Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 2
T 14 - Laugardagur 22. mars 1997 ÍDagur-©mtrm Barnahomið Senn líður að páskum en börnin þurfa þó að bíða enn um stund eft- ir páskaegginu. Því er um að gera að finna eitthvað sniðugt til að gera til að stytta tímann fram að langþráðu fríi. Kíkjum í Æskuna Vilji börn liggja heima og kúra í fleti meðan slyddan lemur rúður um helg- ina má minna á að Æskan kemur enn út. Nýjasta heftið kom fyrir skömmu og þar má finna ýmsan fróðleik; vegg- myndir af Mulder og Scully, viðtal við Rúnar Alexandersson, fimleikameist- ara, ljóð, sögur og síðast en ekki síst hina ódauðlegu framhaldssögu Þor- gríms Þráinssonar af „montnasta og voldugasta ógnvaldi sem til er,“ sígar- ettunni Sígó! Eeemiil! Flest börn kannast við langdregið kall pabba hans Emils sem ómar um ná- grenni Kattholts þegar drengurinn hefur gert eitthvað af sér (sem er ósjaldan); „EeemiiT. Á morgun kl. 14 verður sýnd sænsk kvikmynd í Nor- ræna húsinu um Emil, ídu og heimils- fólkið í Kattholti. Myndin tekur eina og hálfa klukkustund í sýningu og er með sænsku tali. Aðgangur ókeypis. Fermingarveislur Er ferming í ættinni á pálmasunnu- degi? Þá er deginum reddað fyrir fjöl- skylduna. Allir hafa gaman af að fara í veislur, bæði ungir sem aldnir. Á meðan hinir fullorðnu rabba um lífið og tilveruna ærslast börnin saman og allir gæða sér á hinum ljúffengustu veitingum. Gaman, gaman. Barnaguðsþjónustur Páskar eru ekki bara fyrir fermingar- börn. Eru börnin áhugasöm um trú- mál? Nú er góður tími til að segja þeim sögur og jafnvel taka þau með í kirkju. Víða um land eru sérstakar barnaguðsþjónustur yfir páskahátíð- ina. Á Flateyri verður t.d. sérstök guðsþjónusta fyrir börnin á morgun kl. 11.15. Líf og fjör í fjallinu Þeir Akureyringar sem létu góða veðrið fram hjá sér fara um síðustu helgi og húktu inni ættu að nota tæki- færið ef sólin skín aftur í dag og á morgun og drífa sig með smáfólkið á skíði. Aldrei að vita hve lengi snjórinn endist. Þeir sem vilja ekki skíða geta líka farið að horfa, því í Hlíðarfjalli verður haldið skíðamót 12 ára og yngri í dag og er reiknað með milli 250 og 300 keppendum. Sem sagt, líf og Qör í gallinu. Barnaskemmtun í Bæjarbíói Leikfélag Hafnarfjarðar hefur hugsað fyrir þörfum hinna smáu þessa helgi því í dag og á morgun klukkan 14 og 16 stendur félagið fyrir barna- skemmtun í Bæjarbíói. Riijuð verða upp nokkur skemmtilegustu Iögin og atriðin úr leikritum eftir Thorbjörn Egner, s.s. Karíus og Baktus, Dýrun- um í Hálsaskógi og Kardemommu- bænum. Nýtt íþróttalms á Kópaskeri Þeir geta verið ánægðir með verkið, Marínó Eggertsson og Jón Kr. Ólason. Idag verður formlega vígt nýtt íþrótta- hús á Kópaskeri og eru þetta mikil tímamót í íþrótta-og menningarlífi Öxarfjarðarhrepps. Hreppsnefndin stendur fyrir vígsluhátíð frá kl. 14-16 og um kvöldið er þorrablót Kiwanismanna sem sérstaklega var frestað til þessa dags. íþróttahúsið er 408 fermetrar að gólf- fleti, íþróttasalur sem mælist 22,5x15,4 metrar og svalir fyrir áhorfendur á kappleikjum, sem einnig er hægt að nota fyrir samsæti og aðra starfsemi. Ilúsið var upprunalega vöruskemma Kaupfé- lags Norður-Þingeyinga en árið 1992 keypti byggingafyrirtækið Trémál hús- næðið og notaði fyrir starfsemi sína og lager. Sú hugmynd kviknaði að innrétta sal- inn sem íþróttahús og fyrir 2 árum ákvað hreppurinn að hrinda málinu í framkvæmd og samdi við Trémál um kaup á húsinu og framkvæmdir við breytingarnar. Dagur-Tíminn var á Kópaskeri í vik- unni og leit þá inn í íþróttahúsið, þar sem menn voru að leggja síðustu hönd á verkið. Við hittum að máli þá Marinó Eggertsson, bygginga- meistara og Jón Kristinn Ólason, starfsmenn Tré- máls. Marinó hannaði í stórum dráttum íþrótta- húsið, en Tækniþjónustan á Húsavík sá um lokaút- færslu. Og verkið lofar meistarann. Það virðist hafa tekist ótrúlega vel til með að hanna og innrétta svo íjölnota hús í þessu rými. Þarna er hægt að halda 250 manna samkomur og stunda hvurskyns íþróttir og raunar hvaða félagsstarfsemi sem er. Aðgengi er gott fyrir fatlaða að húsinu og á salerni, en upp stiga að fara á sval- irnar. Jón Krist- inn segir að það sé hægt að tala um byltingu með tilkomu hússins. íþróttaað- staða á staðnum hefur í raun engin verið, og skólinn hefiu alls ekki getað uppfyllt lögbundnar kröfur um íþróttakennslu. Aðeins hefur verið notast við matsal Fjallalambs hf. og einnig farið með börnin á íþróttanám- skeið í Lundi. Nú gjörbreytist þetta og sömuleiðis möguleikar á öðru tóm- stundastarfi eldri og yngri, samkomu- og tónleikahaldi. Hreppurinn samdi við Trémál um kaup á húsinu og vinnu við breytingar fyrir 24,5 milljónir og að viðbættum kaupum á húsgögnum og öðrum búnaði, taldi Jón að endanlegur kostnaður hreppsins yrði í kringum 26 milljónir, sem hlyti að teljast lágt verð fyrir hús sem hefði svo ijölbreyttu hlutverki að gegna í samfélaginu. js. Unnið að lokafrágangi á íþróttasalnum. Gísli Ferdinands, hinn spilandi skó- smiður, segir hálfa öld nægan tíma í lúðrasveit. Nú sé kominn tími til að hætta. Mynd: E Ól. Enginn vill losna við mig „Ég œtla að stoppa núna eftir þessi fimmtíu ár. Mér finnst þetta orðið helvíti gott, “ segir Gísli Ferdin- ands, skósmiður og flautu- leikari, sem heldur upp á það í dag að hann hefiir spilað í lúðrasveit í hálfa öld. Gísli byrjaði í Lúðrasveitinni Svani árið 1947 og hefur starfað með sveitinni síðan. Mest spilar hann á piccoloílautu en í gegn um árin hefur hann spilað í fleiri hljómsveitum, var í Sinfóníuhljómsveitinni í þrjú ár og hefur spilað með leikhúshljómsveitum, og spil- að bæði á þverflautu og piccoloflautu. En hvað er það sem fær menn til að end- ast í Iúðrasveit í 50 ár? „Ég veit það ekki. Ætli ég sé ekki bara svona vitlaus. Kannski er þetta líka orð- inn vani. Reyndar er ég margbúinn að velta fyrir mér að hætta en enginn vill losna við mig. Mér finnst gaman að því að þeir vilji hafa svona gamla karla með sér.“ Gísli segir ýmsilegt hafa breyst hjá lúðrasveitinni í gegn um árin. Áður hafi þótt gott að hafa 12-16 manns í lúðra- sveit en nú telst sveitin vart spilahæf séu hljóðfæraleikarar færri en tuttugu. „Krakkar byrja líka svo snemma að læra. Þau eru orðin þrælklár strax um 16-17 ára aldur,“ segir Gísli og viður- kennir að honum sé farið að finnast erf- itt að halda í við unga fólkið enda orðinn svolítið latur að æfa sig eftir öll þessi ár. f tilefni þess að hálf öld er liðin frá því Gísli byrjaði að spila með lúðrasveit mun hann spila einleik á piccoloflautu á tón- leikum á vegum Lúðrasveitar Akureyrar en þar verður Lúðrasveitin Svanxu sér- stakur gestur. „Þeir ætla að láta mig puða við ansi erfiðan mars sem heitir Stars and Stripes forever," segir Gísli. Tónleikarnir verða til húsa í Laugar- borg, EyjaQarðarsveit og heíjast klukkan 15.00. AI Leiðrétting Tvær villur reyndust vera í listanum yfir fermingarbörn Akureyrarkirkju. Stefán Hrafnsson, Munkaþverárstræti 8, fermist á skírdag klukkan 10:30. Eydís Ólafsdóttir, Dalsgerði 5d, fermist 1. júní.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.