Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Qupperneq 3
JUtgur-®ímtmt Föstudagur 21. mars 1997 - 15 SORPLÍFIÐ í LANDINU Sorpmenning Þingeyinga á uppleið s A degi hverjum göngum við glaðbeitt út með halda- -Z\.pokana með heimilisrusl- inu og þeytum í þartilgerðar tunnur. Við fögnum því að sjá á bak beinum, roði, kafflkorg og Mogganum og erum fegin því að þurfa ekki að hafa frekari kynni af þessum afurðum sem þegar hafa verið gjörnýtt á heimilinu. En við viljum gleyma því að saga sorpsins er ekki öll þegar út í tunnu er komið og aðrir eiga eftir að hafa afskipti af því og ekki alltaf ánægjuleg. rúmaði svona einn og hálfan meðalmann ef þrem fótum var skotið út um dyr. Skothríð úr ofninum Stefán segir þetta mikla breyt- ingu á aðstöðunni og raunar byltingu. Hann segir að hins- vegar hefði e.t.v. verið gagnlegt að hækka reykháf stöðvarinnar um eina 5 metra til þess að koma alveg í veg fyrir að sýni- legan reyk leggi annað veifið yf- ir byggðina í óhagstæðum vind- áttum. Lítil brögð hefðu reynd- Áður en sorpeyðingarstöðin kom til, var sorpinu sturtað af vörubílum fram af klettunum á þessum stað. Einu sinni fór piltur þarna fram af á reiðhjóli og féll um 20 metra niður en slapp með skrámur, því hann lenti á mjúkum sorphaugnum og komst hjálparlaust heim eftir fjörunni. Sorp- brennslumeistarinn Hér á Húsavík kemur Ómar Vagnsson, sem annast sorp- hreinsum fyrir Sorpsamlag Pingeyinga, á ruslabílnum sín- um og tæmir tunnurnar og ekur ruslinu sem leið liggur út á Höfða þar sem hann losar bíl- inn inn í sorpeyðingarstöðina. Þar tekur sorpbrennslumeistari Þingeyinga Stefán Sigtryggson við afgöngum heimilanna á Húsavík, með fork mikinn að vopni sem hann pikkar í pok- ana og mjakar ofan í logandi ofninn, dag eftir dag, tonn eftir tonn. Þegar Dagur-Tíminn leit við í Sorpeyðingarstöðinni á dögun- um lá vel á Stefáni, sem upp- runnin er í Steindal á Tjörnesi og því gjarnan nefndur Stebbi Steindal, nema hvað. Búið er að gera umtalsverðar endurbætur á stöðinni á síðustu mánuðum. Sorpmóttakan hefur verið stækkuð allnokkuð, og byggt við stöðina hús sem rúmar hrein- lætisaðstöðu, spilliefnamóttöku og síðast en ekki síst rúmgóða kaffiaðstöðu. Áður sötraði Stef- án sitt kaffi inni á kompu sem ar verið að slíku í vetur, en hvimleitt þá gerðist. Aðferðin til að koma í veg fyrir reykmengun er sú að brenna við eins mikinn hita og unnt er og einnig að brenna ekki of mikið í einu. Stefán segir að sorpmenn- ingu Þingeyinga vaxi sífellt fisk- ur um hrygg. Menn séu tiltölu- lega duglegir að flokka sorpið sem þeir koma með og lítið um að spilliefni berist með húsa- sorpi. Þó eru enn brögð að því að fólk láti spraybrúsa í tunn- urnar og dæmi um að þeir splundrist í ofninum og brúsa- lokin þeyttust upp úr ofninum og strykjust við vanga brennslumeistarans. Og einu sinni stóð eldsúla upp úr ofnin- um þegar gashylki sprakk og vinnufélagi Stefáns brenndist nokkuð. Þannig að starfið er engan veginn hættulaust og all- ur er varinn góður. Handmokar 20 tonnum á viku Magnið sem Stefán tekur við í viku hverri er verulegt. Hann sló á vikuskammtinn sem reyndist vera 12 tonn frá heim- ilum á Húsavík, tæp 8 tonn úr Kelduhverfi, Bárðardal og Kinn Sorpinu handmokað í ofninn. og síðan slatti frá fyrirtækjum og stofnunum. Þannig að þessa viku bárust um 20 tonn í stöð- ina. „Magnið er síðan miklu meira á sumrin. Þá vorum við t.d. að taka á móti 10 tonnum rvikulega bara úr Mývatnssveit. Og við bætist sorp frá öðrum fjölsóttum ferðamannstöðum ts.s. Ásbyrgi.“ Þrátt fyrir endurbætur á L'jgtöðinni, þá er tæknivæðingin ékki meiri en svo að Stefán þarf áð handmoka öllum þessum tonnum ofan í brennsluofnin. Og þar sem hann stendur með forkinn og ryður poka eftir poka ofan í logana, pikkar gafflinum í gömul Andrésblöð, mjólkurfernur og kredítkorta- kvittanir í bunkum, já og jafn- vel í þrautlesin eintök af Degi- Tímanum og þrusar öllu í eld- inn, minnir hann óneitanlega á kyndara á gufuskipum til forna og ekki síður kannski hjálpar- kokka þess gamla úr neðra. Jólarjúpunum bjargað frá gjöreyðingu En kemur það aldrei fyrir að menn komi til Stefáns grát- bólgnir af því að þeir hafa tap- að einhverjum dýrindis ættar- gripum, hárlokk af gömlum kærustum eða frumútgáfu Bas- ils fursta og telja þetta hafa lent í sorpinu og biðja Stefán að gramsa í nokkrum tonnum til að finna umræddan fjársjóð? Stefán segir að í raun sé mjög lítið um slíkt. ;,Það kom reyndar einn hérna rétt fyrir jólin og hafði týnt jólarjúpunum sínum. Hann hafði geymt þær í potti úti við sorptunnu og það- an höfðu þær horfið. Við biðum svo eftir sorpbílnum, rjúpnaeig- andinn og ég, fórum saman í gegnum hauginn og fundum reyndar pottinn með rjúpuninn og björguðum þar með jólunum fyrir viðkomandi," sagði Stefán Sigtryggsson, sem gegnir einhverju mikilvægasta starfi sem unnið er á Húsavík. Og handmokar örugglega fleiri tonnum á vikum en nokkur annar hér í bæ. js Stefán við rafgeymastæðu í nýju spilliefnamóttökunni. Myndir: js

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.