera,“ segir Jón. „Við höf- um nóg af ungum strákum sem þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni yfir sumartímann og þeir gætu séð um þennan lið máls- ins hjá okkur.“ Má þá jafnvel búast við að sjá kempur eins og Ríkharð Jónsson leika sér með knött- inn? „Ja, það getur vel verið, og kannski í marki, maður veit það ekki,“ svaraði Jón léttum rómi. Hann segir eitt og annað ekki komið alveg á hreint en það er greinilegt að Skagamenn eru komnir langt á veg með að stofna fótboltasafn íslands, enda svarar Jón þegar hann er spm-ður hvort ekki séu meiri hícur en minni á því að af þessu verði: „Jú, við skulum rétt vona það.“ -ohr Saga um svefngengilinn frá Teigarhorni Það var í ágúst að áliðnum slætti og nærri aldimmt á kvöldunum þeim þegar sá at- burður gerðist snemma á 20. öld sem hér er greint frá: Það var himnesk veðurbh'ða í lofti og eftir góðar hirðingar síðustu daga önduðu hlöðuvinduaugun í plássinu frá sér ilmandi töðu- lykt. Við svo rómantískar að- stæður gátu gönguferðir tekið á sig ævintýraljóma og gefið byr undir báða vængi. Þetta um- rædda ágústkvöld spígsporuðu ungir vegfarendur um þorpið ýmist tveir saman eða fleiri í hóp. Meðal þeirra sem þarna voru á ferli voru þær stöllur Fjóla á Miðhúsum og Hrönn í Borgargarði ásamt Kristjáni á Teigarhorni. Hann hafði komið hjólandi að heiman frá sér út að svokölluðum Olnboga sem er sérkennilegur klettur rétt innan við þorpið. Þar skyldi hann hjólið eftir á bak við stóran stein og gekk síðasta spölinn á vit ævintýra kvöldsins. Skömmu fyrir miðnætti kvaddist þrenn- ingin eftir ánægjulega gönguför og hélt hver til síns heima beint í háttinn. Um tvöleytið um nótt- ina skilaði Hans tvíburabróður Hrannar heim í Borgargarð eft- ir að hafa dólað lengur frameft- ir með félögum sínum. Hrannar sér heim í Borgargarð eftir að hafa dólað lengur frameftir með félögum sx'num. Hann gekk hljóðlega upp stigann upp á loft þar sem systir hans og faðir Sigurgeir Stefánsson sem var ekkjumaður voru í fasta svefni. Hans háttaði og lagðist til svefns í hvflu sem stóð fremst á loftinu gegnt stigauppgangi. Eftir dágóða stund hrökk hann upp úr svefnmóki við að heyra brothljóð og töluverðan dynk sem virtist koma neðan frá eld- húsi. Hans varð brugðið og flýtti sér niður stigann að eld- húshurðinni sem hann opnaði ofur hægt og kíkti inn. A eld- húsgólfinu framan við kolaelda- vélina lá maður á maganum í stuttum nærbuxum og hlýrabol, berfættur með hendur undir enni og virtist sofa þungum svefni. Hér mátti kenna Krist- ján á Teigarhorni sjaldséðan gest x' Borgargarði. Þegar hér var konúð sögu eru þau Sigur- geir og Hrönn, sem höfðu vakn- Á eldhúsgólfinufram- an við kolaeldavélina lá maður á maganum í stuttum nœrbuxum og hlýrabol, berfrettur með hendur undir enni og virtist sofa þungum svefni. að við gauraganginn, mætt nið- ur í eldhús. Glerið í eldhús- glugganum sem var 120 x 60 cm í þvermál var sáldrað yfir eldhúsbekkinn og fram á gólf. Leirtau sem stóð á eldhús- bekknum undir glugganum var á sx'num stað heilt og óskemmt. Eftir að hafa ígrundað málið ákvað Sigurgeir að fara út í læknishús og hitta lækninn sem nýkominn var frá Reykjavík til afleysinga fyrir Þorstein Sig- urðsson héraðslækni sem hafði tekið sér frí frá störfum um stundarsakir. Áður en hann fór af bæ bað hann tvíburana sem voru bæði smeyk og kvíðin um að halda til uppá lofti þar til hann kæmi til baka. Tíminn leið og klukkan var farin að halla í íjögur um morguninn þegar hann náði tali af lækninum, sem taldi ekki þörf á sinni að- stoð að svo komnu máli. Hann ráðlagði að vekja manninn með stakri gætrn svo að hann fyrtist ekki. Því næst hélt Sigurgeir heim áleið með viðkomu hjá Þórði Snjólfssyni í Mörk sem hann ræsti og fékk til liðs við sig. Þórður átti Chevrolet vöru- bifreið sem hann ók Sigurgeiri á heim að Borgargarði. Þegar þangað kom hófst ræsingarat- höfnin sem gerð var samkvæmt læknisráði. Allt í einu spratt Kristján á fætur og horfði spurnaraugum í kringum sig og sagði: „Hvar er ég?“ „Þú ert í Borgargarði og komst þarna inn,“ svaraði Sigurgeir og benti á eldhúsgluggann. Að svo mæltu rétti hann Kristjáni bux- ur, peysu og skó og sagði: „Klæddu þig í þessar flíkur og svo ætlum við Þórður að aka þér heim að Teigarhorni.“ Kristján var þögull og ráðvilltur meðan þessu fór fram. Við- staddir veittu því athygli að ekki sáust nein óhreinindi á fót- um hans og eins að hann hafði komist óskaddaður x' gegnum rúðuna í eldhúsglugganum að undanskilinni smá hruflu á hægri fæti. Nú var lagt af stað á bflnum inn að Teigarhorni sem er um 5 km vegalengd fá Djúpavogi og sat Kristján á mili þeirra félaga. Þegar heim að túnfæti er komið stóð reiðhjólið hans upp við grjótgarðinn á þeim stað sem hann hafði lagt það frá sér um kvöldið eftir göngutúrinn góða. Hann horfði á hjólið og sagði eftir drykk- langa stund eins og við sjálfan sig: „Að ég skyldi ekki heldur hafa hjólað.“ Þannig endaði þetta rómantíska kvöldævintýri svefngengilsins frá Teigarhorni.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.