Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Síða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Síða 8
20 - Laugardagur 22. mars 1997 iDagur-'CLímmit Guðfinna og Vilhjálmur á námskeiði með embættismönnum borgaryfirvaida í Gerðubergi. Gunnar Eydal meðtekur boðskapinn um árangursstjórnun. Þreifað á fílnum Nútímastjórnendur þurfa að leggja áherlsu á mannlega þáttinn og átta sig á því að allt breytist. Guðfinna Bjarnadóttir og Vilhjálmur Krist- jánsson kennaþeim að takast á við verkefnið! Stjórnun í dag er stjórn breytinga," segir Guðfinna og mælir í orðskviðum þekktra bandrískra stjórnenda: besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana! Hún og maður hennar, Vil- hjálmur, ættu að fara nokkuð nærri um nauðsynlegan þankagang góðra stjórnenda og leiðtoga: þau reka ráðgjafa- skrifstofu í Bandaríkjunum. Starfsvettvangurinn er risafyr- irtæki og „nemendur" þeirra taka afdrifaríkar ákvarðanir um rekstur, ávöxtun fjár og at- vinnu milljóna manna. Þau selja þjónustu sína þeim sem vilja styrkja stjórn. En þau tala mikið um fíl. Blindir menn og fíll Fíllinn í orðræðu þeirra er reyndar gamla sagan um blindu mennina sem voru beðn- ir að lýsa ffl með því að þreifa á honum: sá sem þreifaði á rananum sagði að ffll væri eins og slanga, sá sem tók um aft- urlöppina sagði að fíll væri eins og trjádrumbur, og sá sem handijatlaði eyrað sagði fíl eins pappír; þeir höfðu allir rétt fyr- ir sér, en enginn samt. Enginn hafði heildarsýn á fílinn. Nú- tímastjórnandinn er í sömu stöðu: hann þarf upplýsingar, og þær upplýsingar eru í fórum starfsmanna og viðskipta- manna, eða hjá þeim sem reynslu hafa af því að glíma við verkefni af sama toga. Ef stjórnandinn heldur að hann viti allt sjálfur er hann eins og blindi maðurinn sem þreifaði á rananum... Lykilorðið er árangur. Stjórn- endur verða að skila árangri. Fyrirtæki krefjast ávöxtunar, í opinberri stjórnsýslu ættu menn ekki að sætta sig við ann- að en hámarks hagkvæmni og sem besta þjónustu. Hag- kvæmni, árangur og gæði verða stöðugt að vera í jafnvægi. Menn eru ekki lengur verðlaun- aðir fyrir að eyða um efni fram hjá hinu opinbera. Skattborg- arar vilja borga minna fyrir meiri árangur! Það er hér sem Guðfmna og Vilhjálmur mæta á staðinn með Iykilorðið: árang- ursstjórnun. í henni felst kraf- an um að menn stjórni með það að leiðarljósi að ná árangri. Sálf ræði... verkf ræði. Hún er sálfræðingur og verk- fræðingur, sem er heppileg blanda þegar reynt er að fá fólk til að vinna skipulega. Hann er menntaður í opinberri stjórnsýslu. Áhersla þeirra er á mannlega þáttinn - í öllu sem þau gera. „Við segjum ekki stjórnend- um hvað þeir eigi að gera, heldur hvernig þeir geti aflað upplýsinga, lært af öðrum og nýtt sér sér verkfæri til að ráða við vandamálin." Stjórnandinn verður að hafa sýn. Langtíma- hugsun. Ef hann veit ekki hvert hann ætlar, er ekki hægt að velja bestu leiðina til að ná ár- angri. En það er ekki nóg, því hann verður að geta metið hvort hann er á réttri leið. Þetta er reglan um mælanleg mark- mið. Og hún felur í sér val á góðum mælikvörðum. Maður á sem sagt að temja sér að meta reglulega og markvisst hvernig gangi. Hvort sem það er mælt í peningum eða öðru. Stjórnandinn, en hvað með fólkið? Þessi áhersla á stjórnandann er í raun ekki „stjórnendadýrkun" þótt auðvelt sé að ímynda sér það - og auðvelt sé að ímynda sér að einhverjum stjórnanda flnnist freistandi að gera það! Þau Guðfinna og Vilhjálmur undirstrika lýðræði. Lýðræðis- lega stjórnun sem er árangurs- rík og hagkvæm. „Liðsheild" er orð sem Vilhjálmur vill leggja höfuðáherlsu á; liðsheild allra stjórnenda, en ekki bara þeirra, því þá verða þeir eins og blindu menn- irnir. Starfs- menn (og við- skiptavinir og notendur þjón- ustu) verða að vera hluti af verkáætlun. Til viðbótar við lýðræði kemur valddreifing. Og í öllu ferl- inu er spilað á mótsögnina: frelsi/agi. Sterkur stjórn- andi þarf að búa yfir mikl- um aga, en jafnframt þarf að dreifa valdinu til þeirra sem eru í eldlínunni - starfsmanna. Og þá er komið að því sem þau segja að felist í stjórnun breyt- í i Tilgangur, áœtlanir, markmið og meginleiðir Direction ¥ r x Sífellt mat á árangri Milestones & Measures - Navigation tools 1 r i Styrking og leiðrétting á ferli og venjum Strengthen what works and re-direct what does not work! Darwinískt ferli til stöðugra umbóta Árangursstjórnun felst í stöðugum umbótum, þær felast í vinnuferlum og vinnuvenjum. Þau kenna stjórn- endum að ná ár- angri og auka hag- kvœmni og bœta þjónustu. Eru þau þá ekki ómissandi hvar sem er? Nei, hluti af starfi þeirra er að gera sig óþörf.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.