Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Qupperneq 9
Bagur-ÍEunmn Laugardagur 22. mars 1997 - 21 inga: sköpunargáfu - að virkja hugann. Hugarflug. „Láttu þig dreyma um það sem þú vilt að gerist," segir Guð- finna, „skrifaðu það niður, skil- greindu hvernig hægt er að mæla það, og veldu svo skrefin að því.“ En draumurinn á ekki bara að vera eins manns (þó það sé mögulegt). Þau telja hugarflæðisfundi starfsmanna ákaflega mikil- væga til að skilgreina umbóta- verkefni. Þar taka stjórnendur og starfsmenn þátt í starfi. „Við látum fólk skrifa niður allt sem því dettur í hug til úrbóta. Síð- an eru öll atriðin skrifuð upp fyrir framan alla og rædd. Nið- urstaðan er samsafn af góðum hugmyndum, og síðan val á þeim bestu eftir utnræður." Ekki finna upp hjólið. Þau leggja til að eftir hugar- flugið sé viðeigandi upplýsing- um safnað saman. Þær uppýsingar geta legið fyrr innan fyrirtækis eða stofn- unar, þær geta verið utan dyra - og svo er mikilvægt að kanna hvernig aðrir hafa leyst úr sams konar vanda. „Við viljum ekki að stöðugt sé verið að finna upp hjólið,“ segja þau, fólk á að stytta sér leið, kanna hvernig þeir bestu hafa farið að og hafa það til marks við eigin lausnir. Aðgerðabinding Aðgerðabinding er eitt af þessum fínu orðum í fræðun- um sem þýðir í raun að maður skuldbindur sig til að gera eitt- hvað í málinu. „Það er algengt að fólk fari ánægt út af fundi, allir fullir af góðum hugmynd- um - sem enginn hrindir í framkvæmd," segir Vilhjálmur. Þau gera tillögu í málinu: skrif- ið upp hugmyndinar og skrefin, ákveðið hver á að leysa verk- efnið og fyrir hvaða tíma. Þannig lenda hlutirnir ekki í útideyfu. Þetta virðist kalla á talsverðan aga. „Fullkomna skuldbindingu,“ segir Guð- finna, „stjórnandinn verður að vera fullkomlega skuldbundinn og tilbúinn að takast á við verkefnið, og það verða að vera innbyggðar aðferðir til að mæla hvort árangur hafi náðst!“ Reykjavíkurborg er fíll Undanfarna mánuði hefur Reykjavíkurborg verið fflhnn í starfi þeirra. Borgarstjóri og æðstu embættismenn hafa gengið í gegnum skóla árang- ursstjórnunar. Þeir eru ekki lengur blindu mennirnir sem þreifa hver á sínum hluta fíls- ins. Borgarstjóri hefur lagt mikla áherlsu á að borgarkerf- ið verði skilgreint eins og þjón- ustustofnun. Hún hefur tekið þátt í fræðslu í árangursstjórn- un, sem leið til að gera starf Reykavíkurborgar hagkvæmara og árangursríkara. Ráðist hef- ur verið í að kanna og/eða breyta helstu stýrikerfum borgarinnar. Dæmi: ramma- fjárhagsáætlanir, langtímaáætl- anir, upplýsingakerfi, starfs- mannamál - og auk þess er verið að bygga upp ferli fyrir stöðugar umbætur. „Það er ekki nóg að ráðast á eitt atriði, heldm allt kerfið,“ segir Vil- hjálmur. „Árangurinn skilar sér ekki strax,“ segir Guðfinna, „hann gerir það á 3-5 árum.“ Stofnan- ir verða ábyrgari, stjórnendur sjálfstæðari, starfsmenn hafa meira að segja, viðskiptavinir (notendur borgarþjónustu) verði ánægðari og... þetta virð- ist mikið mál. En hún nefnir að ljölmargar aðrar borgir hafi tekist á við svipuð vandamál og sumar leyst þau á þann hátt að Reykjavíkurborg geti af lært. „Borgarstjóri hefur lagt mikla vinnu í þetta og skuldbundið sig fullkomlega, ásamt embætt- ismönnum,“ segir Guðfinna, og Vilhjálmur bætir við að liðs- heild hafi myndast. Lausnin liggur ekki í augum uppi Þau nefna dæmi af fylki í Bandaríkjunum þar sem glæpatíðni hafi aukist geigvæn- lega á einum áratug. „Þetta var hrikalegt vandamál." Gerð- ar voru kröfur um úrbætur: fleiri lögregluþjóna og fleiri fangelsi. í þessu efni fór borgin nýja leið. Vandinn var skil- greindur og lausnum forgangs- raðað. í þessu tilviki kom í ljós að verstu glæpamennirnir sem stóðu að flestum glæpunum áttu flestir eitt sameiginlegt þegar upplýsinga hafði verið aflað: ólæsi. Lausnin var því ekki bara fólgin í því að efla lögggæslu, heldur auka læsi. En þetta tekur tíma og vandinn leysist ekki strax. Stjórnmálamenn urðu að trúa því sem þeir voru að gera. Að með því að bæta skólakerfið myndi glæpum stórfækka. Þannig er með mörg vandamál að lausnirnar ligja ekki endi- lega í hefðbundnum leiðum. Forgangsröðun. Þegar hér er komið sögu eru þau hjón komin að lykilorði í stjórnsýslu og pólitík: forgangs- röðun. Verkefnin eru oft yfir- gripsmikil, misvísandi og eiga að taka á öllu í einu. Og enn kemur ffllinn til sögunnar. Guðfinna: „í gamla daga var spurt: hvernig borðar maður ffl? Og svarið var: einn bita í einu. Nú er svarið: skoðaðu ffl- inn vel, og veldu síðan hvað skuli lagt áherslu á.“ Árangur - fyrir hvern, hvenær? Nú þegar allt þetta er komið í gang, hvenær geta borgarbúar vænst þess að árangurinn komi í ljós? „Núna er eins og margir bátar hafi lagt úr höfn - þeir munu skila sér ef kerfisbreyt- ingin heldur áfram - en það er ekki víst að það gerist strax,“ segja þau. Miðað við reynslu annarra borga má reikna með fimm ára breytingaferli. Og breytingar verða ekki í jöfnu ferli, heldur eru stundum tekin skref fram á við, og stundum afturábak, þótt í heild verði framfarir. Þau eru þó sannfærð um viljann til að halda áfram hjá borgaryfirvöldum, en viður- kenna fúslega að stórfelldar kerfisbreytingar og árangurs- mæhng séu ekki einfalt mál. Þetta geti reyndar verið mjög flókið mál. En þau eru sann- færð um að aðferðin og vinnu- lagið sé rétt. „Til að auka árangur og hag- kvæmni hafa 2/3 OECD ríkj- anna tekið upp þessi vinnu- brögð.“ Starfinu hjá Reykjavík- urborg er lokið, nú er það stjórnendanna að nýta verkfæri árangursstjórnunar og útfæra breytingarnar. „Alvöru breytingar taka langan tíma og best er ef ferl- inu er stjórnað innan frá, ekki af utanaðkomandi ráðgjöfum." Svo er bara að sjá hvernig ffll- inn lítur út þegar þar að kem- ur. * Framtiðarsýn er stðan endurskoðuð á liverju ári og lögð til grundvallar ársáætlunar ogjjárlaga- gerðar * Árangu Framtíðarsýn ^ Stefnumótandi ( áœtlunargerð J \'SOrg SH ~~íí-s ] Hagkvœnu ^ . ogþjór | viðsk Stöðugar endurbætur ] Eftirfylgni og V arsskýrsla Árangt "sstjórnun "n Mælingar á árangri & 1 hagkvœmni í rekstri. Kerfisbundin arbúarj eftirfylgni ivegi: V ií, árangur j 1 xusta við , J V iptavini) fStarfsmannamál$g 1 starfsmannastefna. J Þátttaka starfsmanna rsstjórnun Reykjavíkurborg eins og hún lítur út frá sjónarhóli árangursstjórnunar. Kjörorðin eru: hagkvæmni, árangur mið- að við markmið. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3-105 Reykjavík Sími 563 2340 Myndsendir 562 3219 Borgarskipulag Reykjavíkur auglýsir starf á Aðal- skipulags- og almenningstengslasviði laust til um- sóknar. Umsækjandi þarf að hafa menntun sem arkitekt. Þekk- ing á og reynsla af vinnu við aðalskipulag, þ.m.t. um- ferðarskipulag, upplýsingamiðlun og tölvur er æskileg. Lögð er áhersla á að umsækjandi eigi auðvelt með að starfa með öðrum og geti sýnt frumkvæði í starfi. Laun skv. launakjörum Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skilað fyrir 7. apríl nk. til Vinnumiðlun- ar Reykjavíkur að Engjateigi 11, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg R. Guðlaugsdótt- ir, yfirskipulagsfræðingur, í síma 563 2340, tölvupóstur irg@ rvk.is S A AKUREYRARBÆR Sumar- og afleys- ingastörf 1997 fyrir 17 ára og eldri Laus eru til umsóknar sumarstörf og allar afieysing- ar hjá deildum og stofnunum Akureyrarbæjar, sum- arið 1997. Þar með taldar stofnanir sem áður til- heyrðu Svæðisskrifstofu máiefna fatlaðra. Reglur sem settar hafa verið varðandi sumar- og af- leysingastörfin liggja frammi í starfsmannadeild. Sumarvinna 16 ára unglinga Unglingum fæddum árið 1981, er gefinn kostur á að sækja um 6 vikna vinnu í sumar, 7 tíma á dag, sam- tals 210 vinnustundir. Umsóknareyðublöð fyrir ofangreind störf fást í starfsmannadeiid Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og skal skila öllum umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 9. apríl nk. Vinna unglinga 14 og 15 ára verður með sama hætti og sl. sumar og verða störfin auglýst sérstak- lega síðar í vor. Starfsmannastjóri. AKUREYRARBÆR Búsetu- og öldrunardeild Dvalarheimilið Hlíð Sjúkraliði Til umsóknar er starf sjúkraiiða við Vestur-Hlíð, þjónustumiðstöð fyrir aldraða. Um er að ræða starf á næturvöktum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af umönnun aldraðra og geti unnið sjálfstætt. Upplýsingar um starfið gefur Rannveig Guðnadóttir í síma 462 7930. Upplýsingar um kaup og kjör eru gefnar í starfs- mannadeild Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild, Geisla- götu 9. Umsóknarfrestur er til 4. apríl nk. Starfsmannastjóri. V J

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.