Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Síða 7
iBagur-'íEímimT
Föstudagur 21. mars 1997 - 19
Pálmasunnudagur
í vændum...
tlar þú á sunnudag að
keyra upp í Lágafells-
kirkju, eða aðra
ónefnda kirkju utan borgar-
marka, horfa þar á víðigrein
(ellegar pálmagrein) vígða,
þramma svo fylktu liði niður í
miðbæ Reykjavíkur og slengja
66 gráður norður gallanum eða
silfurlitu dúnúlpunni á götuna
til að minnast innreiðar Krists í
Jerúsalem á sínum tíma?
Nei, lfldega ekki en einhvern
veginn þannig tóku pflagrímar í
Jerúsalem á 4. og 5. öld að
minnast þess þegar Jesús reið
inn í Jerúsalem skömmu fyrir
páskahátíðina. Pflagrímarnir
minntust síðustu daga Krists í
þessu jarðlífi með því að líkja
eftir þeim. Guðspjöllin segja að
menn hafi fagnað Jesús á sín-
um tíma með pálmaviðargrein-
um, höggvið lim af trjám eða
skorið strá af ökrum til að
dreifa á veginn og breytt jafnvel
yfirhafnir sínar á hann. (Þeim
sem vilja halda þessum sið við
er bent á að þegar mjög langt
var á milli kirkna létu menn
nægja að ganga í kringum
kirkjuna og kirkjugarðinn.)
Síðar breiddist siðurinn út á
Vesturlöndum og hér eru heim-
ildir fyrir því að einhvers konar
trjágreinar hafi verið vígðar í
kirkjum þennan dag.
Ef enginn er áhuginn fyrir
þessu, en heimilsfólkið kristið
samt, má benda á að Magnús
Tómasson opnar sýningu í and-
dyri Hallgrímskirkju á pálma-
sunnudag á verkum með trúar-
legu ívafi. Þar verður líka hald-
in Hallgrímsstefna um sálma-
skáldið og verk hans á morgun
kl.10-16.
Þeir sem hyggja á ferðalög
um páskana ættu svo að fylgjast
vel með veðrinum á sunnudag-
inn því: Sjaldan er sama veður
á pálma og páska.
(Heimild: Hrœranlegar hátíð-
ir eftir Árna Björnsson)
Kennarar óskast -síðustu forvöð
Síðasta sýning á Kennurum óskast í
þjóðleikhúsinu eftir Ólaf Hauk Sím-
onarson verður í kvöld. Leikritið
gerist í heimavistarskóla úti á landi.
Kennarahjón úr höfuðborginni koma
þangað til að hefja nýtt líf. Þau gera það
- en það reyndist kannski ekki eins og
þau höfðu vonast til...
Icarus - Ekki strætóarnir. Nei, þessi lcarus er barokk-hópur frá Hol-
landi og ætlar að spila tónlist frá endurreisnartímanum í Listakiúbbi
Leikhúskjallarans kl. 21 á mánudagskvöldið. Hópurinn ætlar m.a. að
spreyta sig á höfundum eins og Cassari, Marini, Buonamente,
Frescobaldi. Kostar 400 kr. fyrir meðlimi en 600 kr. fyrir útlimi.